Lífið

SNL gerir grín að tálknmálstúlkinum

Stefán Árni Pálsson skrifar
mynd / skjáskot
Bandaríski gamanþátturinn Saturday Night Live  gerði á dögunum grín að túlkinum sem fór hamförum  á minningarathöfn Nelson Mandela.

Suður-Afríski túlkurinn Thamsanqa Jantjie vakti gríðarlega athygli er hann túlkaði ræðu Barack Obama, Bandaríkjaforseta, á minningarathöfninni.

Fram hefur komið að enginn skildi táknmálstúlkunina á athöfninni. Jantjie gaf þá skýringu að hann hefði fengið geðklofakast og séð engla á meðan á túlkuninni stóð.

Hér að neðan má sjá skemmtilegt atriði í þætti SNL þegar Obama heldur ræðu ásamt túlki. Sjón er sögu ríkari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.