Viðskipti innlent

800 milljóna kaup í Marel

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Hlutabréf í Marel hækkuðu um tæp 15 prósent í verði í fyrra.
Hlutabréf í Marel hækkuðu um tæp 15 prósent í verði í fyrra. Fréttablaðið/EPA

Fjárfestingarsjóður í stýringu American Funds, dótturfélags bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Capital Group, bætti nýverið við hlut sinn í Marel með kaupum á hlutabréfum í félaginu fyrir um 810 milljónir króna, samkvæmt nýlegum lista yfir stærstu hluthafa Marels. Eftir kaupin er sjóðurinn tíundi stærsti hluthafinn með 1,92 prósenta hlut.

Umræddur sjóður, Smallcap World Fund, kom fyrst inn í hluthafahóp Marels síðasta vor ásamt sjóðnum American Fund Insurance Series, sem er jafnframt í stýringu American Funds.

Smallcap World Fund hlutabréfasjóðurinn keypti til að byrja með rúmlega 2,9 milljónir hluta í Marel en hann hefur bætt við sig jafnt og þétt í félaginu á undanförnum mánuðum.

Í seinni hluta desembermánaðar átti sjóðurinn liðlega 10,8 milljónir hluta eða sem nemur um 1,59 prósenta eignarhlut. Í kjölfar síðustu kaupanna fer sjóðurinn með 13,1 milljónar hluta í Marel að virði um 4,8 milljarðar króna, sé miðað við núverandi gengi hlutabréfa félagsins.

Bandaríska fyrirtækið Capital Group, eitt stærsta og elsta eignastýringarfyrirtæki í heiminum, er samtals með eignir í stýringu að jafnvirði um 1,7 þúsund milljarðar Bandaríkjadala.

Hlutabréfaverð Marels hækkaði um tæp 15 prósent í fyrra og miðað við núverandi gengi bréfa félagsins, sem er 385 krónur á hlut, nemur markaðsvirði þess um 247 milljörðum króna.


Tengdar fréttir

Marel sagt vera á leið í dönsku kauphöllina

Marel er sagt vera með það til alvarlegrar skoðunar að skrá félagið í Kauphöllina í Kaupmannahöfn að því er fram kemur í frétt Berlingske Tidende. Félagið hefur haft tvíhliða skráningu til skoðunar í nokkrum evrópskum kauphöllum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,8
8
18.571
MARL
1,56
56
1.809.084
LEQ
1,37
1
1.549
EIM
0,57
6
22.188
ARION
0,5
12
152.139

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-2,46
7
55.714
EIK
-2,24
7
75.346
REITIR
-1,86
12
277.872
SIMINN
-1,77
8
142.210
FESTI
-1,74
5
116.070
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.