NBA í nótt: Houston í úrslitakeppnina en Durant jafnaði Jordan | Myndbönd Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. apríl 2014 11:02 Houston Rockets tryggði sæti sitt í úrslitakeppninni annað árið í röð með góðum sigri á sterku liði Oklahoma City, 111-107, en alls fóru fjórtán leikir fram í NBA-deildinni í nótt.James Harden skoraði 39 stig gegn sínu gömlu félögum og kom sínum mönnum aftur á sigurbraut eftir þrjá tapleiki í röð. Leikurinn var þrátt fyrir tapið sögulegur fyrir Kevin Durant hjá Oklahoma City en hann skoraði 28 stig í nótt. Þetta var 40. leikurinn í röð þar sem Durant skorar minnst 25 stig en þar með jafnaði hann 27 ára gamalt met sem var í eigu Michael Jordan.Dwight Howard og Patrick Bereley eru enn frá vegna meiðsla í liði Houston en það kom ekki að sök í nótt. Houston er í fjórða sæti vesturdeildarinnar en Portland er næst á eftir og þarf bara einn sigur til að tryggja sitt sæti í úrslitakeppninni.Portland tapaði þó fyrir Phoenix, 109-93, en sigurinn var afar mikilvægur fyrir síðarnefnda liðið. Gerald Green skoraði 32 stig fyrir Phoenix, þar af átján í síðari hálfleik. Phoenix er í harðri baráttu við Dallas og Memphis um 7.-8. sætið í vestrinu en síðarnefndu tvö liðin unnu þó bæði leiki sína í nótt. Phoenix er því enn í níunda sætinu sem stendur. Í austrinu tapaði topplið Miami fyrir Minnesota í tvíframlengdum leik, 122-121. Minnesota er úr leik í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni en hafði þó sigur gegn ríkjandi meisturum.Corey Brewer setti niður annað vítakastið sitt þegar 1,8 sekúndur voru eftir af síðari framlengingunni og dugði það til. Kevin Love skoraði 28 stig og tók ellefu fráköst fyrir Minnesota.LeBron James skoraði 34 stig fyrir Miami og Mario Chalmers og Chris Bosh voru með 24 stig hvor.Indiana fékk þar með gullið tækifæri að jafna Miami á toppnum en tapaði fyrir Toronto á útivelli, 102-94. Þetta var fimmti sigur Toronto í síðustu sex leikjum liðsins. Toronto og Chicago eru hnífjöfn í 3.-4. sæti í austurinu og komin áfram í úrslitakeppnina ásamt Brooklyn og Washington sem koma næst á eftir. Þrjú síðastnefndu liðin unnu öll leikina sína í nótt.Charlotte er í sjöunda sætinu og svo gott sem öruggt áfram. Liðið vann Orlando í nótt, 91-80, þar sem Al Jefferson var með 29 stig og sextán fráköst. Atlanta og New York eiga svo í harðri baráttu um áttunda og síðasta sætið í austrinu sem veitir þáttökurétt í úrslitakeppninni.Atlanta vann afar mikilvægan sigur á Cleveland í nótt, 117-98, en Knicks gaf eftir í baráttunni með því að tapa fyrir Washington á lokasekúndunum, 90-89. Bradley Beal var hetja Wizards í þeim leik.Úrslit næturinnar: Memphis - Denver 100-92 Charlotte - Orlando 91-80 Toronto - Indiana 102-94 Atlanta - Cleveland 117-98 Boston - Philadelphia 102-111 Brooklyn - Detroit 116-104 Miami - Minnesota 121-122 New York - Washington 89-90 Chicago - Milwaukee 102-90 Utah - New Orleans 100-96 Houston - Oklahoma City 111-107 Portland - Phoenix 93-109 Golden State - Sacramento 102-69 LA Lakers - Dallas 95-107Staðan í deildinni NBA Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Fleiri fréttir Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Sjá meira
Houston Rockets tryggði sæti sitt í úrslitakeppninni annað árið í röð með góðum sigri á sterku liði Oklahoma City, 111-107, en alls fóru fjórtán leikir fram í NBA-deildinni í nótt.James Harden skoraði 39 stig gegn sínu gömlu félögum og kom sínum mönnum aftur á sigurbraut eftir þrjá tapleiki í röð. Leikurinn var þrátt fyrir tapið sögulegur fyrir Kevin Durant hjá Oklahoma City en hann skoraði 28 stig í nótt. Þetta var 40. leikurinn í röð þar sem Durant skorar minnst 25 stig en þar með jafnaði hann 27 ára gamalt met sem var í eigu Michael Jordan.Dwight Howard og Patrick Bereley eru enn frá vegna meiðsla í liði Houston en það kom ekki að sök í nótt. Houston er í fjórða sæti vesturdeildarinnar en Portland er næst á eftir og þarf bara einn sigur til að tryggja sitt sæti í úrslitakeppninni.Portland tapaði þó fyrir Phoenix, 109-93, en sigurinn var afar mikilvægur fyrir síðarnefnda liðið. Gerald Green skoraði 32 stig fyrir Phoenix, þar af átján í síðari hálfleik. Phoenix er í harðri baráttu við Dallas og Memphis um 7.-8. sætið í vestrinu en síðarnefndu tvö liðin unnu þó bæði leiki sína í nótt. Phoenix er því enn í níunda sætinu sem stendur. Í austrinu tapaði topplið Miami fyrir Minnesota í tvíframlengdum leik, 122-121. Minnesota er úr leik í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni en hafði þó sigur gegn ríkjandi meisturum.Corey Brewer setti niður annað vítakastið sitt þegar 1,8 sekúndur voru eftir af síðari framlengingunni og dugði það til. Kevin Love skoraði 28 stig og tók ellefu fráköst fyrir Minnesota.LeBron James skoraði 34 stig fyrir Miami og Mario Chalmers og Chris Bosh voru með 24 stig hvor.Indiana fékk þar með gullið tækifæri að jafna Miami á toppnum en tapaði fyrir Toronto á útivelli, 102-94. Þetta var fimmti sigur Toronto í síðustu sex leikjum liðsins. Toronto og Chicago eru hnífjöfn í 3.-4. sæti í austurinu og komin áfram í úrslitakeppnina ásamt Brooklyn og Washington sem koma næst á eftir. Þrjú síðastnefndu liðin unnu öll leikina sína í nótt.Charlotte er í sjöunda sætinu og svo gott sem öruggt áfram. Liðið vann Orlando í nótt, 91-80, þar sem Al Jefferson var með 29 stig og sextán fráköst. Atlanta og New York eiga svo í harðri baráttu um áttunda og síðasta sætið í austrinu sem veitir þáttökurétt í úrslitakeppninni.Atlanta vann afar mikilvægan sigur á Cleveland í nótt, 117-98, en Knicks gaf eftir í baráttunni með því að tapa fyrir Washington á lokasekúndunum, 90-89. Bradley Beal var hetja Wizards í þeim leik.Úrslit næturinnar: Memphis - Denver 100-92 Charlotte - Orlando 91-80 Toronto - Indiana 102-94 Atlanta - Cleveland 117-98 Boston - Philadelphia 102-111 Brooklyn - Detroit 116-104 Miami - Minnesota 121-122 New York - Washington 89-90 Chicago - Milwaukee 102-90 Utah - New Orleans 100-96 Houston - Oklahoma City 111-107 Portland - Phoenix 93-109 Golden State - Sacramento 102-69 LA Lakers - Dallas 95-107Staðan í deildinni
NBA Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Fleiri fréttir Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Sjá meira