Anda léttar eftir dóm Landsréttar um lögmæti arðgreiðslna fyrirtækja Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 20. nóvember 2019 07:00 Héraðsdómur hafði áður staðfest úrskurð Ríkisskattstjóra. Fréttablaðið/ernir Nýfallinn dómur Landsréttar um lögmæti arðgreiðslna úr fyrirtækjasamstæðu veldur því að Ríkisskattstjóri mun ekki geta tekið til endurskoðunar ýmsar arðgreiðslur fyrirtækja sem höfðu beitt slíkri aðferð um árabil. „Hefði dómurinn fallið Ríkisskattstjóra í vil þá hefði embættið væntanlega haft heimild til að endurskoða ýmsar arðgreiðslur sem hafa átt sér stað úr samstæðum fyrir árið 2016 og hugsanlega krefjast tekjuskatts af slíkum greiðslum í stað þess fjármagnstekjuskatts sem greiddur var,“ segir Guðmundur Ingvi Sigurðsson, lögmaður International Seafood Holding. Í málinu var felldur úr gildi úrskurður Ríkisskattstjóra sem héraðsdómur hafði staðfest. Málið varðaði það hvort arðgreiðsla til International Seafood Holding í Lúxemborg, sem var móðurfélag Iceland Seafood International, af óráðstöfuðu eigin fé sem myndast hafði á grundvelli hlutdeildar í jákvæðri af komu dótturfélaga sinna, væri lögmæt úthlutun fjármuna úr félaginu. Taldi Ríkisskattstjóri að arðgreiðslan væri ólögmæt þar sem arðurinn hefði byggst á afkomu dótturfélags en ekki móðurfélagsins og hafnaði kröfu um endurgreiðslu á afdráttarskatti af arðinum sem félagið átti rétt á samkvæmt tvísköttunarsamningi milli Íslands og Lúxemborgar. Úrskurður Ríkisskattstjóra var kærður til héraðsdóms sem staðfesti úrskurðinn en Landsréttur hefur nú snúið dómi héraðsdóms við.Guðmundur Ingvi Sigurðsson, lögmaður hjá LEXlex„Þetta kom okkur spánskt fyrir sjónir vegna þess að það var engin lagaheimild fyrir þessari túlkun. Dómur Landsréttar tekur undir það og er jafnframt skýr um það að í breytingarlögunum sem tóku gildi árið 2016 hafi ekki falist lögfesting á eldri reglu um að hlutdeildartekjur skyldu færast sem bundið eigið fé í ársreikningi móðurfélags, heldur fólst í þeim innleiðing á nýrri lagareglu á grundvelli Evróputilskipunar. Slík afturvirk beiting breytingarlaganna hefði auk þess falið í sér brot gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar. Fjöldinn allur af félögum hafði greitt arð á þessum grundvelli fram til ársins 2016 og önnur niðurstaða hefði augljóslega sett skattskil þeirra í ákveðið uppnám,“ segir Guðmundur. Ríkisskattstjóri mun hafa verið í biðstöðu á meðan málið var til meðferðar í dómskerfinu samkvæmt heimildum Markaðarins. Taldi Ríkisskattstjóri að dómur Landsréttar hefði fordæmisgildi og embættið var því með mörg mál í pípunum. Hins vegar voru skiptar skoðanir á meðal stjórnenda hjá Ríkisskattstjóra um úrskurð embættisins í málinu og töldu jafnvel sumir að niðurstaða héraðsdóms hefði verið röng. Dómur Landsréttar var kveðinn upp 8. nóvember og hefur Ríkisskattstjóri mánuð frá dómsuppkvaðningu til að óska eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Nýfallinn dómur Landsréttar um lögmæti arðgreiðslna úr fyrirtækjasamstæðu veldur því að Ríkisskattstjóri mun ekki geta tekið til endurskoðunar ýmsar arðgreiðslur fyrirtækja sem höfðu beitt slíkri aðferð um árabil. „Hefði dómurinn fallið Ríkisskattstjóra í vil þá hefði embættið væntanlega haft heimild til að endurskoða ýmsar arðgreiðslur sem hafa átt sér stað úr samstæðum fyrir árið 2016 og hugsanlega krefjast tekjuskatts af slíkum greiðslum í stað þess fjármagnstekjuskatts sem greiddur var,“ segir Guðmundur Ingvi Sigurðsson, lögmaður International Seafood Holding. Í málinu var felldur úr gildi úrskurður Ríkisskattstjóra sem héraðsdómur hafði staðfest. Málið varðaði það hvort arðgreiðsla til International Seafood Holding í Lúxemborg, sem var móðurfélag Iceland Seafood International, af óráðstöfuðu eigin fé sem myndast hafði á grundvelli hlutdeildar í jákvæðri af komu dótturfélaga sinna, væri lögmæt úthlutun fjármuna úr félaginu. Taldi Ríkisskattstjóri að arðgreiðslan væri ólögmæt þar sem arðurinn hefði byggst á afkomu dótturfélags en ekki móðurfélagsins og hafnaði kröfu um endurgreiðslu á afdráttarskatti af arðinum sem félagið átti rétt á samkvæmt tvísköttunarsamningi milli Íslands og Lúxemborgar. Úrskurður Ríkisskattstjóra var kærður til héraðsdóms sem staðfesti úrskurðinn en Landsréttur hefur nú snúið dómi héraðsdóms við.Guðmundur Ingvi Sigurðsson, lögmaður hjá LEXlex„Þetta kom okkur spánskt fyrir sjónir vegna þess að það var engin lagaheimild fyrir þessari túlkun. Dómur Landsréttar tekur undir það og er jafnframt skýr um það að í breytingarlögunum sem tóku gildi árið 2016 hafi ekki falist lögfesting á eldri reglu um að hlutdeildartekjur skyldu færast sem bundið eigið fé í ársreikningi móðurfélags, heldur fólst í þeim innleiðing á nýrri lagareglu á grundvelli Evróputilskipunar. Slík afturvirk beiting breytingarlaganna hefði auk þess falið í sér brot gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar. Fjöldinn allur af félögum hafði greitt arð á þessum grundvelli fram til ársins 2016 og önnur niðurstaða hefði augljóslega sett skattskil þeirra í ákveðið uppnám,“ segir Guðmundur. Ríkisskattstjóri mun hafa verið í biðstöðu á meðan málið var til meðferðar í dómskerfinu samkvæmt heimildum Markaðarins. Taldi Ríkisskattstjóri að dómur Landsréttar hefði fordæmisgildi og embættið var því með mörg mál í pípunum. Hins vegar voru skiptar skoðanir á meðal stjórnenda hjá Ríkisskattstjóra um úrskurð embættisins í málinu og töldu jafnvel sumir að niðurstaða héraðsdóms hefði verið röng. Dómur Landsréttar var kveðinn upp 8. nóvember og hefur Ríkisskattstjóri mánuð frá dómsuppkvaðningu til að óska eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira