Það verður íslenskur þjálfaraslagur í undanúrslitum í handboltakeppni Asíuleikanna en þetta varð ljóst þegar keppni lauk í milliriðlum í dag. Asíuleikarnir fara fram þessa daganna á Jakarta í Indónesíu.
Japanir fengu skell í síðasta leiknum sínum í milliriðlinum en fyrir leikinn var það ljóst að japanska liðið var komið í undanúrslitin hvernig sem leikurinn færi.
Barein mætir Japan í undanúrslitum keppninnar en Aron Kristjánsson þjálfar lið Barein og Dagur Sigurðsson er þjálfari japanska liðsins. Með þessu er líka öruggt að íslenskur þjálfari vinnur til verðlauna á þessum Asíuleikum.
Barein er búið að vinna alla sex leiki sína í keppninni og vann sinn milliriðil sannfærandi. Japanska liðið þurfti aftur á móti að fá smá hjálp frá Írak til að komast í undanúrslitin.
Írak tók stig af Sádí Arabíu í lokaumferðinni og þess vegna mátti Japan tapa lokaleiknum sínum á móti Katar.
Írak jafnaði metin tæpum tveimur mínútum fyrir leikslok og Sádarnir fengu tvær sóknir til að tryggja sér sigurinn en án árangurs. Japanska liðið var því í raun eini sigurvegarinnar í þeim leik.
Til að sleppa við Barein í undanúrslitunum hefðu Japanir hins vegar þurft að vinna lokaleikinn á móti Katar.
Katar vann Japan 24-17 eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 13-10. Japanska liðið hafði litlu að keppa eftir að þeir misstu Katarbúa fram úr sér í seinni hálfleik og munurinn var á endanum sjö mörk.
Undanúrslitaleikirnir fara fram 27. ágúst og liðin fá því þrjá daga til að undirbúa sig. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Katar og Suður-Kórea.
Dagur fékk hjálp frá Írökum og íslensku þjálfarnir mætast í undanúrslitunum

Tengdar fréttir

Strákarnir hans Arons unnu 24 marka sigur
Sigurganga landsliðs Barein hélt áfram í morgun á Asíuleikunum í handbolta en liðið var fyrir leikinn búið að tryggja sér sæti í úrslitaleiknum.

Aron lagði sigursælasta liðið og er kominn í undanúrslit
Barein vann sannfærandi sigur á Suður-Kóreu og spilar um verðlaun á Asíuleikunum.

Aftur endurkoma í seinni hjá strákunum hans Dags og nú vannst sigur
Strákarnir hans Dags Sigurðssonar í japanska landsliðinu eiga enn möguleika á því að komast í undanúrslit á Asíuleikunum í handbolta eftir þriggja marka sigur á Írak í milliriðli keppninnar í dag.