Innlent

Neitaði að hafa ráðist á mann fyrir utan Faktorý

Stefán Blackburn neitaði fyrir héraðsdómi í morgun að hafa ráðist á mann fyrri utan skemmtistaðinn Faktorý og veitt honum áverka með því að skalla hann.

Aðalmeðferð í Stokkseyrarmálinu hélt áfram í Héraðsdómi Reykjvíkur í dag. Auk Stokkseyrarmálsins er Stefán ákærður fyrir að hafa ráðist á manninn fyrir utan Faktorý.

Maðurinn sem fyrir árásinni varð er búsettur í Danmörku. Hann hafði áður gefið skýrslu í gegnum síma en dómarinn taldi það ekki nægilegt og vildi fá hann persónulega fyrir dóminn. Fórnarlambið staðfesti að Stefán Blackburn hafi verið sá sem réðst á sig og benti á Stefán úr vitnastúkunni.

Fórnarlambið sagðist hafa fengið símhringingu í sumar þar sem honum var ráðlagt að kæra ekki árásina. Hann vissi ekki hver hringdi.

Stefán Blackburn sagðist fyrir dómi ekki vera árásarmaðurinn. "Ég held að ég myndi nú alveg þekkja sjálfan mig," sagði Stefán.

Læknir sem gaf skýrslu í málinu sagði að fórnarlambið hefið verið með brotna augntóft og kinnbein og skurði á handleggjum.

Aðalmeðferð hefur verið frestað til 13. janúar kl. 13.15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×