Feginn að hafa ekki farið í Val Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. apríl 2014 07:00 Snorri Steinn segist eiga nóg eftir í atvinnumennskunni og hann er því feginn að hafa hafnað tilboði Valsmanna síðasta sumar. fréttablaðið/vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson er að klára sitt ellefta tímabil sem atvinnumaður í handbolta en þessi 32 ára leikstjórnandi heldur á vit nýrra ævintýra í sumar. Þá gengur hann í raðir Sélestat í Frakklandi. Snorri Steinn segist í samtali við Fréttablaðið þó hafa næstum því gengið til liðs við uppeldisfélag sitt, Val, um það leyti sem Ólafur Stefánsson tók við liðinu. Hann ákvað þó að halda kyrru fyrir í smábænum Gudme á Fjóni í Danmörku þar sem hann leikur með GOG. „Ég talaði heillengi við Valsmenn á sínum tíma og var mjög nálægt því að fara til þeirra,“ segir Snorri Steinn, en þrálátur orðrómur var á kreiki á sínum tíma þess efnis að Valsmenn ætluðu sér að fá hann heim til Íslands, rétt eins og félagið gerði með Ólaf Stefánsson. „Það heillaði mig að taka þátt í þessu verkefni með þeim Óla og Ragga [Ragnari Óskarssyni, aðstoðarþjálfara]. En ég er feginn að ég gerði það ekki. Mér finnst ég eiga nóg eftir í atvinnumennskunni og ég hefði séð eftir því að fá ekki að prófa eitthvað nýtt eins og að fara í frönsku deildina.“Með annað augað á Ríó Snorri Steinn gerði tveggja ára samning við Sélestat, þó svo að forráðamenn franska liðsins hafi viljað gera þriggja ára samning. Hann vildi þó ekki svo langa skuldbindingu. „Þetta er nýtt fyrir alla í fjölskyldunni – ekki bara mig. Aðstæður geta verið svo fljótar að breytast – hvort sem það snertir heilsufarið eða eitthvað annað. Mér fannst því fínt að byrja á tveimur árum,“ segir Snorri sem hefur einnig augastað á næstu Ólympíuleikum í Ríó árið 2016. „Það er auðvitað ekki sjálfgefið að maður sjálfur eða liðið komist þangað en þetta er gulrót fyrir mann. Ég tek svo stöðuna eftir það og sé til hvað tekur við hjá mér.“ Forráðamenn Sélestat vildu stokka upp í liðinu, eins og Snorri Steinn lýsir því, og hafa því samið við nokkra nýja leikmenn. „Það er kominn sænskur markvörður og leikmaður frá Króatíu. En Sélestat er ekki ríkasta liðið í deildinni. Ég vona því að þeir haldi sig innan síns ramma svo ég fái launin mín,“ segir hann í léttum dúr.Verður vonandi vítamínssprauta Sífellt fleiri handboltamenn í fremstu röð á heimsvísu, íslenskir meðtaldir, hafa samið við frönsk lið síðustu ár. Franska landsliðið hefur verið eitt það allra besta síðustu ár og nú virðast frönsk deildarlið ætla að styrkja sig mikið á næstu árum. „Frakkarnir njóta góðs af því að spænska deildin er ekki eins og hún var. Svo hefur velgengni landsliðsins hjálpað til og allt vindur þetta upp á sig,“ segir Snorri Steinn sem hlakkar mjög til þess að söðla um. „Það var draumurinn að klára ferilinn á Spáni en það var ekki í boði. En mér líst engu að síður mjög vel á – þetta verður eins og þegar ég fór til Grosswallstadt [árið 2003]. Þá var maður mállaus og allt nýtt í kringum mann. Ég vona að þetta verði góð vítamínssprauta fyrir mig.“ Handbolti Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson er að klára sitt ellefta tímabil sem atvinnumaður í handbolta en þessi 32 ára leikstjórnandi heldur á vit nýrra ævintýra í sumar. Þá gengur hann í raðir Sélestat í Frakklandi. Snorri Steinn segist í samtali við Fréttablaðið þó hafa næstum því gengið til liðs við uppeldisfélag sitt, Val, um það leyti sem Ólafur Stefánsson tók við liðinu. Hann ákvað þó að halda kyrru fyrir í smábænum Gudme á Fjóni í Danmörku þar sem hann leikur með GOG. „Ég talaði heillengi við Valsmenn á sínum tíma og var mjög nálægt því að fara til þeirra,“ segir Snorri Steinn, en þrálátur orðrómur var á kreiki á sínum tíma þess efnis að Valsmenn ætluðu sér að fá hann heim til Íslands, rétt eins og félagið gerði með Ólaf Stefánsson. „Það heillaði mig að taka þátt í þessu verkefni með þeim Óla og Ragga [Ragnari Óskarssyni, aðstoðarþjálfara]. En ég er feginn að ég gerði það ekki. Mér finnst ég eiga nóg eftir í atvinnumennskunni og ég hefði séð eftir því að fá ekki að prófa eitthvað nýtt eins og að fara í frönsku deildina.“Með annað augað á Ríó Snorri Steinn gerði tveggja ára samning við Sélestat, þó svo að forráðamenn franska liðsins hafi viljað gera þriggja ára samning. Hann vildi þó ekki svo langa skuldbindingu. „Þetta er nýtt fyrir alla í fjölskyldunni – ekki bara mig. Aðstæður geta verið svo fljótar að breytast – hvort sem það snertir heilsufarið eða eitthvað annað. Mér fannst því fínt að byrja á tveimur árum,“ segir Snorri sem hefur einnig augastað á næstu Ólympíuleikum í Ríó árið 2016. „Það er auðvitað ekki sjálfgefið að maður sjálfur eða liðið komist þangað en þetta er gulrót fyrir mann. Ég tek svo stöðuna eftir það og sé til hvað tekur við hjá mér.“ Forráðamenn Sélestat vildu stokka upp í liðinu, eins og Snorri Steinn lýsir því, og hafa því samið við nokkra nýja leikmenn. „Það er kominn sænskur markvörður og leikmaður frá Króatíu. En Sélestat er ekki ríkasta liðið í deildinni. Ég vona því að þeir haldi sig innan síns ramma svo ég fái launin mín,“ segir hann í léttum dúr.Verður vonandi vítamínssprauta Sífellt fleiri handboltamenn í fremstu röð á heimsvísu, íslenskir meðtaldir, hafa samið við frönsk lið síðustu ár. Franska landsliðið hefur verið eitt það allra besta síðustu ár og nú virðast frönsk deildarlið ætla að styrkja sig mikið á næstu árum. „Frakkarnir njóta góðs af því að spænska deildin er ekki eins og hún var. Svo hefur velgengni landsliðsins hjálpað til og allt vindur þetta upp á sig,“ segir Snorri Steinn sem hlakkar mjög til þess að söðla um. „Það var draumurinn að klára ferilinn á Spáni en það var ekki í boði. En mér líst engu að síður mjög vel á – þetta verður eins og þegar ég fór til Grosswallstadt [árið 2003]. Þá var maður mállaus og allt nýtt í kringum mann. Ég vona að þetta verði góð vítamínssprauta fyrir mig.“
Handbolti Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Sjá meira