Luka Doncic með fleiri atkvæði en bæði Harden og Durant Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2019 16:00 Luka Doncic hefur slegið í gegn í NBA í vetur en þetta er hans fyrsta tímabil í deildinni. Getty/Kevork Djansezian Slóvenski nýliðinn Luka Doncic er einn af þeim sem hafa fengið flest atkvæði í kosningunni á leikmönnum í Stjörnuleik NBA-deildarinnar en kosningin er í fullum gangi. Luka Doncic hefur fengið fleiri atkvæði en stórstjörnur á borð við Kevin Durant, James Harden og Russell Westbrook. James Harden kemst ekki einu sinni í fimm manna lið Vesturdeildarinnar því Derrick Rose hjá Minnesota Timberwolves hefur fengið fleiri atkvæði en hann. Stjörnuleikurinn er þó ekki lengur leikur á milli Vesturstrandarinnar og Austurstrandarinnar. Í staðinn kjóst tveir vinsælustu leikmennirnir í lið. Eins og staðan er núna þá munu það vera LeBron James og Giannis Antetokounmpo sem kjósa í liðin í ár en í fyrra voru það LeBron og Stephen Curry. LeBron James er sá eini sem er kominn með yfir milljón atkvæði í kosningunni en stöðuna má sjá hér fyrir neðan.LeBron/Steph and Giannis/Kyrie lead the first returns of #NBAAllStar Voting 2019 presented by @Google! Vote on https://t.co/R6fBO5LSAS, the NBA App or by searching for your favorite player or team on Google. Vote now! https://t.co/gcW4K59HC0pic.twitter.com/JIZFyIC2Pu — 2019 NBA All-Star (@NBAAllStar) January 3, 2019Atvkæði aðdáenda gilda 50 prósent á móti 25 prósentum hjá öllum leikmönnum deildarinnar og 25 prósentum hjá fjölmiðlamönnum. Á hverju atkvæðaseðli er pláss fyirr tvo bakverði og svo þrjá leikmenn sem spila sem framherji eða miðherji. Kosningunni lýkur ekki fyrr en 21. janúar næstkomandi þannig að það er nóg eftir. Sjálfur stjörnuleikurinn fer fram í Charlotte í Norður-Karólínu 17. febrúar. Leikmennirnir sem kæmust í fimm manna liðin samkvæmt fyrstu tölum væru annarsvegar LeBron James, Luka Doncic, Kevin Durant, Stephen Curry og Derrick Rose en hinsvegar Giannis Antetokounmpo, Kawhi Leonard, Joel Embiid, Kyrie Irving og Dwyane Wade. Það eru ekki allir NBA-spekingar mjög hrifnir af þessum fyrstu tölum og þá sérstaklega hversu fá atkvæði James Harden fær. Það má sjá tvo þeirra fá tölurnar beint í æð hér fyrir neðan.The first results for All-Star fan voting are in, and Chauncey Billups and Amin Elhassan say the DISRESPECT is real pic.twitter.com/LnGzyUvzKg — Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) January 3, 2019 NBA Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Glódís með á æfingu Sport Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Slóvenski nýliðinn Luka Doncic er einn af þeim sem hafa fengið flest atkvæði í kosningunni á leikmönnum í Stjörnuleik NBA-deildarinnar en kosningin er í fullum gangi. Luka Doncic hefur fengið fleiri atkvæði en stórstjörnur á borð við Kevin Durant, James Harden og Russell Westbrook. James Harden kemst ekki einu sinni í fimm manna lið Vesturdeildarinnar því Derrick Rose hjá Minnesota Timberwolves hefur fengið fleiri atkvæði en hann. Stjörnuleikurinn er þó ekki lengur leikur á milli Vesturstrandarinnar og Austurstrandarinnar. Í staðinn kjóst tveir vinsælustu leikmennirnir í lið. Eins og staðan er núna þá munu það vera LeBron James og Giannis Antetokounmpo sem kjósa í liðin í ár en í fyrra voru það LeBron og Stephen Curry. LeBron James er sá eini sem er kominn með yfir milljón atkvæði í kosningunni en stöðuna má sjá hér fyrir neðan.LeBron/Steph and Giannis/Kyrie lead the first returns of #NBAAllStar Voting 2019 presented by @Google! Vote on https://t.co/R6fBO5LSAS, the NBA App or by searching for your favorite player or team on Google. Vote now! https://t.co/gcW4K59HC0pic.twitter.com/JIZFyIC2Pu — 2019 NBA All-Star (@NBAAllStar) January 3, 2019Atvkæði aðdáenda gilda 50 prósent á móti 25 prósentum hjá öllum leikmönnum deildarinnar og 25 prósentum hjá fjölmiðlamönnum. Á hverju atkvæðaseðli er pláss fyirr tvo bakverði og svo þrjá leikmenn sem spila sem framherji eða miðherji. Kosningunni lýkur ekki fyrr en 21. janúar næstkomandi þannig að það er nóg eftir. Sjálfur stjörnuleikurinn fer fram í Charlotte í Norður-Karólínu 17. febrúar. Leikmennirnir sem kæmust í fimm manna liðin samkvæmt fyrstu tölum væru annarsvegar LeBron James, Luka Doncic, Kevin Durant, Stephen Curry og Derrick Rose en hinsvegar Giannis Antetokounmpo, Kawhi Leonard, Joel Embiid, Kyrie Irving og Dwyane Wade. Það eru ekki allir NBA-spekingar mjög hrifnir af þessum fyrstu tölum og þá sérstaklega hversu fá atkvæði James Harden fær. Það má sjá tvo þeirra fá tölurnar beint í æð hér fyrir neðan.The first results for All-Star fan voting are in, and Chauncey Billups and Amin Elhassan say the DISRESPECT is real pic.twitter.com/LnGzyUvzKg — Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) January 3, 2019
NBA Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Glódís með á æfingu Sport Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira