Arðgreiðslur skila sér ekki inn í landið Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 16. nóvember 2010 18:51 Páll Jóhannesson, Dótturfélög íslenskra fyrirtækja og félög í eigu innlendra aðila í útlöndum sendu ekki arð af rekstri þeirra heim til móðurfélaga hér á fyrri hluta árs. Arðgreiðslur voru sömuleiðis ekki fluttar heim á fyrstu sex mánuðum síðasta árs. Arður af rekstri fyrirtækja hefur ekki verið fluttur heim á fyrsta ársfjórðungi á síðustu tíu árum en óvanalegt er að hann vanti fyrir annan ársfjórðung. Það hefur aðeins gerst í ár og í fyrra síðastliðinn áratug, samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum. Arðgreiðslurnar töldu alla jafna í hundruðum milljóna króna fram til 2002 þegar þær fóru yfir einn milljarð króna. Hæstar voru þær árið 2007 þegar 82,6 milljarðar voru fluttir heim. Páll Jóhannesson, lögmaður hjá Nordik Legal, segir skiljanlegt við núverandi aðstæður að fyrirtæki haldi erlendum gjaldeyri utan landsteina. „Ég held að fáir séu hrifnir af því að flytja gjaldeyri inn í landið. Með því að greiða arð frá erlendu dótturfélagi til íslensks móðurfélags er notkun fjármuna bundin gjaldeyrishöftum, þar með talinni skilaskyldu nema við eigi þröngar undanþágur," segir hann. Dótturfélög innlendra fyrirtækja í öðrum löndum falla ekki undir gjaldeyrishöft sem voru innleidd fyrir tveimur árum. Arður af rekstri erlendra dótturfélaga var áður almennt undanþeginn tekjuskatti þar sem búið var að skattleggja hagnað dótturfélaga í heimalandi þess. Lögum um meðhöndlun arðs og söluhagnaðar var breytt í fyrrahaust á þann veg að yfirfæranlegt tap móðurfélagsins lækkar sem nemur fjárhæð móttekins arðs frá dótturfélagi. Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins sögðu fyrr á árinu þetta leiða til tvísköttunar á arðgreiðslum og myndu arðgreiðslur ekki flytjast heim. „Þessar breytingar á skattalögum hvetja fyrirtæki ekki til þess að flytja gjaldeyri heim. Í ljósi hafta má velta fyrir sér hvort ekki hefði verið eðlilegra að fara í þveröfuga átt og skapa skattalegan hvata til þess að arður sé greiddur hingað til lands. Þess í stað voru slíkar arðgreiðslur gerðar ófýsilegri en áður, sem eykur neikvæð áhrif gjaldeyrishafta. Notkun erlends gjaldeyris er frjálsari í höndum erlends dótturfélags auk þess sem móðurfélagið glatar yfirfæranlegu tapi sem það gæti annars notað á móti síhækkandi skattlagningu hagnaðar hér. Ákvörðunin er ekki flókin nema fjárþörfin sé þeim mun meiri." segir Páll. Mest lesið Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Starbucks opnaði á Laugarvegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Sjá meira
Dótturfélög íslenskra fyrirtækja og félög í eigu innlendra aðila í útlöndum sendu ekki arð af rekstri þeirra heim til móðurfélaga hér á fyrri hluta árs. Arðgreiðslur voru sömuleiðis ekki fluttar heim á fyrstu sex mánuðum síðasta árs. Arður af rekstri fyrirtækja hefur ekki verið fluttur heim á fyrsta ársfjórðungi á síðustu tíu árum en óvanalegt er að hann vanti fyrir annan ársfjórðung. Það hefur aðeins gerst í ár og í fyrra síðastliðinn áratug, samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum. Arðgreiðslurnar töldu alla jafna í hundruðum milljóna króna fram til 2002 þegar þær fóru yfir einn milljarð króna. Hæstar voru þær árið 2007 þegar 82,6 milljarðar voru fluttir heim. Páll Jóhannesson, lögmaður hjá Nordik Legal, segir skiljanlegt við núverandi aðstæður að fyrirtæki haldi erlendum gjaldeyri utan landsteina. „Ég held að fáir séu hrifnir af því að flytja gjaldeyri inn í landið. Með því að greiða arð frá erlendu dótturfélagi til íslensks móðurfélags er notkun fjármuna bundin gjaldeyrishöftum, þar með talinni skilaskyldu nema við eigi þröngar undanþágur," segir hann. Dótturfélög innlendra fyrirtækja í öðrum löndum falla ekki undir gjaldeyrishöft sem voru innleidd fyrir tveimur árum. Arður af rekstri erlendra dótturfélaga var áður almennt undanþeginn tekjuskatti þar sem búið var að skattleggja hagnað dótturfélaga í heimalandi þess. Lögum um meðhöndlun arðs og söluhagnaðar var breytt í fyrrahaust á þann veg að yfirfæranlegt tap móðurfélagsins lækkar sem nemur fjárhæð móttekins arðs frá dótturfélagi. Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins sögðu fyrr á árinu þetta leiða til tvísköttunar á arðgreiðslum og myndu arðgreiðslur ekki flytjast heim. „Þessar breytingar á skattalögum hvetja fyrirtæki ekki til þess að flytja gjaldeyri heim. Í ljósi hafta má velta fyrir sér hvort ekki hefði verið eðlilegra að fara í þveröfuga átt og skapa skattalegan hvata til þess að arður sé greiddur hingað til lands. Þess í stað voru slíkar arðgreiðslur gerðar ófýsilegri en áður, sem eykur neikvæð áhrif gjaldeyrishafta. Notkun erlends gjaldeyris er frjálsari í höndum erlends dótturfélags auk þess sem móðurfélagið glatar yfirfæranlegu tapi sem það gæti annars notað á móti síhækkandi skattlagningu hagnaðar hér. Ákvörðunin er ekki flókin nema fjárþörfin sé þeim mun meiri." segir Páll.
Mest lesið Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Starbucks opnaði á Laugarvegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Sjá meira