Seldu fyrir 5,3 milljarða á fyrstu tíu vikum ársins Kristinn Ingi Jónsson skrifar 20. mars 2019 07:15 Heimavellir hyggjast nýta söluandvirðið til þess að greiða upp óhagkvæm lán. Fréttablaðið/Stefán Sala Heimavalla á eignum hefur gengið betur og hraðar fyrir sig á undanförnum mánuðum en forsvarsmenn íbúðaleigufélagsins gerðu ráð fyrir. Félagið samþykkti þannig ýmist kauptilboð í eða seldi samanlagt 168 íbúðir fyrir tæplega 5,3 milljarða króna á fyrstu tíu vikum ársins. Þetta var á meðal þess sem fram kom í máli Erlends Magnússonar, stjórnarformanns Heimavalla, á aðalfundi leigufélagsins sem fór fram síðasta fimmtudag. Félagið samþykkti þannig á fyrstu tíu vikum ársins að selja íbúðir sem nema um níu prósentum af eignasafni þess en félagið átti 1.892 íbúðir í lok síðasta árs. Í skýrslu stjórnar Heimavalla, sem Erlendur flutti á aðalfundinum, kom fram að í lok þessa árs væri áætlað að fjöldi íbúða yrði um 1.600 og að þeim myndi fækka enn frekar á næsta ári, þrátt fyrir að félagið áformaði að taka við nýjum íbúðum á Hlíðarenda á sama tíma. Til samanburðar sagðist félagið í nóvember síðastliðnum reikna með því að 1.645 íbúðir yrðu í eignasafninu í lok árs 2020. Er nú gert ráð fyrir því að heildarfjárbinding leigufélagsins verði að minnsta kosti 20 prósentum lægri í lok árs 2020 í samanburði við bindinguna í lok síðasta árs. Forsvarsmenn Heimavalla hafa sagt að söluandvirði eigna verði nýtt til þess að meðal annars hraða uppgreiðslu óhagstæðra lána og skuldabréfa félagsins og minnka fjárbindingu hluthafa með endurkaupum á hlutafé. Þá binda þeir vonir við að breytt samsetning eignasafnsins muni bæta arðsemi fjárfestingareigna félagsins. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira
Sala Heimavalla á eignum hefur gengið betur og hraðar fyrir sig á undanförnum mánuðum en forsvarsmenn íbúðaleigufélagsins gerðu ráð fyrir. Félagið samþykkti þannig ýmist kauptilboð í eða seldi samanlagt 168 íbúðir fyrir tæplega 5,3 milljarða króna á fyrstu tíu vikum ársins. Þetta var á meðal þess sem fram kom í máli Erlends Magnússonar, stjórnarformanns Heimavalla, á aðalfundi leigufélagsins sem fór fram síðasta fimmtudag. Félagið samþykkti þannig á fyrstu tíu vikum ársins að selja íbúðir sem nema um níu prósentum af eignasafni þess en félagið átti 1.892 íbúðir í lok síðasta árs. Í skýrslu stjórnar Heimavalla, sem Erlendur flutti á aðalfundinum, kom fram að í lok þessa árs væri áætlað að fjöldi íbúða yrði um 1.600 og að þeim myndi fækka enn frekar á næsta ári, þrátt fyrir að félagið áformaði að taka við nýjum íbúðum á Hlíðarenda á sama tíma. Til samanburðar sagðist félagið í nóvember síðastliðnum reikna með því að 1.645 íbúðir yrðu í eignasafninu í lok árs 2020. Er nú gert ráð fyrir því að heildarfjárbinding leigufélagsins verði að minnsta kosti 20 prósentum lægri í lok árs 2020 í samanburði við bindinguna í lok síðasta árs. Forsvarsmenn Heimavalla hafa sagt að söluandvirði eigna verði nýtt til þess að meðal annars hraða uppgreiðslu óhagstæðra lána og skuldabréfa félagsins og minnka fjárbindingu hluthafa með endurkaupum á hlutafé. Þá binda þeir vonir við að breytt samsetning eignasafnsins muni bæta arðsemi fjárfestingareigna félagsins.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira