Sakar Gagnaveituna um rangfærslur og blekkingar 31. október 2019 18:28 Fjarskiptafyrirtækin Míla og Gagnaveitan skjóta hvort á annað vegna ljósleiðaratenginga. Fjarskiptafyrirtækið Míla sakar keppinaut sinn Gagnaveitu Reykjavíkur (GR) um rangfærslur og blekkingar varðandi ásakanir þess um að tæknimenn Mílu aftengi og rífi niður búnað GR á heimilum. Fyrirtækið ætlar að senda formlega kvörtun undan GR til Neytendastofu. Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri GR, hélt því fram í dag að borið hafi á því að Míla aftengdi ljósleiðara GR þegar tæknimenn settu upp búnað á heimilum. Fullyrti hann að þannig takmarkaði Míla val neytenda og samkeppni í fjarskiptainnviðum. Óþarfi væri að aftengja ljósleiðarann og það gæti valdið viðskiptavinum óþarfa raski og jafnvel tjóni. Vísaði Erling til þess að Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefði ákveðið fyrir nokkrum vikum að bannað væri að taka annan ljósleiðaraþráð úr sambandi þegar heimili hefði tvo. Í yfirlýsingu sem Jón Ríkharður Kristjánsson, forstjóri Mílu, sendi frá sér vegna ummæla Erlings segir að PFS hafi ákvarðað að Gagnaveitan hafi gengið frá þúsundum tenginga í húsum á höfuðborgarsvæðinu með ólögmætum hætti. Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hafi staðfest þá niðurstöðu. „Þau mál sem PFS hefur úrskurðað um snúast um tengingar við inntak ljósleiðara í kjallara fjölbýlishúsa. Þær niðurstöður hefur GR nú tekið og tengt í tilkynningu sinni til fjölmiðla við umfjöllun um ljósleiðarabox sem eru inni í íbúð hjá notendum. Hið rétta er þó að engin mál sem varða box inni í íbúðum hafa verið til umfjöllunar hjá PFS,“ segir Jón Ríkharður í yfirlýsingunni. Telur Jón Ríkharður að GR stundi blekkingar með því láta notendur halda að ákvörðun PFS eigi við um box inni í íbúðum. Það sé vísvitandi rangfærsla sem sé til þess fallin að kasta rýrð á vörumerki Mílu sem samkeppnisaðila GR. Míla ætli að kvarta formlega til Neytendastofu vegna þess.Jón Ríkharð Kristjánsson, framkvæmdastjóri Mílu.MílaBiðja húseigendur að hafa varann á gagnvart GR Fullyrðir Míla að fyrirtækið hafi undanfarin ár unnið að því að greiða úr ólöglegum tengingum GR. Í þeirri vinnu hafi mat tæknimanna um hvernig skuli standa að verkiekki farið saman við mat PFS í „örfá skipti“. Þar sem ólöglegu lagnirnar séu til staðar verði ekki komist hjá því að aftengja ljósleiðarabox inni hjá notendum því annars sé ekki hægt að tengja viðskiptavini. Sums staðar sé ekki pláss fyrir tvö box og því þurfi að taka annað niður, óháð því hver eigi boxið sem er fyrir. „Staðan er því sú að þegar aðstæður útheimta hefur GR tekið niður box Mílu rétt eins og Míla hefur tekið niður box GR. Rétt er að taka fram að samkvæmt verðskrá GR kostar það notanda 15.580 kr. að fá GR til að taka niður boxið. Það kann að vera hvati fyrir íbúðareigendur til að biðja fagmenn Mílu um að gera þetta enda hefur húseigandi rétt á að ákveða hvað er uppsett í hans íbúð. Míla mun ítreka fyrir starfsmönnum og samstarfsaðilum að taka ekki niður box annarra nema húseigandi óski þess sérstaklega,“ segir í yfirlýsingu Mílu. Þá segir í yfirlýsingunni að full ástæða sé til að brýna fyrir húseigendum að „hafa varann á þegar kemur að frágangi innanhússlagna á vegum GR“. „Mikilvægt er að krefjast þess að frágangur GR sé í samræmi við reglur því húseigandinn ber ábyrgð á lögninni og mun þurfa að bera kostnaðinn ef þarf að lagfæra hana,“ segir í henni. Fjarskipti Neytendur Tengdar fréttir Dæmi um að Míla aftengi og rífi niður búnað samkeppnisaðila á heimilum Framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur segir töluvert um að samkeppnisaðilinn Míla aftengi ljósleiðara gagnaveitunnar og taki jafnvel niður búnað inni á heimilum án þess að húsráðendur viti það. Þetta hamli samkeppni og geti valdið fólki óþarfa raski og jafnvel kostnaði. 31. október 2019 12:00 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Fjarskiptafyrirtækið Míla sakar keppinaut sinn Gagnaveitu Reykjavíkur (GR) um rangfærslur og blekkingar varðandi ásakanir þess um að tæknimenn Mílu aftengi og rífi niður búnað GR á heimilum. Fyrirtækið ætlar að senda formlega kvörtun undan GR til Neytendastofu. Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri GR, hélt því fram í dag að borið hafi á því að Míla aftengdi ljósleiðara GR þegar tæknimenn settu upp búnað á heimilum. Fullyrti hann að þannig takmarkaði Míla val neytenda og samkeppni í fjarskiptainnviðum. Óþarfi væri að aftengja ljósleiðarann og það gæti valdið viðskiptavinum óþarfa raski og jafnvel tjóni. Vísaði Erling til þess að Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefði ákveðið fyrir nokkrum vikum að bannað væri að taka annan ljósleiðaraþráð úr sambandi þegar heimili hefði tvo. Í yfirlýsingu sem Jón Ríkharður Kristjánsson, forstjóri Mílu, sendi frá sér vegna ummæla Erlings segir að PFS hafi ákvarðað að Gagnaveitan hafi gengið frá þúsundum tenginga í húsum á höfuðborgarsvæðinu með ólögmætum hætti. Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hafi staðfest þá niðurstöðu. „Þau mál sem PFS hefur úrskurðað um snúast um tengingar við inntak ljósleiðara í kjallara fjölbýlishúsa. Þær niðurstöður hefur GR nú tekið og tengt í tilkynningu sinni til fjölmiðla við umfjöllun um ljósleiðarabox sem eru inni í íbúð hjá notendum. Hið rétta er þó að engin mál sem varða box inni í íbúðum hafa verið til umfjöllunar hjá PFS,“ segir Jón Ríkharður í yfirlýsingunni. Telur Jón Ríkharður að GR stundi blekkingar með því láta notendur halda að ákvörðun PFS eigi við um box inni í íbúðum. Það sé vísvitandi rangfærsla sem sé til þess fallin að kasta rýrð á vörumerki Mílu sem samkeppnisaðila GR. Míla ætli að kvarta formlega til Neytendastofu vegna þess.Jón Ríkharð Kristjánsson, framkvæmdastjóri Mílu.MílaBiðja húseigendur að hafa varann á gagnvart GR Fullyrðir Míla að fyrirtækið hafi undanfarin ár unnið að því að greiða úr ólöglegum tengingum GR. Í þeirri vinnu hafi mat tæknimanna um hvernig skuli standa að verkiekki farið saman við mat PFS í „örfá skipti“. Þar sem ólöglegu lagnirnar séu til staðar verði ekki komist hjá því að aftengja ljósleiðarabox inni hjá notendum því annars sé ekki hægt að tengja viðskiptavini. Sums staðar sé ekki pláss fyrir tvö box og því þurfi að taka annað niður, óháð því hver eigi boxið sem er fyrir. „Staðan er því sú að þegar aðstæður útheimta hefur GR tekið niður box Mílu rétt eins og Míla hefur tekið niður box GR. Rétt er að taka fram að samkvæmt verðskrá GR kostar það notanda 15.580 kr. að fá GR til að taka niður boxið. Það kann að vera hvati fyrir íbúðareigendur til að biðja fagmenn Mílu um að gera þetta enda hefur húseigandi rétt á að ákveða hvað er uppsett í hans íbúð. Míla mun ítreka fyrir starfsmönnum og samstarfsaðilum að taka ekki niður box annarra nema húseigandi óski þess sérstaklega,“ segir í yfirlýsingu Mílu. Þá segir í yfirlýsingunni að full ástæða sé til að brýna fyrir húseigendum að „hafa varann á þegar kemur að frágangi innanhússlagna á vegum GR“. „Mikilvægt er að krefjast þess að frágangur GR sé í samræmi við reglur því húseigandinn ber ábyrgð á lögninni og mun þurfa að bera kostnaðinn ef þarf að lagfæra hana,“ segir í henni.
Fjarskipti Neytendur Tengdar fréttir Dæmi um að Míla aftengi og rífi niður búnað samkeppnisaðila á heimilum Framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur segir töluvert um að samkeppnisaðilinn Míla aftengi ljósleiðara gagnaveitunnar og taki jafnvel niður búnað inni á heimilum án þess að húsráðendur viti það. Þetta hamli samkeppni og geti valdið fólki óþarfa raski og jafnvel kostnaði. 31. október 2019 12:00 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Dæmi um að Míla aftengi og rífi niður búnað samkeppnisaðila á heimilum Framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur segir töluvert um að samkeppnisaðilinn Míla aftengi ljósleiðara gagnaveitunnar og taki jafnvel niður búnað inni á heimilum án þess að húsráðendur viti það. Þetta hamli samkeppni og geti valdið fólki óþarfa raski og jafnvel kostnaði. 31. október 2019 12:00