Rúnar: Þeir nýta sér hvern veikleika hjá okkur Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 23:04 „Þetta var mjög erfitt í dag“ sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar eftir fimm marka tap liðsins gegn Val. „Við vorum að glutra boltanum frá okkur manna á milli of oft í dag. Svona gott lið eins og Valur refsar alltaf með marki fyrir sendingarmistök. Við fengum alveg að kenna á því í dag að þeir nýta sér hvern veikleika hjá okkur“ sagði Rúnar Markvarðarstaða liðsins er orðin flókin fyrir Rúnar sem spilar nú sínum fjórða markmanni sem aðalmarkmanni eftir að Stephen Nilsen og Brynjar Darri Baldursson meiddust sem og Sveinbjörn Pétursson sem segist nú endanlega vera hættur. Lítil markvarsla var í fyrri hálfleik en Rúnar er ángæður með það hvernig Ólafur Rafn Gíslason steig upp í seinni hálfleik. „Þetta voru bara tveir boltar varðir í fyrri hálfleik en mér fannst hann koma sterkur inn í seinni. Þetta var svolítið mikil ábyrgð sett á herðar fárra leikmanna sem gátu spilað í dag. Menn reyndu en þetta var ekki alltaf að ganga hjá okkur“ Liðið er aðeins með einn sigur í deildinni þegar mótið er hálfnað sem eru mikil vonbrigði og tekur Rúnar undir það að liðið ætti að vera með fleiri stig á þessum tímapunkti. Það er þó ekkert við því að gera að vinna úr þeirri stöðu sem liðið er í. „Við hefðum klárlega átt að vera með fleiri stig. Við höfum mikið verið að kasta þessu frá okkur sjálfir fram að þessu. Við erum búnir að vera á fínu róli, búnir að tapa tveimur leikjum af síðustu sjö, annað hefur verið jafntefli. Þetta er alltof mikið af jafnteflum“ „Þetta var skref afturábak í dag, en við unnum í bikarnum í vikunni og það er margt gott í okkar leik. Enn við þurfum að fara að klára leikina okkar og taka bæði stigin, hætta að missa þetta niður í jafntefli. Í kvöld aftur á móti var þetta einn lélegasti leikurinn okkar í langan tíma“ sagði Rúnar að lokum Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 25-30 | Enn eitt tapið í Mýrinni Valur hafði tökin á leiknum frá fyrstu mínútu í Mýrinni í kvöld. Stjarnan hefur aðeins unnið einn leik á tímabilinu 24. nóvember 2019 21:00 Leó Snær: Þetta er óásættanlegt Stjarnan tapaði fyrir Val á heimavelli í kvöld, liðið hefur aðeins unnið einn leik á tímabilinu. 24. nóvember 2019 21:43 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
„Þetta var mjög erfitt í dag“ sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar eftir fimm marka tap liðsins gegn Val. „Við vorum að glutra boltanum frá okkur manna á milli of oft í dag. Svona gott lið eins og Valur refsar alltaf með marki fyrir sendingarmistök. Við fengum alveg að kenna á því í dag að þeir nýta sér hvern veikleika hjá okkur“ sagði Rúnar Markvarðarstaða liðsins er orðin flókin fyrir Rúnar sem spilar nú sínum fjórða markmanni sem aðalmarkmanni eftir að Stephen Nilsen og Brynjar Darri Baldursson meiddust sem og Sveinbjörn Pétursson sem segist nú endanlega vera hættur. Lítil markvarsla var í fyrri hálfleik en Rúnar er ángæður með það hvernig Ólafur Rafn Gíslason steig upp í seinni hálfleik. „Þetta voru bara tveir boltar varðir í fyrri hálfleik en mér fannst hann koma sterkur inn í seinni. Þetta var svolítið mikil ábyrgð sett á herðar fárra leikmanna sem gátu spilað í dag. Menn reyndu en þetta var ekki alltaf að ganga hjá okkur“ Liðið er aðeins með einn sigur í deildinni þegar mótið er hálfnað sem eru mikil vonbrigði og tekur Rúnar undir það að liðið ætti að vera með fleiri stig á þessum tímapunkti. Það er þó ekkert við því að gera að vinna úr þeirri stöðu sem liðið er í. „Við hefðum klárlega átt að vera með fleiri stig. Við höfum mikið verið að kasta þessu frá okkur sjálfir fram að þessu. Við erum búnir að vera á fínu róli, búnir að tapa tveimur leikjum af síðustu sjö, annað hefur verið jafntefli. Þetta er alltof mikið af jafnteflum“ „Þetta var skref afturábak í dag, en við unnum í bikarnum í vikunni og það er margt gott í okkar leik. Enn við þurfum að fara að klára leikina okkar og taka bæði stigin, hætta að missa þetta niður í jafntefli. Í kvöld aftur á móti var þetta einn lélegasti leikurinn okkar í langan tíma“ sagði Rúnar að lokum
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 25-30 | Enn eitt tapið í Mýrinni Valur hafði tökin á leiknum frá fyrstu mínútu í Mýrinni í kvöld. Stjarnan hefur aðeins unnið einn leik á tímabilinu 24. nóvember 2019 21:00 Leó Snær: Þetta er óásættanlegt Stjarnan tapaði fyrir Val á heimavelli í kvöld, liðið hefur aðeins unnið einn leik á tímabilinu. 24. nóvember 2019 21:43 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 25-30 | Enn eitt tapið í Mýrinni Valur hafði tökin á leiknum frá fyrstu mínútu í Mýrinni í kvöld. Stjarnan hefur aðeins unnið einn leik á tímabilinu 24. nóvember 2019 21:00
Leó Snær: Þetta er óásættanlegt Stjarnan tapaði fyrir Val á heimavelli í kvöld, liðið hefur aðeins unnið einn leik á tímabilinu. 24. nóvember 2019 21:43