Vekur upp spurningar um framtíð fjármálakerfisins 23. maí 2012 22:00 Jamie Dimon, forstjóri JP Morgan Chase. Gríðarlegt tap sem bandaríski bankarisinn JPMorgan Chase tilkynnti nýverið um hefur sett umræðuna um hvað sé hæfilegt regluverk fyrir alþjóðlega fjármálakerfið á fullt aftur í Bandaríkjunum. JPMorgan, sem slapp merkilega vel út úr alþjóðlegu fjármálakreppunni árið 2008, hefur leitt baráttu bankanna á Wall Street gegn hugmyndum bandarískra stjórnvalda um strangara regluverk utan um fjármálakerfið. Nýlegt tap bankans þykir hins vegar hafa dregið úr trúverðugleika bankans sem hefur haldið því fram að breytingar sem gerðar hafi verið á áhættustýringu bankanna útiloki að önnur fjármálakreppa lík þeirri sem varð 2008 geti átt sér stað. Tapið hefur því reynst vopn í höndum þeirra sem barist hafa fyrir strangari reglum um eigin viðskipti fjármálastofnana. Forsaga málsins er sú að nýverið var greint frá því að JPMorgan hefði tapað 2 milljörðum Bandaríkjadala, jafngildi rúmra 250 milljarða króna, vegna stórrar stöðu með skuldabréfum traustra fyrirtækja í Evrópu og Bandaríkjunum. Var staðan svo stór að miðlarinn sem bar ábyrgð á henni var kallaður hvalurinn frá London í öðrum fjármálastofnunum. Þá hefur bankanum enn ekki tekist að loka allri stöðu sinni og því er talið að heildartapið kunni að hækka upp í allt að 5 milljarða dala áður en yfir lýkur. Staðan og tapið vegna hennar hafa vakið upp minningar frá alþjóðlegu fjármálakreppunni en segja má að bankinn hafi líkt og þá veðjað eins og eitthvað sem var ólíklegt gæti ekki gerst. Í þetta skiptið var það að skuldabréf traustra fyrirtækja myndu gefa minna af sér en búist hafði verið við en þá var það að bandaríski húsnæðismarkaðurinn myndi hrynja. Þrátt fyrir tapið er staða JPMorgan sterk og er almennt búist við því að fyrirtækið muni tilkynna um verulegan hagnað á öðrum ársfjórðungi ársins. Það þykir þó hið vandræðalegasta fyrir bankann vegna orðspors hans sem sá besti þegar kemur að áhættustýringu og vegna ummæla forstjóra hans, Jamie Dimon, sem sagði fjölmiðla gera úlfalda úr mýflugu þegar þeir hófu að fjalla um stöðuna fyrir nokkrum mánuðum áður en bankinn hóf að vinda ofan af stöðunni og tilkynnti um tapið. - mþl Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Gríðarlegt tap sem bandaríski bankarisinn JPMorgan Chase tilkynnti nýverið um hefur sett umræðuna um hvað sé hæfilegt regluverk fyrir alþjóðlega fjármálakerfið á fullt aftur í Bandaríkjunum. JPMorgan, sem slapp merkilega vel út úr alþjóðlegu fjármálakreppunni árið 2008, hefur leitt baráttu bankanna á Wall Street gegn hugmyndum bandarískra stjórnvalda um strangara regluverk utan um fjármálakerfið. Nýlegt tap bankans þykir hins vegar hafa dregið úr trúverðugleika bankans sem hefur haldið því fram að breytingar sem gerðar hafi verið á áhættustýringu bankanna útiloki að önnur fjármálakreppa lík þeirri sem varð 2008 geti átt sér stað. Tapið hefur því reynst vopn í höndum þeirra sem barist hafa fyrir strangari reglum um eigin viðskipti fjármálastofnana. Forsaga málsins er sú að nýverið var greint frá því að JPMorgan hefði tapað 2 milljörðum Bandaríkjadala, jafngildi rúmra 250 milljarða króna, vegna stórrar stöðu með skuldabréfum traustra fyrirtækja í Evrópu og Bandaríkjunum. Var staðan svo stór að miðlarinn sem bar ábyrgð á henni var kallaður hvalurinn frá London í öðrum fjármálastofnunum. Þá hefur bankanum enn ekki tekist að loka allri stöðu sinni og því er talið að heildartapið kunni að hækka upp í allt að 5 milljarða dala áður en yfir lýkur. Staðan og tapið vegna hennar hafa vakið upp minningar frá alþjóðlegu fjármálakreppunni en segja má að bankinn hafi líkt og þá veðjað eins og eitthvað sem var ólíklegt gæti ekki gerst. Í þetta skiptið var það að skuldabréf traustra fyrirtækja myndu gefa minna af sér en búist hafði verið við en þá var það að bandaríski húsnæðismarkaðurinn myndi hrynja. Þrátt fyrir tapið er staða JPMorgan sterk og er almennt búist við því að fyrirtækið muni tilkynna um verulegan hagnað á öðrum ársfjórðungi ársins. Það þykir þó hið vandræðalegasta fyrir bankann vegna orðspors hans sem sá besti þegar kemur að áhættustýringu og vegna ummæla forstjóra hans, Jamie Dimon, sem sagði fjölmiðla gera úlfalda úr mýflugu þegar þeir hófu að fjalla um stöðuna fyrir nokkrum mánuðum áður en bankinn hóf að vinda ofan af stöðunni og tilkynnti um tapið. - mþl
Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira