Málmbræðslan GMR gjaldþrota: Sautján manns missa vinnuna Haraldur Guðmundsson skrifar 1. febrúar 2017 09:30 GMR hóf framleiðslu á Grundartanga árið 2013. Vísir/GVA Fyrirtækið GMR Endurvinnslan ehf. á Grundartanga var tekið til gjaldþrotaskipta í Héraðsdómi Vesturlands í gær. Um 17 starfsmönnum fyrirtækisins hafði þá verið sagt upp störfum en það endurvann stál sem fellur til hér á landi. Daði Jóhannesson, framkvæmdastjóri GMR, vildi ekki tjá sig um málið þegar blaðamaður náði tali af honum og vísaði á skiptastjóra fyrirtækisins. Fréttablaðið ræddi við Daða síðastliðinn fimmtudag og kom þá fram að óvissa ríkti enn um reksturinn. Sjá einnig: „Lífsviðurværi 43 starfsmanna í uppnámi“ Verksmiðja GMR var þá ekki lengur rafmagnslaus en RARIK hafði nokkrum vikum áður lokað á fyrirtækið vegna vangoldinna reikninga. Umhverfisstofnun hafði ítrekað gert athugasemdir við starfsemi málmendurvinnslunnar og skráð á yfir þriðja tug frávika frá starfsleyfi. Fyrirtækið sætti auknu eftirliti vegna ítrekaðra vanefnda við að koma mengunarvörnum í viðunandi horf. Framkvæmdastjórinn sagði eigendur fyrirtækisins í leit að nýjum fjárfestum, bæði hér heima og erlendis, en vildi ekki svara því hversu mikil fjárþörfin væri. Daginn eftir að fréttin birtist var síðan öllu starfsfólki fyrirtækisins sagt upp störfum. „Þetta fyrirtæki var stofnað fyrir fjórum árum og það er búinn að vera erfiður og langur uppbyggingarfasi. Erfiðari og lengri en menn ætluðu sér og það er margt sem spilar þar inn í. Heimsmarkaðsverð á stáli er þar langstærsti þátturinn,“ sagði Daði í samtali við Fréttablaðið. Tengdar fréttir Miklar sviptingar á Akranesi í atvinnumálum: „Lífsviðurværi 43 starfsmanna í uppnámi“ HB Grandi hefur tilkynnt að hætt hafi verið við framkvæmdir við fiskþurrkun fyrirtækisins á Akranesi. 1. febrúar 2017 07:00 Málmbræðsla þarf fjármagn og skuldar raforkureikninga Óvissa ríkir um rekstur GMR Endurvinnslu á Grundartanga. Eigendurnir leita að fjárfestum en fyrirtækið sætir auknu eftirliti Umhverfisstofnunar. 27. janúar 2017 07:00 Mest lesið Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Skipta dekkin máli? Samstarf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Fleiri fréttir Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Sjá meira
Fyrirtækið GMR Endurvinnslan ehf. á Grundartanga var tekið til gjaldþrotaskipta í Héraðsdómi Vesturlands í gær. Um 17 starfsmönnum fyrirtækisins hafði þá verið sagt upp störfum en það endurvann stál sem fellur til hér á landi. Daði Jóhannesson, framkvæmdastjóri GMR, vildi ekki tjá sig um málið þegar blaðamaður náði tali af honum og vísaði á skiptastjóra fyrirtækisins. Fréttablaðið ræddi við Daða síðastliðinn fimmtudag og kom þá fram að óvissa ríkti enn um reksturinn. Sjá einnig: „Lífsviðurværi 43 starfsmanna í uppnámi“ Verksmiðja GMR var þá ekki lengur rafmagnslaus en RARIK hafði nokkrum vikum áður lokað á fyrirtækið vegna vangoldinna reikninga. Umhverfisstofnun hafði ítrekað gert athugasemdir við starfsemi málmendurvinnslunnar og skráð á yfir þriðja tug frávika frá starfsleyfi. Fyrirtækið sætti auknu eftirliti vegna ítrekaðra vanefnda við að koma mengunarvörnum í viðunandi horf. Framkvæmdastjórinn sagði eigendur fyrirtækisins í leit að nýjum fjárfestum, bæði hér heima og erlendis, en vildi ekki svara því hversu mikil fjárþörfin væri. Daginn eftir að fréttin birtist var síðan öllu starfsfólki fyrirtækisins sagt upp störfum. „Þetta fyrirtæki var stofnað fyrir fjórum árum og það er búinn að vera erfiður og langur uppbyggingarfasi. Erfiðari og lengri en menn ætluðu sér og það er margt sem spilar þar inn í. Heimsmarkaðsverð á stáli er þar langstærsti þátturinn,“ sagði Daði í samtali við Fréttablaðið.
Tengdar fréttir Miklar sviptingar á Akranesi í atvinnumálum: „Lífsviðurværi 43 starfsmanna í uppnámi“ HB Grandi hefur tilkynnt að hætt hafi verið við framkvæmdir við fiskþurrkun fyrirtækisins á Akranesi. 1. febrúar 2017 07:00 Málmbræðsla þarf fjármagn og skuldar raforkureikninga Óvissa ríkir um rekstur GMR Endurvinnslu á Grundartanga. Eigendurnir leita að fjárfestum en fyrirtækið sætir auknu eftirliti Umhverfisstofnunar. 27. janúar 2017 07:00 Mest lesið Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Skipta dekkin máli? Samstarf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Fleiri fréttir Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Sjá meira
Miklar sviptingar á Akranesi í atvinnumálum: „Lífsviðurværi 43 starfsmanna í uppnámi“ HB Grandi hefur tilkynnt að hætt hafi verið við framkvæmdir við fiskþurrkun fyrirtækisins á Akranesi. 1. febrúar 2017 07:00
Málmbræðsla þarf fjármagn og skuldar raforkureikninga Óvissa ríkir um rekstur GMR Endurvinnslu á Grundartanga. Eigendurnir leita að fjárfestum en fyrirtækið sætir auknu eftirliti Umhverfisstofnunar. 27. janúar 2017 07:00