Framlengingin: Lofar að greiða Finni laun úr eigin vasa Sindri Sverrisson skrifar 3. mars 2020 23:30 Kjartan Atli Kjartansson var með Teit Örlygsson, Sævar Sævarsson og Benedikt Guðmundsson sér til fulltingis í síðasta þætti. Sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi tóku fyrir nokkur mál í framlengingunni í gærkvöld og veltu til að mynda fyrir sér hvað Finnur Freyr Stefánsson myndi taka sér fyrir hendur á næstu leiktíð. Eftir tap Tindstóls gegn Fjölni spurði Kjartan Atli Kjartansson hvort að Sauðkrækingar hefðu tekið ranga ákvörðun með því að senda Gerel Simmons heim en halda Deremy Geiger. Benedikt Guðmundsson var til svars: „Ég held að þeir hljóti að sjá eftir að hafa ekki skipt út [Jasmin] Perkovic. Geiger er ekki búinn að sannfæra mig. Ég var alveg stuðningsmaður þess að þeir myndu skipta út Simmons, því mér fannst hann ekki nógu stöðugur. En þegar þú ert að skipta út leikmanni þá þarftu helst að fá betri mann í staðinn. Mér finnst Geiger ekki einu sinni búinn að sýna að hann sé jafngóður og Simmons. Hann er langt frá því að vera betri, alla vega eins og hann hefur spilað núna. Stólarnir voru í þeirri stöðu að vera með þá báða í töluverðan tíma, þannig að þeir eru búnir að fá hellings tíma til að meta. Er hann jafngóður, er hann betri, eða eigum við bara að halda Simmons? Þarna hefur eitthvað klikkað. Ekki nema að Geiger eigi bara helling inni. Hann þarf þá að fara að sýna það,“ sagði Benedikt. Framlenginguna má sjá í heild hér að neðan. Klippa: Framlengingin Sérfræðingarnir veltu einnig fyrir sér komu Vals Orra Valssonar til Keflavíkur og hvaða áhrif hún hefði: „Hann mun alla vega ekki veikja titilvonirnar,“ sagði Sævar Sævarsson. „Hann færir ró yfir liðið. Það er hægt að hvíla Hössa [Hörð Axel Vilhjálmsson] núna án þess að liðið fari í baklás og smá „panic mode“. Veigar [Áki Hlynsson] er frábær leikmaður en hann á ennþá langt í land. Það sést svo rosalega mikið á liðinu þegar hann kemur inn á, hvað það fer mikið panik í gang. Á móti bestu liðunum þá mun það ekki duga, sérstaklega ekki í úrslitakeppninni. Valur mun með sinni reynslu og hæfileikum færa ró yfir þetta. Hann hefur líka fram yfir Veigar að geta skotið boltanum,“ sgaði Sævar. „Hann þekkir alla í kringum liðið og það er ekki það langt síðan að Valur var þarna. Eftir 2-3 leiki held ég að Valur verði kominn á fullt,“ bætti Teitur Örlygsson við. Sérfræðingarnir rýndu einnig í fallslag Vals og Þórs Akureyri í næstu umferð og sögðu sitt álit á því hver þrjú bestu lið landsins í dag væru. Í ljósi fregna af því að Finnur Freyr Stefánsson væri á heimleið í sumar var lokaspurningin hvað þjálfarinn sigursæli tæki sér fyrir hendur. Spekingarnir voru misviljugir til að tjá sig um það en Sævar lofaði Finni 450.000 krónum á mánuði úr eigin vasa fyrir að taka að sér þjálfun yngri flokka í Keflavík. Framlenginguna má sjá í heild hér að ofan. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Finnur Freyr væntanlega á heimleið Einn sigursælasti körfuknattleiksþjálfari landsins, Finnur Freyr Stefánsson, mun að öllum líkindum snúa aftur heim í sumar. 2. mars 2020 09:30 Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fótbolti Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sport Fleiri fréttir „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Sjá meira
Sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi tóku fyrir nokkur mál í framlengingunni í gærkvöld og veltu til að mynda fyrir sér hvað Finnur Freyr Stefánsson myndi taka sér fyrir hendur á næstu leiktíð. Eftir tap Tindstóls gegn Fjölni spurði Kjartan Atli Kjartansson hvort að Sauðkrækingar hefðu tekið ranga ákvörðun með því að senda Gerel Simmons heim en halda Deremy Geiger. Benedikt Guðmundsson var til svars: „Ég held að þeir hljóti að sjá eftir að hafa ekki skipt út [Jasmin] Perkovic. Geiger er ekki búinn að sannfæra mig. Ég var alveg stuðningsmaður þess að þeir myndu skipta út Simmons, því mér fannst hann ekki nógu stöðugur. En þegar þú ert að skipta út leikmanni þá þarftu helst að fá betri mann í staðinn. Mér finnst Geiger ekki einu sinni búinn að sýna að hann sé jafngóður og Simmons. Hann er langt frá því að vera betri, alla vega eins og hann hefur spilað núna. Stólarnir voru í þeirri stöðu að vera með þá báða í töluverðan tíma, þannig að þeir eru búnir að fá hellings tíma til að meta. Er hann jafngóður, er hann betri, eða eigum við bara að halda Simmons? Þarna hefur eitthvað klikkað. Ekki nema að Geiger eigi bara helling inni. Hann þarf þá að fara að sýna það,“ sagði Benedikt. Framlenginguna má sjá í heild hér að neðan. Klippa: Framlengingin Sérfræðingarnir veltu einnig fyrir sér komu Vals Orra Valssonar til Keflavíkur og hvaða áhrif hún hefði: „Hann mun alla vega ekki veikja titilvonirnar,“ sagði Sævar Sævarsson. „Hann færir ró yfir liðið. Það er hægt að hvíla Hössa [Hörð Axel Vilhjálmsson] núna án þess að liðið fari í baklás og smá „panic mode“. Veigar [Áki Hlynsson] er frábær leikmaður en hann á ennþá langt í land. Það sést svo rosalega mikið á liðinu þegar hann kemur inn á, hvað það fer mikið panik í gang. Á móti bestu liðunum þá mun það ekki duga, sérstaklega ekki í úrslitakeppninni. Valur mun með sinni reynslu og hæfileikum færa ró yfir þetta. Hann hefur líka fram yfir Veigar að geta skotið boltanum,“ sgaði Sævar. „Hann þekkir alla í kringum liðið og það er ekki það langt síðan að Valur var þarna. Eftir 2-3 leiki held ég að Valur verði kominn á fullt,“ bætti Teitur Örlygsson við. Sérfræðingarnir rýndu einnig í fallslag Vals og Þórs Akureyri í næstu umferð og sögðu sitt álit á því hver þrjú bestu lið landsins í dag væru. Í ljósi fregna af því að Finnur Freyr Stefánsson væri á heimleið í sumar var lokaspurningin hvað þjálfarinn sigursæli tæki sér fyrir hendur. Spekingarnir voru misviljugir til að tjá sig um það en Sævar lofaði Finni 450.000 krónum á mánuði úr eigin vasa fyrir að taka að sér þjálfun yngri flokka í Keflavík. Framlenginguna má sjá í heild hér að ofan.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Finnur Freyr væntanlega á heimleið Einn sigursælasti körfuknattleiksþjálfari landsins, Finnur Freyr Stefánsson, mun að öllum líkindum snúa aftur heim í sumar. 2. mars 2020 09:30 Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fótbolti Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sport Fleiri fréttir „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Sjá meira
Finnur Freyr væntanlega á heimleið Einn sigursælasti körfuknattleiksþjálfari landsins, Finnur Freyr Stefánsson, mun að öllum líkindum snúa aftur heim í sumar. 2. mars 2020 09:30