Körfubolti

Dallas verður með tvo hávöxnustu leikmenn NBA deildarinnar næsta vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristaps Porzingis sést hér gnæfa yfir Luka Doncic, lengst til vinstri en hann er yfir tvo metra.
Kristaps Porzingis sést hér gnæfa yfir Luka Doncic, lengst til vinstri en hann er yfir tvo metra. Getty/Matteo Marchi
Dallas Mavericks hefur þegar tryggt sér efsta sætið á einum lista NBA deildarinnar á næstu leiktíð þrátt fyrir að tímabilið byrji ekki fyrr en eftir nokkra mánuði.

Dallas Mavericks samdi nefnilega við bæði Kristaps Porzingis og Boban Marjanovic á dögunum sem þýðir að tveir hávöxnustu leikmenn deildarinnar spila með liðinu.

Kristaps Porzingis er 23 ára Letti og hann er 221 sentímetrar á hæð. Það geria sjö fet og þrjár tommur.

Boban Marjanovic er 30 ára Serbi og hann er einnig 221 sentímetrar á hæð.





Kristaps Porzingis kom fyrst til Dallas í skiptum við New York Knicks en átti þá bara eitt ár eftir af samningi sínum. Porzingis hafði slitið krossband og spilaði ekkert með Dallas á síðasta tímabili.

Porzingis skrifaði undir nýjan fimm ára samning við Dallas Mavericks á dögunum og fær fyrir það 158 milljónir dollara. Á þremur tímabilum sínum með New York Knicks þá var hann með 17,8 stig og 7,1 frákast að meðaltali en hann skoraði 22,7 stig og varði 2,4 skot í leik á síðasta tímabilinu í New York.

Boban Marjanovic hefur flakkað á milli liða síðustu ár en hann gekk á dögunum frá tveggja ára samningi við Dallas liðið sem gefur honum 7 milljónir dollara í aðra hönd.

Marjanovic spilaði síðast með Philadelphia 76ers liðinu í vetur og var þá með 8,2 stig og 5,1 frákast að meðaltali þrátt fyrir að spila aðeins í rúmar 13 mínútur úi leik.

Marjanovic hefur skilað frábærum tölum á litlum spilatíma allan sinn feril og þykir auk þess vera mikill sprelligosi og skemmtilegur maður til að hafa í klefanum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×