Handbolti

HM 2011: Spánn nældi í bronsið

Úr leik liðanna í dag.
Úr leik liðanna í dag.
Spánn tryggði sér bronsið á HM kvenna í Brasilíu í dag með sannfærandi sex marka sigri, 24-18, á Dönum. Jafnt var í leikhléi, 9-9.

Í síðari hálfleik skildi í sundur með liðunum og ekki síst vegna stórleiks Carmen Martin sem skoraði tíu mörk fyrir spænska liðið.

Ann Grete Norrgard var markahæst í danska liðinu með fjögur mörk.

Úrslitaleikur mótsins á milli Noregs og Frakklands er nú hafinn og er´i beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×