Bíddu í eina mínútu Vala Georgsdóttir skrifar 23. júlí 2008 06:00 EInar Sveinbjörnsson, sem er landsmönnum að góðu kunnur sem veðurfræðingur, rekur fyrirtæki sem meðal annars býður upp á sértækar veðurspár. Þær nýta sér til dæmis fyrirtæki þar sem tímasetning verkefna kann að ráðast af veðurfari. Markaðurinn/Auðunn „Ef þér líkar ekki veðrið núna bíddu þá bara í eina mínútu og veðrið breytist,“ nefnir Finnur Jóhannsson, kvikmyndagerðarmaður og framleiðandi hjá Truenorth, þegar hann vísar til frasa sem hann þekkir úr kvikmyndagerðarbransanum. Ráðgjafafyrirtæki Einars Sveinbjörnssonar, Veðurvaktin ehf., býður upp á veðurþjónustu í flestu því sem viðkemur veðri og veðurfari. Verkefnin eru fjölbreytt að sögn Einars og nefnir hann þar á meðal sértækar veðurspár vegna byggingaframkvæmda eða viðburða, úrvinnslu veðurathugana og ráðgjöf við skipulagsmál svo fátt eitt sé nefnt. „Hver dagur í kvikmyndatökum kostar sitt. En eftir því sem meira liggur undir skiptir sköpum að menn séu að vinna við rétt veðurskilyrði,“ nefnir Einar sem hefur komið töluvert að því að vinna veðurspár fyrir kvikmyndaiðnaðinn. „Einar getur verið ansi naskur á veðrið, enda þekkir hann vel til staðhátta,“ segir Aðalsteinn Snorrason, arkitekt hjá Arkís, sem hefur átt margar samræður við Einar um skjólmyndun við hönnun bygginga og mannvirkja. Að sögn Einars er oft auðvelt að grípa til aðgerða til að draga úr óhagstæðum vindáttum. Eftir því sem húsin eru hærri skapast meiri hætta á því að óhagstæðir vindar myndist á milli húsanna. „Enda geta vindsveipir beinlínis verið stórhættulegir,“ bendir Einar á. Óveðurskaflinn sem reið yfir í byrjun árs varð til að mynda til þess að menn fóru að huga að vindbrjótum til að setja á milli húsa, sérstaklega á stöðum þar sem háhýsi eru. „Íslenskt veðurfar er furðulegt,“ segir Finnur og bendir á að þegar verið sé að undirbúa útitökur fyrir bíómyndir eða auglýsingar sé gríðarlega mikilvægt að nýta sér ráðgjöf veðurglöggra manna. Nýverið var Finnur við tökur á auglýsingu úti á landi. Veðurskilyrði virtust góð þegar lagt var af stað. En skyndilega kom úrhellisrigning og þá var ráð að hringja í Einar og kanna stöðu mála: „Það er rigning núna, hvernig verður veðrið eftir klukkutíma?“ Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
„Ef þér líkar ekki veðrið núna bíddu þá bara í eina mínútu og veðrið breytist,“ nefnir Finnur Jóhannsson, kvikmyndagerðarmaður og framleiðandi hjá Truenorth, þegar hann vísar til frasa sem hann þekkir úr kvikmyndagerðarbransanum. Ráðgjafafyrirtæki Einars Sveinbjörnssonar, Veðurvaktin ehf., býður upp á veðurþjónustu í flestu því sem viðkemur veðri og veðurfari. Verkefnin eru fjölbreytt að sögn Einars og nefnir hann þar á meðal sértækar veðurspár vegna byggingaframkvæmda eða viðburða, úrvinnslu veðurathugana og ráðgjöf við skipulagsmál svo fátt eitt sé nefnt. „Hver dagur í kvikmyndatökum kostar sitt. En eftir því sem meira liggur undir skiptir sköpum að menn séu að vinna við rétt veðurskilyrði,“ nefnir Einar sem hefur komið töluvert að því að vinna veðurspár fyrir kvikmyndaiðnaðinn. „Einar getur verið ansi naskur á veðrið, enda þekkir hann vel til staðhátta,“ segir Aðalsteinn Snorrason, arkitekt hjá Arkís, sem hefur átt margar samræður við Einar um skjólmyndun við hönnun bygginga og mannvirkja. Að sögn Einars er oft auðvelt að grípa til aðgerða til að draga úr óhagstæðum vindáttum. Eftir því sem húsin eru hærri skapast meiri hætta á því að óhagstæðir vindar myndist á milli húsanna. „Enda geta vindsveipir beinlínis verið stórhættulegir,“ bendir Einar á. Óveðurskaflinn sem reið yfir í byrjun árs varð til að mynda til þess að menn fóru að huga að vindbrjótum til að setja á milli húsa, sérstaklega á stöðum þar sem háhýsi eru. „Íslenskt veðurfar er furðulegt,“ segir Finnur og bendir á að þegar verið sé að undirbúa útitökur fyrir bíómyndir eða auglýsingar sé gríðarlega mikilvægt að nýta sér ráðgjöf veðurglöggra manna. Nýverið var Finnur við tökur á auglýsingu úti á landi. Veðurskilyrði virtust góð þegar lagt var af stað. En skyndilega kom úrhellisrigning og þá var ráð að hringja í Einar og kanna stöðu mála: „Það er rigning núna, hvernig verður veðrið eftir klukkutíma?“
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira