Kominn með um sex milljarða hlut í Marel Hörður Ægisson skrifar 20. febrúar 2019 06:00 Sjóðurinn keypti fyrir um 2,3 milljarða í Marel í síðustu viku. Fréttablaðið/EPA Fjárfestingasjóður í stýringu evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital heldur áfram að bæta verulega við sig í Marel en í síðustu viku keypti sjóðurinn tæplega fimm milljónir hluta, að virði um 2.300 milljónir króna, í félaginu. Teleios Capital hefur á aðeins nokkrum vikum eignast samtals 1,8 prósenta hlut í Marel, sem gerir sjóðinn að ellefta stærsta hluthafa fyrirtækisins, en miðað við núverandi gengi bréfa félagsins er markaðsvirði eignarhlutar sjóðsins rúmlega 5,7 milljarðar króna. Þá hefur bandaríski fjárfestingasjóðurinn Smallcap World Fund, sem er í stýringu American Funds, bætt við sig um 1,5 milljónum hluta, að virði um 700 milljónir, og á núna orðið 2,2 prósenta hlut í Marel. Fjöldi íslenskra lífeyrissjóða, sem eiga núna samanlagt um 41 prósent alls hluthafafjár í Marel, hafa minnkað lítillega við hlut sinn í Marel á undanförnum vikum og þá hafa einnig tveir hlutabréfasjóðir í stýringu Stefnis selt sem nemur samtals 0,7 prósenta hlut í félaginu frá því um miðjan janúar. Teleios Capital, sem var stofnaður 2013, var með eignir upp á samtals um einn milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði um 120 milljarða íslenskra króna, í stýringu síðastliðið haust en sjóðurinn fjárfestir einkum í skráðum evrópskum félögum í Norður- og Norðvestur-Evrópu. Hlutabréfaverð Marels hefur hækkað um liðlega 26 prósent frá áramótum. Félagið er langsamlega verðmætasta fyrirtækið í Kauphöllinni með markaðsvirði upp á rúmlega 319 milljarða króna. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bætir við sig í Marel fyrir um milljarð Fjárfestingasjóður í stýringu evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital bætti í liðinni viku við sig ríflega tveimur milljónum hluta í Marel, að virði um 940 milljónir króna, og fer nú með samanlagt 7,3 milljónir hluta í félaginu, samkvæmt nýjum lista yfir stærstu hluthafa þess. 13. febrúar 2019 07:00 800 milljóna kaup í Marel Eftir kaupin er sjóðurinn tíundi stærsti hluthafinn með 1,92 prósenta hlut. 10. janúar 2019 08:00 Hvalur kaupir í Marel fyrir um milljarð króna Félagið Hvalur hf., sem er óbeint að stórum hluta í eigu Kristjáns Loftssonar og fjölskyldu, hefur fest kaup á hlut í Marel fyrir um milljarð króna. 23. janúar 2019 07:06 Vogunarsjóður kaupir í Marel fyrir 2 milljarða Evrópski sjóðurinn Teleios Capital hefur eignast 0,77 prósenta hlut í Marel. Kom fyrst inn í hluthafahóp félagsins í byrjun síðustu viku. Fjárfestir einkum í skráðum fyrirtækjum í Norður-Evrópu með markaðsvirði undir þremur milljörðum dala. 6. febrúar 2019 06:30 Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira
Fjárfestingasjóður í stýringu evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital heldur áfram að bæta verulega við sig í Marel en í síðustu viku keypti sjóðurinn tæplega fimm milljónir hluta, að virði um 2.300 milljónir króna, í félaginu. Teleios Capital hefur á aðeins nokkrum vikum eignast samtals 1,8 prósenta hlut í Marel, sem gerir sjóðinn að ellefta stærsta hluthafa fyrirtækisins, en miðað við núverandi gengi bréfa félagsins er markaðsvirði eignarhlutar sjóðsins rúmlega 5,7 milljarðar króna. Þá hefur bandaríski fjárfestingasjóðurinn Smallcap World Fund, sem er í stýringu American Funds, bætt við sig um 1,5 milljónum hluta, að virði um 700 milljónir, og á núna orðið 2,2 prósenta hlut í Marel. Fjöldi íslenskra lífeyrissjóða, sem eiga núna samanlagt um 41 prósent alls hluthafafjár í Marel, hafa minnkað lítillega við hlut sinn í Marel á undanförnum vikum og þá hafa einnig tveir hlutabréfasjóðir í stýringu Stefnis selt sem nemur samtals 0,7 prósenta hlut í félaginu frá því um miðjan janúar. Teleios Capital, sem var stofnaður 2013, var með eignir upp á samtals um einn milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði um 120 milljarða íslenskra króna, í stýringu síðastliðið haust en sjóðurinn fjárfestir einkum í skráðum evrópskum félögum í Norður- og Norðvestur-Evrópu. Hlutabréfaverð Marels hefur hækkað um liðlega 26 prósent frá áramótum. Félagið er langsamlega verðmætasta fyrirtækið í Kauphöllinni með markaðsvirði upp á rúmlega 319 milljarða króna.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bætir við sig í Marel fyrir um milljarð Fjárfestingasjóður í stýringu evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital bætti í liðinni viku við sig ríflega tveimur milljónum hluta í Marel, að virði um 940 milljónir króna, og fer nú með samanlagt 7,3 milljónir hluta í félaginu, samkvæmt nýjum lista yfir stærstu hluthafa þess. 13. febrúar 2019 07:00 800 milljóna kaup í Marel Eftir kaupin er sjóðurinn tíundi stærsti hluthafinn með 1,92 prósenta hlut. 10. janúar 2019 08:00 Hvalur kaupir í Marel fyrir um milljarð króna Félagið Hvalur hf., sem er óbeint að stórum hluta í eigu Kristjáns Loftssonar og fjölskyldu, hefur fest kaup á hlut í Marel fyrir um milljarð króna. 23. janúar 2019 07:06 Vogunarsjóður kaupir í Marel fyrir 2 milljarða Evrópski sjóðurinn Teleios Capital hefur eignast 0,77 prósenta hlut í Marel. Kom fyrst inn í hluthafahóp félagsins í byrjun síðustu viku. Fjárfestir einkum í skráðum fyrirtækjum í Norður-Evrópu með markaðsvirði undir þremur milljörðum dala. 6. febrúar 2019 06:30 Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira
Bætir við sig í Marel fyrir um milljarð Fjárfestingasjóður í stýringu evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital bætti í liðinni viku við sig ríflega tveimur milljónum hluta í Marel, að virði um 940 milljónir króna, og fer nú með samanlagt 7,3 milljónir hluta í félaginu, samkvæmt nýjum lista yfir stærstu hluthafa þess. 13. febrúar 2019 07:00
800 milljóna kaup í Marel Eftir kaupin er sjóðurinn tíundi stærsti hluthafinn með 1,92 prósenta hlut. 10. janúar 2019 08:00
Hvalur kaupir í Marel fyrir um milljarð króna Félagið Hvalur hf., sem er óbeint að stórum hluta í eigu Kristjáns Loftssonar og fjölskyldu, hefur fest kaup á hlut í Marel fyrir um milljarð króna. 23. janúar 2019 07:06
Vogunarsjóður kaupir í Marel fyrir 2 milljarða Evrópski sjóðurinn Teleios Capital hefur eignast 0,77 prósenta hlut í Marel. Kom fyrst inn í hluthafahóp félagsins í byrjun síðustu viku. Fjárfestir einkum í skráðum fyrirtækjum í Norður-Evrópu með markaðsvirði undir þremur milljörðum dala. 6. febrúar 2019 06:30