Papademos: Fyrir alla muni haldið ykkur við áætlunina! Magnús Halldórsson skrifar 23. maí 2012 13:24 Lucas Papademos, fyrrverandi forsætisráðherra Grikklands. Lucas Papademos, fyrrverandi forsætisráðherra Grikklands, segir að Grikkir verði, fyrir alla muni, að halda sig við áætlunina í ríkisfjármálum sem samþykkt var af Evrópusambandinu, Alþjóðagjaldeyrissjóðum, stjórnvöldum í Grikklandi og kröfuhöfum landsins. Einhver önnur leið muni dýpka vandamál landsins til muna og valda stórkostlegu víðtæku efnahagstjóni í Evrópu. Papademos, sem starfaði sem hagfræðingur hjá Seðlabanka Evrópu áður en hann tók við forsætisráðherraembættinu sem ráðherra utan þings, sagði í ræðu sem vitnað er til á vef Wall Street Journal að hugmyndir um upptöku drökmunnar að nýju væru óraunhæfar og geti aðeins skapað meiri vanda. Hann sagði enn fremur að sú áætlun sem þegar lægi fyrir væri sársaukafull, en hún væri langtímamiðuð. Næsta kynslóð Grikkja myndi þakka fyrir þessar aðgerðir, þó stjórnmálamenn á þessum tíma næðu því ekki. Einmitt þess vegna skipti máli að vinna eftir áætluninni, sem m.a. felur í sér mikinn niðurskurð ríkisútgjalda og lækkun lífeyrisskuldbindinga. Atvinnuleysi á Grikklandi mælist nú ríflega 20 prósent. Sjá má umfjöllun Wall Street Journa um ræðu Papademos hér. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Lucas Papademos, fyrrverandi forsætisráðherra Grikklands, segir að Grikkir verði, fyrir alla muni, að halda sig við áætlunina í ríkisfjármálum sem samþykkt var af Evrópusambandinu, Alþjóðagjaldeyrissjóðum, stjórnvöldum í Grikklandi og kröfuhöfum landsins. Einhver önnur leið muni dýpka vandamál landsins til muna og valda stórkostlegu víðtæku efnahagstjóni í Evrópu. Papademos, sem starfaði sem hagfræðingur hjá Seðlabanka Evrópu áður en hann tók við forsætisráðherraembættinu sem ráðherra utan þings, sagði í ræðu sem vitnað er til á vef Wall Street Journal að hugmyndir um upptöku drökmunnar að nýju væru óraunhæfar og geti aðeins skapað meiri vanda. Hann sagði enn fremur að sú áætlun sem þegar lægi fyrir væri sársaukafull, en hún væri langtímamiðuð. Næsta kynslóð Grikkja myndi þakka fyrir þessar aðgerðir, þó stjórnmálamenn á þessum tíma næðu því ekki. Einmitt þess vegna skipti máli að vinna eftir áætluninni, sem m.a. felur í sér mikinn niðurskurð ríkisútgjalda og lækkun lífeyrisskuldbindinga. Atvinnuleysi á Grikklandi mælist nú ríflega 20 prósent. Sjá má umfjöllun Wall Street Journa um ræðu Papademos hér.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira