Handbolti

Strákarnir hans Arons unnu 24 marka sigur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Kristjánsson.
Aron Kristjánsson. Vísir/Getty

Sigurganga landsliðs Barein hélt áfram í morgun á Asíuleikunum í handbolta en liðið var fyrir leikinn búið að tryggja sér sæti í úrslitaleiknum.

Barein vann 24 marka sigur á Hong Kong í dag, 43-19, eftir að hafa verið tíu mörkum yfir í hálfleik, 21-11.

Aron Kristjánsson tók við landsliði Barein af Guðmundi Guðmundssyni og liðið hefur unnið alla sex leiki sína á þessu fyrsta stórmóti undir stjórn nýja þjálfarans.

Mahmood Salman átti rosalega leik í dag en hann nýtti öll fjórtán skotin sín í leiknum. Níu marka hans komu úr hraðaupphlaupum. Næstmarkahæstur var Husain Mohamed með sex mörk.

Barein vann alla leiki sína í milliriðlinum á móti Íran (29-23), Suður-Kóreu (27-25) og nú Hong Kong (43-19). Í riðlakeppninni vann liðið Írak (30-24), Indland (32-25) og Taívan (37-21).

Barein mætir Katar, Japan eða Írak í undanúrslitunum en það ræðst ekki fyrr en seinna í daga hvaða tvö af þessum fyrrnefndu liðum tryggja sig áfram úr hinum milliriðlinum.

Barein endaði í þriðja sæti á síðustu Asíuleikum árið 2014 en Katar og Suður-Kórea voru þá í sætunum fyrir ofan. Það er líka eina skiptið sem handboltalandslið Barein hefur komist svona langt á leikunum.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.