Páskaeggin komin í verslanir rúmum tíu vikum fyrir páska Birgir Olgeirsson skrifar 11. janúar 2016 14:33 Páskaeggjunum er stillt upp við hlið jólaölsins í verslun Nettó á Akureyri. Vísir/Sveinn Arnarsson „Það er svolítið skondið að þetta gerist alltaf í janúar,“ segir Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus, um kvartanir sem virðast berast árlega frá einstaklingum sem finnst súkkulaðipáskaeggin frá fyrirtækinu vera fremur snemma í verslunum miðað við árstíma. Meðfylgjandi mynd var tekin í Nettó Akureyri þar sem páskaeggjunum hafði verið stillt upp við hlið jólaöls, en Íslendingar eru rétt nýbúnir að kveðja jólin og rúmar tíu vikur í páskadag. „Við erum ekkert að byrja fyrr en áður, þetta er alltaf á svipuðum tíma. Við fáum þessar spurningar á hverju ári, að þetta sé of snemmt. Þetta byrjar hins vegar að seljast um leið. Svo eru þetta ekki stærstu eggin heldur litlu eggin sem fólk byrjar að grípa sér. Persónulega finnst mér skemmtilegt að sjá þetta í hillunum, þetta er svona vorboði í janúar, lífgar aðeins upp á stemninguna, enda veitir ekki af,“ segir Kristján Geir. Einhverjum gæti þótt það skringilegt að neyta páskaeggs svo snemma árs, meira að segja áður en sjálf langafastan hefst, þar sem minnst er þess tíma sem sjálfur Jesú Kristur fastaði fjörutíu daga í eyðimörkinni áður en hann var krossfestur á föstudeginum langa og reis svo upp frá dauðum á páskadegi. Kristján Geir segist hafa litlar áhyggjur af því fólk sármóðgist yfir því. „Við höfum ekki verið að hugsa um þetta þessi þrjátíu til fjörutíu ár sem við höfum verið með páskaegg á boðstólum,“ segir hann léttur í bragði. „Það er enginn sem pínir þig til að kaupa.“ Hann segir söluna ganga ágætlega á þessum árstíma. „Þetta er bara frábær vara og gaman að geta boðið upp á þetta.“ Mest lesið Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira
„Það er svolítið skondið að þetta gerist alltaf í janúar,“ segir Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus, um kvartanir sem virðast berast árlega frá einstaklingum sem finnst súkkulaðipáskaeggin frá fyrirtækinu vera fremur snemma í verslunum miðað við árstíma. Meðfylgjandi mynd var tekin í Nettó Akureyri þar sem páskaeggjunum hafði verið stillt upp við hlið jólaöls, en Íslendingar eru rétt nýbúnir að kveðja jólin og rúmar tíu vikur í páskadag. „Við erum ekkert að byrja fyrr en áður, þetta er alltaf á svipuðum tíma. Við fáum þessar spurningar á hverju ári, að þetta sé of snemmt. Þetta byrjar hins vegar að seljast um leið. Svo eru þetta ekki stærstu eggin heldur litlu eggin sem fólk byrjar að grípa sér. Persónulega finnst mér skemmtilegt að sjá þetta í hillunum, þetta er svona vorboði í janúar, lífgar aðeins upp á stemninguna, enda veitir ekki af,“ segir Kristján Geir. Einhverjum gæti þótt það skringilegt að neyta páskaeggs svo snemma árs, meira að segja áður en sjálf langafastan hefst, þar sem minnst er þess tíma sem sjálfur Jesú Kristur fastaði fjörutíu daga í eyðimörkinni áður en hann var krossfestur á föstudeginum langa og reis svo upp frá dauðum á páskadegi. Kristján Geir segist hafa litlar áhyggjur af því fólk sármóðgist yfir því. „Við höfum ekki verið að hugsa um þetta þessi þrjátíu til fjörutíu ár sem við höfum verið með páskaegg á boðstólum,“ segir hann léttur í bragði. „Það er enginn sem pínir þig til að kaupa.“ Hann segir söluna ganga ágætlega á þessum árstíma. „Þetta er bara frábær vara og gaman að geta boðið upp á þetta.“
Mest lesið Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira