Hikandi við að leggja Play til hlutafé Hörður Ægisson skrifar 20. nóvember 2019 06:00 María Margrét Jóhannsdóttir, samskiptafulltrúi Play, og Arnar Már Magnússon, forstjóri flugfélagsins, á blaðamannafundi í upphafi mánaðarins. vísir/vilhelm Erfiðlega hefur gengið að fá innlenda fjárfesta til að leggja lággjaldaflugfélaginu Play til samtals tólf milljónir evra, jafnvirði um 1.700 milljóna króna, í hlutafé en Íslensk verðbréf (ÍV) hafa á síðustu vikum biðlað til fjárfesta um að koma að fjármögnun félagsins. Hlutabréfaverð Icelandair hækkaði um tíu prósent í nærri 350 milljóna króna veltu í Kauphöllinni í gær og samkvæmt viðmælendum á fjármálamarkaði er sú hækkun rakin til þess að óvissa ríkir um hlutafjársöfnun Play en ekki hafa fengist staðfestar upplýsingar um fjárfesta sem hafi skuldbundið sig til að taka þátt í útboðinu. Forsvarsmenn ÍV hafa kynnt fjárfestinguna fyrir fjölmörgum einkafjárfestum, fyrirtækjum, einkum sem starfa í ferðaþjónustu, og sjóðastýringarfélögum og hefur verið gert ráð fyrir þeir muni eignast 50 prósenta hlut í Play á móti stofnendum og öðrum starfsmönnum félagsins. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa fjárfestar sett sig upp á móti því að stofnendur Play eignist svo stóran hlut í flugfélaginu og þá hafa þeir sett spurningarmerki við flugrekstrarreynslu stjórnendateymisins. Viðskiptaáætlanir félagsins, sem gera meðal annars ráð fyrir því að Play verði strax farið að skila um 70 milljóna hagnaði á fyrsta fjórðungi næsta árs, þykja helst til bjartsýnar og þá hafa fjárfestar kallað eftir því að fenginn verði kjölfestueigandi að flugfélaginu í hlutafjárútboðinu. Stjórnendur Play hafa sagt að félagið hafi tryggt sér 40 milljóna evra lánsfjármögnun frá breska sjóðnum Athene Capital sem hefur sömuleiðis kauprétt að tíu prósenta hlut í Play. Til tryggingar þarf Play að vera með átta milljónir evra í reiðufé sem veð fyrir láninu sem ber átta prósent vexti. Í fjárfestakynningu ÍV segir að lánsfjármögnunin virkist þegar hlutafjárins hafi verið aflað en í viðtali við ViðskiptaMoggann í síðustu viku sagði Arnar Már Magnússon, forstjóri Play, að flugfélagið „þyrfti ekki 12 milljónirnar til þess að tryggja þessar 40 milljónir“. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Play Tengdar fréttir Play bjóði góð laun en ekkert skutl út á flugvöll Play svarar ásökunum Alþýðusambandsins. 8. nóvember 2019 16:45 Play greiðir átta prósent vexti af láninu Lánsfjármögnunin er til níu ára og til tryggingar þarf Play að vera með átta milljónir evra í reiðufé sem veð fyrir láninu. 13. nóvember 2019 08:00 Play semur við ungt þjónustufyrirtæki Flugfélagið Play, sem áformar að hefja flugrekstur í vetur, verður í viðskiptum við Íslenska flugafgreiðslufélagið ehf. um flugþjónustu á Keflavíkurvelli, samkvæmt heimildum Markaðarins. 13. nóvember 2019 07:00 Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Erfiðlega hefur gengið að fá innlenda fjárfesta til að leggja lággjaldaflugfélaginu Play til samtals tólf milljónir evra, jafnvirði um 1.700 milljóna króna, í hlutafé en Íslensk verðbréf (ÍV) hafa á síðustu vikum biðlað til fjárfesta um að koma að fjármögnun félagsins. Hlutabréfaverð Icelandair hækkaði um tíu prósent í nærri 350 milljóna króna veltu í Kauphöllinni í gær og samkvæmt viðmælendum á fjármálamarkaði er sú hækkun rakin til þess að óvissa ríkir um hlutafjársöfnun Play en ekki hafa fengist staðfestar upplýsingar um fjárfesta sem hafi skuldbundið sig til að taka þátt í útboðinu. Forsvarsmenn ÍV hafa kynnt fjárfestinguna fyrir fjölmörgum einkafjárfestum, fyrirtækjum, einkum sem starfa í ferðaþjónustu, og sjóðastýringarfélögum og hefur verið gert ráð fyrir þeir muni eignast 50 prósenta hlut í Play á móti stofnendum og öðrum starfsmönnum félagsins. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa fjárfestar sett sig upp á móti því að stofnendur Play eignist svo stóran hlut í flugfélaginu og þá hafa þeir sett spurningarmerki við flugrekstrarreynslu stjórnendateymisins. Viðskiptaáætlanir félagsins, sem gera meðal annars ráð fyrir því að Play verði strax farið að skila um 70 milljóna hagnaði á fyrsta fjórðungi næsta árs, þykja helst til bjartsýnar og þá hafa fjárfestar kallað eftir því að fenginn verði kjölfestueigandi að flugfélaginu í hlutafjárútboðinu. Stjórnendur Play hafa sagt að félagið hafi tryggt sér 40 milljóna evra lánsfjármögnun frá breska sjóðnum Athene Capital sem hefur sömuleiðis kauprétt að tíu prósenta hlut í Play. Til tryggingar þarf Play að vera með átta milljónir evra í reiðufé sem veð fyrir láninu sem ber átta prósent vexti. Í fjárfestakynningu ÍV segir að lánsfjármögnunin virkist þegar hlutafjárins hafi verið aflað en í viðtali við ViðskiptaMoggann í síðustu viku sagði Arnar Már Magnússon, forstjóri Play, að flugfélagið „þyrfti ekki 12 milljónirnar til þess að tryggja þessar 40 milljónir“.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Play Tengdar fréttir Play bjóði góð laun en ekkert skutl út á flugvöll Play svarar ásökunum Alþýðusambandsins. 8. nóvember 2019 16:45 Play greiðir átta prósent vexti af láninu Lánsfjármögnunin er til níu ára og til tryggingar þarf Play að vera með átta milljónir evra í reiðufé sem veð fyrir láninu. 13. nóvember 2019 08:00 Play semur við ungt þjónustufyrirtæki Flugfélagið Play, sem áformar að hefja flugrekstur í vetur, verður í viðskiptum við Íslenska flugafgreiðslufélagið ehf. um flugþjónustu á Keflavíkurvelli, samkvæmt heimildum Markaðarins. 13. nóvember 2019 07:00 Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Play bjóði góð laun en ekkert skutl út á flugvöll Play svarar ásökunum Alþýðusambandsins. 8. nóvember 2019 16:45
Play greiðir átta prósent vexti af láninu Lánsfjármögnunin er til níu ára og til tryggingar þarf Play að vera með átta milljónir evra í reiðufé sem veð fyrir láninu. 13. nóvember 2019 08:00
Play semur við ungt þjónustufyrirtæki Flugfélagið Play, sem áformar að hefja flugrekstur í vetur, verður í viðskiptum við Íslenska flugafgreiðslufélagið ehf. um flugþjónustu á Keflavíkurvelli, samkvæmt heimildum Markaðarins. 13. nóvember 2019 07:00