Segir það hræsni af Jordan að hegða sér svona en gagnrýna svo Isiah Thomas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2020 11:30 Michael Jordan í leik með Chicago Bulls og finnst hér greinilega að liðsfélagar hans séu ekki alveg með á nótunum. Vísir/Getty Í nýjustu þáttunum af „The Last Dance“ þá var fjallað um eineltistilburði Michael Jordan gagnvart liðsfélögum sínum. Áður í þáttunum hafði verið fjallað um það hversu illa Jordan tók framkomu Isiah Thomas og slæmu strákanna í Detriot Pistons. Jason Whitlock sér um þáttinn „Speak for Yourself“ á Fox Sports ásamt Marcellus Wiley. Hann tók fyrir hegðun Michael Jordan gagnvart liðsfélögum sínum og segist ekki skilja þá sérmeðferð sem Jordan virðist fá. Jason Whitlock líkti Michael Jordan meðal annars við körfuboltaþjálfarann Bob Knight sem notaði óttann óspart í sinni þjálfun og hefur síðar fengið á sig mikla gagnrýni fyrir að ganga alltof langt gagnvart sínum leikmönnum. Isiah Thomas fékk í framhaldi af umfjöllun um sig í „The Last Dance“ mikla gagnrýni fyrir að vera leiðinlegur andstæðingur og fyrir að þakka Jordan og félögum ekki fyrir síðasta leikinn þegar Chicago Bulls náði loksins að klára Detriot Pistons. Jordan sagði meðal annars að hann væri ekki enn búinn að fyrirgefa honum nú næstum því þrjátíu árum síðar. Á sama tíma fannst Jason Whitlock Michael Jordan komast upp með harðstjóra hegðun sína og það þykir bara merki um hversu mikill keppnismaður hann er þegar hann hegðar sér illa gagnvart liðsfélögum sínum. Jordan fékk því mikið lof fyrir að vera leiðinlegur liðsfélagi en Isiah Thomas var „brenndur á báli“ fyrir að vera leiðinlegur andstæðingur. Jason Whitlock viðurkennir samt jafnframt að hann sé mikill vinur og aðdáandi Isiah Thomas. Það má sjá hvað hann sagði hér fyrir neðan. "Jordan s bullying tactics make him look hypocritical in his critique of Isiah Thomas." @WhitlockJasonpic.twitter.com/G1jNwOB8sX— FOX Sports (@FOXSports) May 11, 2020 NBA Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Fleiri fréttir Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Sjá meira
Í nýjustu þáttunum af „The Last Dance“ þá var fjallað um eineltistilburði Michael Jordan gagnvart liðsfélögum sínum. Áður í þáttunum hafði verið fjallað um það hversu illa Jordan tók framkomu Isiah Thomas og slæmu strákanna í Detriot Pistons. Jason Whitlock sér um þáttinn „Speak for Yourself“ á Fox Sports ásamt Marcellus Wiley. Hann tók fyrir hegðun Michael Jordan gagnvart liðsfélögum sínum og segist ekki skilja þá sérmeðferð sem Jordan virðist fá. Jason Whitlock líkti Michael Jordan meðal annars við körfuboltaþjálfarann Bob Knight sem notaði óttann óspart í sinni þjálfun og hefur síðar fengið á sig mikla gagnrýni fyrir að ganga alltof langt gagnvart sínum leikmönnum. Isiah Thomas fékk í framhaldi af umfjöllun um sig í „The Last Dance“ mikla gagnrýni fyrir að vera leiðinlegur andstæðingur og fyrir að þakka Jordan og félögum ekki fyrir síðasta leikinn þegar Chicago Bulls náði loksins að klára Detriot Pistons. Jordan sagði meðal annars að hann væri ekki enn búinn að fyrirgefa honum nú næstum því þrjátíu árum síðar. Á sama tíma fannst Jason Whitlock Michael Jordan komast upp með harðstjóra hegðun sína og það þykir bara merki um hversu mikill keppnismaður hann er þegar hann hegðar sér illa gagnvart liðsfélögum sínum. Jordan fékk því mikið lof fyrir að vera leiðinlegur liðsfélagi en Isiah Thomas var „brenndur á báli“ fyrir að vera leiðinlegur andstæðingur. Jason Whitlock viðurkennir samt jafnframt að hann sé mikill vinur og aðdáandi Isiah Thomas. Það má sjá hvað hann sagði hér fyrir neðan. "Jordan s bullying tactics make him look hypocritical in his critique of Isiah Thomas." @WhitlockJasonpic.twitter.com/G1jNwOB8sX— FOX Sports (@FOXSports) May 11, 2020
NBA Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Fleiri fréttir Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Sjá meira