Feginn að hafa ekki farið í Val Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. apríl 2014 07:00 Snorri Steinn segist eiga nóg eftir í atvinnumennskunni og hann er því feginn að hafa hafnað tilboði Valsmanna síðasta sumar. fréttablaðið/vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson er að klára sitt ellefta tímabil sem atvinnumaður í handbolta en þessi 32 ára leikstjórnandi heldur á vit nýrra ævintýra í sumar. Þá gengur hann í raðir Sélestat í Frakklandi. Snorri Steinn segist í samtali við Fréttablaðið þó hafa næstum því gengið til liðs við uppeldisfélag sitt, Val, um það leyti sem Ólafur Stefánsson tók við liðinu. Hann ákvað þó að halda kyrru fyrir í smábænum Gudme á Fjóni í Danmörku þar sem hann leikur með GOG. „Ég talaði heillengi við Valsmenn á sínum tíma og var mjög nálægt því að fara til þeirra,“ segir Snorri Steinn, en þrálátur orðrómur var á kreiki á sínum tíma þess efnis að Valsmenn ætluðu sér að fá hann heim til Íslands, rétt eins og félagið gerði með Ólaf Stefánsson. „Það heillaði mig að taka þátt í þessu verkefni með þeim Óla og Ragga [Ragnari Óskarssyni, aðstoðarþjálfara]. En ég er feginn að ég gerði það ekki. Mér finnst ég eiga nóg eftir í atvinnumennskunni og ég hefði séð eftir því að fá ekki að prófa eitthvað nýtt eins og að fara í frönsku deildina.“Með annað augað á Ríó Snorri Steinn gerði tveggja ára samning við Sélestat, þó svo að forráðamenn franska liðsins hafi viljað gera þriggja ára samning. Hann vildi þó ekki svo langa skuldbindingu. „Þetta er nýtt fyrir alla í fjölskyldunni – ekki bara mig. Aðstæður geta verið svo fljótar að breytast – hvort sem það snertir heilsufarið eða eitthvað annað. Mér fannst því fínt að byrja á tveimur árum,“ segir Snorri sem hefur einnig augastað á næstu Ólympíuleikum í Ríó árið 2016. „Það er auðvitað ekki sjálfgefið að maður sjálfur eða liðið komist þangað en þetta er gulrót fyrir mann. Ég tek svo stöðuna eftir það og sé til hvað tekur við hjá mér.“ Forráðamenn Sélestat vildu stokka upp í liðinu, eins og Snorri Steinn lýsir því, og hafa því samið við nokkra nýja leikmenn. „Það er kominn sænskur markvörður og leikmaður frá Króatíu. En Sélestat er ekki ríkasta liðið í deildinni. Ég vona því að þeir haldi sig innan síns ramma svo ég fái launin mín,“ segir hann í léttum dúr.Verður vonandi vítamínssprauta Sífellt fleiri handboltamenn í fremstu röð á heimsvísu, íslenskir meðtaldir, hafa samið við frönsk lið síðustu ár. Franska landsliðið hefur verið eitt það allra besta síðustu ár og nú virðast frönsk deildarlið ætla að styrkja sig mikið á næstu árum. „Frakkarnir njóta góðs af því að spænska deildin er ekki eins og hún var. Svo hefur velgengni landsliðsins hjálpað til og allt vindur þetta upp á sig,“ segir Snorri Steinn sem hlakkar mjög til þess að söðla um. „Það var draumurinn að klára ferilinn á Spáni en það var ekki í boði. En mér líst engu að síður mjög vel á – þetta verður eins og þegar ég fór til Grosswallstadt [árið 2003]. Þá var maður mállaus og allt nýtt í kringum mann. Ég vona að þetta verði góð vítamínssprauta fyrir mig.“ Handbolti Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson er að klára sitt ellefta tímabil sem atvinnumaður í handbolta en þessi 32 ára leikstjórnandi heldur á vit nýrra ævintýra í sumar. Þá gengur hann í raðir Sélestat í Frakklandi. Snorri Steinn segist í samtali við Fréttablaðið þó hafa næstum því gengið til liðs við uppeldisfélag sitt, Val, um það leyti sem Ólafur Stefánsson tók við liðinu. Hann ákvað þó að halda kyrru fyrir í smábænum Gudme á Fjóni í Danmörku þar sem hann leikur með GOG. „Ég talaði heillengi við Valsmenn á sínum tíma og var mjög nálægt því að fara til þeirra,“ segir Snorri Steinn, en þrálátur orðrómur var á kreiki á sínum tíma þess efnis að Valsmenn ætluðu sér að fá hann heim til Íslands, rétt eins og félagið gerði með Ólaf Stefánsson. „Það heillaði mig að taka þátt í þessu verkefni með þeim Óla og Ragga [Ragnari Óskarssyni, aðstoðarþjálfara]. En ég er feginn að ég gerði það ekki. Mér finnst ég eiga nóg eftir í atvinnumennskunni og ég hefði séð eftir því að fá ekki að prófa eitthvað nýtt eins og að fara í frönsku deildina.“Með annað augað á Ríó Snorri Steinn gerði tveggja ára samning við Sélestat, þó svo að forráðamenn franska liðsins hafi viljað gera þriggja ára samning. Hann vildi þó ekki svo langa skuldbindingu. „Þetta er nýtt fyrir alla í fjölskyldunni – ekki bara mig. Aðstæður geta verið svo fljótar að breytast – hvort sem það snertir heilsufarið eða eitthvað annað. Mér fannst því fínt að byrja á tveimur árum,“ segir Snorri sem hefur einnig augastað á næstu Ólympíuleikum í Ríó árið 2016. „Það er auðvitað ekki sjálfgefið að maður sjálfur eða liðið komist þangað en þetta er gulrót fyrir mann. Ég tek svo stöðuna eftir það og sé til hvað tekur við hjá mér.“ Forráðamenn Sélestat vildu stokka upp í liðinu, eins og Snorri Steinn lýsir því, og hafa því samið við nokkra nýja leikmenn. „Það er kominn sænskur markvörður og leikmaður frá Króatíu. En Sélestat er ekki ríkasta liðið í deildinni. Ég vona því að þeir haldi sig innan síns ramma svo ég fái launin mín,“ segir hann í léttum dúr.Verður vonandi vítamínssprauta Sífellt fleiri handboltamenn í fremstu röð á heimsvísu, íslenskir meðtaldir, hafa samið við frönsk lið síðustu ár. Franska landsliðið hefur verið eitt það allra besta síðustu ár og nú virðast frönsk deildarlið ætla að styrkja sig mikið á næstu árum. „Frakkarnir njóta góðs af því að spænska deildin er ekki eins og hún var. Svo hefur velgengni landsliðsins hjálpað til og allt vindur þetta upp á sig,“ segir Snorri Steinn sem hlakkar mjög til þess að söðla um. „Það var draumurinn að klára ferilinn á Spáni en það var ekki í boði. En mér líst engu að síður mjög vel á – þetta verður eins og þegar ég fór til Grosswallstadt [árið 2003]. Þá var maður mállaus og allt nýtt í kringum mann. Ég vona að þetta verði góð vítamínssprauta fyrir mig.“
Handbolti Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira