Handbolti

Vill minnka mörkin og búa til hreint klístur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Moustafa er með róttækar hugmyndir um breytingar á handboltanum. Nordic Photos/AFP
Moustafa er með róttækar hugmyndir um breytingar á handboltanum. Nordic Photos/AFP

Hinn umdeildi forseti alþjóða handknattleikssambandsins, Hassan Moustafa, kom handboltaheiminum í uppnám með hugmyndum sínum um framtíð handknattleiksins í viðtali við þýska blaðið Bild.

Þar segist Moustafa vilja fá minni mörk, að teigurinn verði færður út í sjö metra en hann er sex metrar í dag. Ekki nóg með það heldur vill hann fá handboltaklístur sem litar ekki svo auglýsingarnar á boltanum sjáist betur.

"Eftir nokkrar mínútur af leiknum verður boltinn allur skítugur og það er ekki gott. Við erum að vinna að því að búa til hreint klístur með samstarfsaðilum okkar," sagði Moustafa.

Leikmenn hafa lengi kvartað yfir álagi enda er leikið þétt og stórmót á hverju einasta ári. Hugmyndir um að fækka mótum hafa komið upp en alltaf verið skotnar niður. Moustafa vill alls ekki sjá að stórmót séu aðeins á tveggja ára fresti.

"Það myndi drepa handboltann. Við þurfum á þessum mótum að halda til þess að kynna íþróttina enn frekar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×