Viðskipti innlent

Fáheyrður atburður í Hæstarétti

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Hæstiréttur Íslands. Afar sjaldgæft að dómar séu ekki kveðnir upp þegar þeir eru komnir á dagskrá, segir skrifstofustjóri Hæstaréttar.
Hæstiréttur Íslands. Afar sjaldgæft að dómar séu ekki kveðnir upp þegar þeir eru komnir á dagskrá, segir skrifstofustjóri Hæstaréttar.
Það er afar sjaldgæft að dómar sem komnir séu á dagskrá séu ekki kveðnir upp í tæka tíð í Hæstarétti. Þetta segir skrifstofustjóri réttarins, en hann rekur ekki minni til að þetta hafi gerst áður.

Birta átti dóm í dag í máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, en ekki tókst að klára dómsorðið í tæka tíð og því var dómurinn ekki birtur. Hinn 7. apríl í fyrra var Baldur dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Dómnum var árýjað til Hæstaréttar og átti að kveða upp dóm réttarins í málinu í dag og var dómsuppkvaðningin þegar komin á dagskrá réttarins kl. 16. Þá var á forsíðu vefjar Hæstaréttar tilkynning um að dómurinn yrði birtur í dag.

Dómarar í kapphlaupi við tímann

„Þegar á reyndi reyndist atkvæðið (dómurinn í heild innsk.blm) ekki tilbúið. Menn voru í kapphlaupi við tímann og sprungu á limminu," segir Þorsteinn A. Jónsson, lögfræðingur og skrifstofustjóri Hæstaréttar.

Hefur þetta gerst áður? „Ég þori ekki að fullyrða um það, en þetta er allavega mjög sjaldgæft," segir Þorsteinn. Hann segir að dómurinn verði kveðinn upp á morgun kl. 13:30.


Tengdar fréttir

Máli Baldurs frestað - niðurstaða náðist ekki í tíma

Dómur verður ekki kveðinn upp í máli Baldurs Guðlaugssonar í dag samkvæmt upplýsingum frá Hæstarétti. Málið var á dagskrá og til stóð að birta dóminn í dag. Því hefur hinsvegar verið frestað en ástæðan er sú að ekki náðist að klára að semja dómsorðið í tíma.

Hæstiréttur kveður upp dóm í máli Baldurs í dag

Hæstiréttur mun í dag kveða upp dóm í máli Baldurs Guðlaugssonar. Baldur áfrýjaði dómi héraðsdóms Reykjavíkur frá því í fyrra en hann var þá dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að nýta sér innherjaupplýsingar þegar hann seldi hlutabréf í Landsbankanum skömmu fyrir fall bankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×