Viðskipti erlent

Norðmenn að drukkna í olíupeningum

Talan 220.000 milljarðar króna er sennilega ofvaxin skilningi flestra. Þetta er sú upphæð sem olíusjóður Norðmanna mun standa í árið 2030 ef svo heldur sem horfir með þróun heimsmarkaðsverðs á olíu.

 

Norðmenn eru þegar orðnir stórefnuð þjóð á olíuvinnslu sinni og á viðskiptavefnum E24 kemur m.a. fram að í ár er reiknað með að rúmlega 100 milljarðar króna muni fara úr olíusjóð þjóðarinnar og yfir á fjárlög en sú upphæð er tekin af ávöxtun sjóðsins og hreyfir ekki við innlegginu sjálfu.

Inneign hvers Norðmanns í olíusjóðnum árið 2030 mun nema tæplega 50 milljónum kr. miðað við að fólksfjöldinn þróist áfram með sama hætti og verið hefur og að þjóðin telji 4,7 milljónir manna þetta ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×