Kári Kristján gæti verið á leiðinni í málaferli við Wetzlar Stefán Árni Pálsson skrifar 2. júlí 2013 07:00 Kári Kristján Kristjánsson hefur verið án félagsliðs síðan í mars síðastliðnum, þegar hann lék með íslenska landsliðinu gegn Slóveníu þann 3. apríl. Leikurinn var lykilleikur í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik sem fram fer í Danmörku í janúar á næsta ári en Ísland vann leikinn 29-28. Leikmaðurinn var rekinn frá þýska liðinu Wetzlar eftir leikinn en forráðamenn félagsins vildu meina að Kári hafi brotið reglur með því að taka þátt í leiknum. Kári Kristján gekkst undir aðgerð í febrúar þar sem góðkynja æxli var fjarlægt úr baki hans. Síðan þá hefur hann ekkert spilað með Wetzlar. Leikmaðurinn kærði félagið í kjölfar brottrekstursins en að hans mati hafði hann fengið leyfi hjá læknum Wetzlar að spila. Fyrir leikinn hafði Kári samið við danska liðið Bjerringbro/Silkeborg. „Ég heyrði í lögfræðingi mínum síðast í dag og þá var ekki komin niðurstaða í málið,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson í samtali við Fréttablaðið í gær. „Við erum í viðræðum við félagið um að semja um starfslok, en síðasti útborgunardagurinn minn var 15. mars síðastliðinn. Það er auðvitað best fyrir alla að semja utan dómsstóla, en það hefur ekkert þokast í þeim málum.“ Það stefnir því í málaferli hjá línumanninum. „Ef forráðamenn Wetzlar kasta fram einhverju tilboði þá verður það bara skoðað, en ef ekkert gerist þá fer málið fyrir þýska dómsstóla um miðjan október.“ Fannar Friðgeirsson, fyrrum leikmaður Wetzlar, lenti einnig illa í forráðamönnum félagsins þegar þeir sviku munnlegan samning sem leikmaðurinn hafði gert við félagið. Fannar fékk því að vita í apríl að hann væri án félagsliðs og myndi ekki fá áframhaldandi samning, þvert á móti því sem honum hafði verið lofað. „Ég hef ekki kosið að tjá mig nákvæmlega um einstaka persónur innan félagsins en þetta mál með Fannar [Friðgeirsson] er vatn á mína myllu varðandi hvernig félagið er rekið. Þetta lítur ekki smekklega út fyrir mitt fyrrverandi félag og virkilega sorglegt hvernig var staðið að öllu varðandi Fannar.“ Kári Kristján undirbýr sig fyrir átökin í dönsku úrvalsdeildinni „Ég kom hingað til Vestmannaeyja í byrjun maí og hef verið í endurhæfingu sem og í handbolta með mínum mönnum í ÍBV. Fyrsta æfingin með Bjerringbro/Silkeborg er 16. júlí og ég verð klár fyrir þau átök.“ Leikmaðurinn flytur til Danmörkur í byrjun júlí. „Það leggst rosalega vel í mig að flytjast þangað. Ef ég á ekki eftir að finna mig í Danmörku þá þýðir það bara eitt, ég er leiðinlegur.“ Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Fleiri fréttir Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Sjá meira
Kári Kristján Kristjánsson hefur verið án félagsliðs síðan í mars síðastliðnum, þegar hann lék með íslenska landsliðinu gegn Slóveníu þann 3. apríl. Leikurinn var lykilleikur í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik sem fram fer í Danmörku í janúar á næsta ári en Ísland vann leikinn 29-28. Leikmaðurinn var rekinn frá þýska liðinu Wetzlar eftir leikinn en forráðamenn félagsins vildu meina að Kári hafi brotið reglur með því að taka þátt í leiknum. Kári Kristján gekkst undir aðgerð í febrúar þar sem góðkynja æxli var fjarlægt úr baki hans. Síðan þá hefur hann ekkert spilað með Wetzlar. Leikmaðurinn kærði félagið í kjölfar brottrekstursins en að hans mati hafði hann fengið leyfi hjá læknum Wetzlar að spila. Fyrir leikinn hafði Kári samið við danska liðið Bjerringbro/Silkeborg. „Ég heyrði í lögfræðingi mínum síðast í dag og þá var ekki komin niðurstaða í málið,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson í samtali við Fréttablaðið í gær. „Við erum í viðræðum við félagið um að semja um starfslok, en síðasti útborgunardagurinn minn var 15. mars síðastliðinn. Það er auðvitað best fyrir alla að semja utan dómsstóla, en það hefur ekkert þokast í þeim málum.“ Það stefnir því í málaferli hjá línumanninum. „Ef forráðamenn Wetzlar kasta fram einhverju tilboði þá verður það bara skoðað, en ef ekkert gerist þá fer málið fyrir þýska dómsstóla um miðjan október.“ Fannar Friðgeirsson, fyrrum leikmaður Wetzlar, lenti einnig illa í forráðamönnum félagsins þegar þeir sviku munnlegan samning sem leikmaðurinn hafði gert við félagið. Fannar fékk því að vita í apríl að hann væri án félagsliðs og myndi ekki fá áframhaldandi samning, þvert á móti því sem honum hafði verið lofað. „Ég hef ekki kosið að tjá mig nákvæmlega um einstaka persónur innan félagsins en þetta mál með Fannar [Friðgeirsson] er vatn á mína myllu varðandi hvernig félagið er rekið. Þetta lítur ekki smekklega út fyrir mitt fyrrverandi félag og virkilega sorglegt hvernig var staðið að öllu varðandi Fannar.“ Kári Kristján undirbýr sig fyrir átökin í dönsku úrvalsdeildinni „Ég kom hingað til Vestmannaeyja í byrjun maí og hef verið í endurhæfingu sem og í handbolta með mínum mönnum í ÍBV. Fyrsta æfingin með Bjerringbro/Silkeborg er 16. júlí og ég verð klár fyrir þau átök.“ Leikmaðurinn flytur til Danmörkur í byrjun júlí. „Það leggst rosalega vel í mig að flytjast þangað. Ef ég á ekki eftir að finna mig í Danmörku þá þýðir það bara eitt, ég er leiðinlegur.“
Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Fleiri fréttir Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Sjá meira