Góður tími til að nýta sér gervigreind 1. maí 2019 11:00 Helgi Svanur segir að útlit sé fyrir að markaðir með gervigreind muni velta 15 þúsund milljörðum dollara árið 2030. Heimshagkerfið veltir nú 80 þúsund milljörðum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari SVIPMYND Helgi Svanur Haraldsson var nýlega ráðinn til Advania til að leiða þjónustu fyrirtækisins á sviði gervigreindar. Hann segir að leiðtogar í viðskiptalífinu þurfi að bera kennsl á þau tækifæri sem felast í framþróun gervigreindar.Hvað felst í nýja starfinu? Hlutverk mitt er að standa að uppbyggingu teymis sem fléttar saman hefðbundna gagnavinnslu og viðskiptagreind. Okkar sérstaða verður að miklu leyti í arkitektúr gagna, gervigreind, spjallbottum og sjálfvirknivæðingu. Markmið okkar er að aðstoða íslensk fyrirtæki við að grípa tækifærin sem felast í gervigreind. Samkvæmt McKinsey er útlit fyrir að markaðir með gervigreind muni velta um 15 þúsund milljörðum dollara árið 2030. Til samanburðar má nefna að núverandi heimshagkerfi veltir um 80 þúsund milljörðum dollara. Fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum munu þurfa tæknilega fær teymi með straumlínulagaða ferla til að ná raunverulegu forskoti. Við erum að rannsaka og setja saman slíkt teymi hjá Advania og höfum einmitt í því skyni nýlega ráðið fjóra mjög færa einstaklinga til viðbótar.Hvernig er Ísland statt þegar kemur að gervigreind? Á undanförnum tveimur árum hefur gervigreind orðið aðgengileg og gagnleg tækni fyrir aðra en stórfyrirtæki í Bandaríkjunum. Nú er því góður tími til að nýta sér tæknina sem hefur þroskast nægjanlega fyrir verkefni nútímans. Íslensk fyrirtæki geta sannarlega tileinkað sér tæknina og ég held að í ár verði stigin stór skref í þá átt.Hvernig er morgunrútínan þín? Ég vakna við að ljósin kvikna í íbúðinni. Fjölskyldan fær sér svo eitthvað gott að borða saman en Lana er mjög metnaðarfull í að undirbúa mat. Svo veltur það á veðri eða hvort ég þurfi að mæta í jakkafötum, hvort ég fer hjólandi í vinnuna.Hver eru þín helstu áhugamál? Ég hef mikinn áhuga á starfi mínu við gervigreind og þá sérstaklega vísindunum við ákvörðunartöku. Ég sé fyrir mér byltingar á þessu sviði. Við getum til dæmis verið mjög góð í litlum hópum og ágæt að vinna verk eftir hefðbundnum fyrirtækjastrúktúr en frekar léleg að taka stærri ákvarðanir. Ný tækni á þessu sviði felst í því að besta gagnsæi, traust, gæði og hraða ákvörðunum. Eitt jákvætt sem hefur komið út úr umræðum um Brexit og Trump er að hinn almenni borgari er orðinn meðvitaður um að það megi kannski bæta kosningakerfið. Það var ekki hægt aða tala um það fyrir 10 árum.Hvaða bók ertu að lesa eða last síðast? Homo Deus eftir Yuval Harari sem er frábær. Ég tengi við mikið af því sem hann segir. Svo er ég kominn hálfa leið með The Secret Barrister eftir Jack Hawkins sem fjallar um breska réttarkerfið. Bæði umfjöllunarefnið og tungumálið sem hann notar er mjög áhugavert.Geturðu nefnt dæmi um ábatann sem felst í gervigreindarvæðingu? Gervigreind og aukin sjálfvirknivæðing fela í sér tækifæri til þess að einfalda skölun fyrirtækja, auka gæði og lækka útgjöld við viðhald ferla og upplýsingakerfa. Samhliða því fæst aukið samkeppnisforskot fyrir fyrirtæki eftir því sem markaðir taka breytingum. Leiðtogar í viðskiptalífinu þurfa að bera kennsl á þessi tækifæri og gervigreindarteymið hjá Advania er reiðubúið til þess að aðstoða við það.Hvaða áskoranir fylgja gervigreindarvæðingu? Ekki vera of svifaseinn. Í grunninn er þetta lærdómsferli og á meðan á því stendur rekst maður á veggi og gerir tímafrek mistök. Það getur svo líka tekið tíma að fá alla innan fyrirtækisins til að vinna saman eftir nýju verklagi. Það er ósennilegt að þú komist langt á ráðgjöf frá einstaklingum sem hafa ekki réttu sérfræðikunnáttuna. Núorðið haldast tækni og viðskiptaáætlanir í hendur í síauknum mæli. Það er lykilatriði að æðstu stjórnendur hafi góða yfirsýn og geti samhæft vinnubrögð þar sem strategískar ákvarðanir eiga að hafa áhrif á arðsemi. Þessu þarf svo auðvitað líka að fylgja vilji til þess að yfirstíga þær hindranir sem kunna að standa í vegi fyrir því að hægt sé að umbreyta rekstrinum þannig að hann skili betri arði. Nám: Master in Mathematics, University of Warwick, 2007 Störf: Leiðir þjónustu Advania á sviði gervigreindar. Fjölskylduhagir: Giftur Lana JuneYue Lou. Saman eigum við hinn síbrosandi Stefán sem er 11 mánaða. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gervigreindarmógúll frá KPMG til Advania Helgi Svanur Haraldsson hefur verið ráðinn til Advania til að leiða þjónustu fyrirtækisins á sviði gervigreindar. 9. apríl 2019 13:45 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
SVIPMYND Helgi Svanur Haraldsson var nýlega ráðinn til Advania til að leiða þjónustu fyrirtækisins á sviði gervigreindar. Hann segir að leiðtogar í viðskiptalífinu þurfi að bera kennsl á þau tækifæri sem felast í framþróun gervigreindar.Hvað felst í nýja starfinu? Hlutverk mitt er að standa að uppbyggingu teymis sem fléttar saman hefðbundna gagnavinnslu og viðskiptagreind. Okkar sérstaða verður að miklu leyti í arkitektúr gagna, gervigreind, spjallbottum og sjálfvirknivæðingu. Markmið okkar er að aðstoða íslensk fyrirtæki við að grípa tækifærin sem felast í gervigreind. Samkvæmt McKinsey er útlit fyrir að markaðir með gervigreind muni velta um 15 þúsund milljörðum dollara árið 2030. Til samanburðar má nefna að núverandi heimshagkerfi veltir um 80 þúsund milljörðum dollara. Fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum munu þurfa tæknilega fær teymi með straumlínulagaða ferla til að ná raunverulegu forskoti. Við erum að rannsaka og setja saman slíkt teymi hjá Advania og höfum einmitt í því skyni nýlega ráðið fjóra mjög færa einstaklinga til viðbótar.Hvernig er Ísland statt þegar kemur að gervigreind? Á undanförnum tveimur árum hefur gervigreind orðið aðgengileg og gagnleg tækni fyrir aðra en stórfyrirtæki í Bandaríkjunum. Nú er því góður tími til að nýta sér tæknina sem hefur þroskast nægjanlega fyrir verkefni nútímans. Íslensk fyrirtæki geta sannarlega tileinkað sér tæknina og ég held að í ár verði stigin stór skref í þá átt.Hvernig er morgunrútínan þín? Ég vakna við að ljósin kvikna í íbúðinni. Fjölskyldan fær sér svo eitthvað gott að borða saman en Lana er mjög metnaðarfull í að undirbúa mat. Svo veltur það á veðri eða hvort ég þurfi að mæta í jakkafötum, hvort ég fer hjólandi í vinnuna.Hver eru þín helstu áhugamál? Ég hef mikinn áhuga á starfi mínu við gervigreind og þá sérstaklega vísindunum við ákvörðunartöku. Ég sé fyrir mér byltingar á þessu sviði. Við getum til dæmis verið mjög góð í litlum hópum og ágæt að vinna verk eftir hefðbundnum fyrirtækjastrúktúr en frekar léleg að taka stærri ákvarðanir. Ný tækni á þessu sviði felst í því að besta gagnsæi, traust, gæði og hraða ákvörðunum. Eitt jákvætt sem hefur komið út úr umræðum um Brexit og Trump er að hinn almenni borgari er orðinn meðvitaður um að það megi kannski bæta kosningakerfið. Það var ekki hægt aða tala um það fyrir 10 árum.Hvaða bók ertu að lesa eða last síðast? Homo Deus eftir Yuval Harari sem er frábær. Ég tengi við mikið af því sem hann segir. Svo er ég kominn hálfa leið með The Secret Barrister eftir Jack Hawkins sem fjallar um breska réttarkerfið. Bæði umfjöllunarefnið og tungumálið sem hann notar er mjög áhugavert.Geturðu nefnt dæmi um ábatann sem felst í gervigreindarvæðingu? Gervigreind og aukin sjálfvirknivæðing fela í sér tækifæri til þess að einfalda skölun fyrirtækja, auka gæði og lækka útgjöld við viðhald ferla og upplýsingakerfa. Samhliða því fæst aukið samkeppnisforskot fyrir fyrirtæki eftir því sem markaðir taka breytingum. Leiðtogar í viðskiptalífinu þurfa að bera kennsl á þessi tækifæri og gervigreindarteymið hjá Advania er reiðubúið til þess að aðstoða við það.Hvaða áskoranir fylgja gervigreindarvæðingu? Ekki vera of svifaseinn. Í grunninn er þetta lærdómsferli og á meðan á því stendur rekst maður á veggi og gerir tímafrek mistök. Það getur svo líka tekið tíma að fá alla innan fyrirtækisins til að vinna saman eftir nýju verklagi. Það er ósennilegt að þú komist langt á ráðgjöf frá einstaklingum sem hafa ekki réttu sérfræðikunnáttuna. Núorðið haldast tækni og viðskiptaáætlanir í hendur í síauknum mæli. Það er lykilatriði að æðstu stjórnendur hafi góða yfirsýn og geti samhæft vinnubrögð þar sem strategískar ákvarðanir eiga að hafa áhrif á arðsemi. Þessu þarf svo auðvitað líka að fylgja vilji til þess að yfirstíga þær hindranir sem kunna að standa í vegi fyrir því að hægt sé að umbreyta rekstrinum þannig að hann skili betri arði. Nám: Master in Mathematics, University of Warwick, 2007 Störf: Leiðir þjónustu Advania á sviði gervigreindar. Fjölskylduhagir: Giftur Lana JuneYue Lou. Saman eigum við hinn síbrosandi Stefán sem er 11 mánaða.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gervigreindarmógúll frá KPMG til Advania Helgi Svanur Haraldsson hefur verið ráðinn til Advania til að leiða þjónustu fyrirtækisins á sviði gervigreindar. 9. apríl 2019 13:45 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Gervigreindarmógúll frá KPMG til Advania Helgi Svanur Haraldsson hefur verið ráðinn til Advania til að leiða þjónustu fyrirtækisins á sviði gervigreindar. 9. apríl 2019 13:45