Rúnar: Sáum í byrjun vikunnar í hvað stefndi Svava Kristín Grétarsdóttir úr Origo-höllinni skrifar 2. febrúar 2019 22:05 Rúnar á hliðarlínunni í kvöld. vísir/bára „Við töpuðum bara fyrir miklu betra liði í dag,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir stórt tap gegn Valsmönnum í fyrstu umferð Olís-deildar karla eftir HM-hléið. „Við nátturlega spilum 7 á 6 sem gengur ágætlega. Við náðum þar að finna okkur ágætis færi en skorum að vísu ekki nógu mörg mörk miðað við færin sem við vinnum okkur í.“ „Svo hættu menn að fylgja konseptinu sem við vorum í og menn fóru að fá betri hugmyndir. Við það riðlaðist leikurinn og Valsmenn gengu þá bara á lagið eins og klassa lið gera.“ „Þeir rúlluðu bara yfir okkur og við hengdum haus, því miður,“ sagði Rúnar, ósáttur við það hvernig leikurinn þróaðist hjá sínum mönnum. Stjarnan spilaði 7 á 6 frá fyrstu mínútu og leit þetta vel út hjá þeim í upphafi. Þeir náðu að róa leikinn og náðu að skipta markmanninum sínum inn og fengu þar af leiðandi fá mörk í bakið. En þegar líða tók á síðari hálfleikinn náði Valur öllum tökum á leiknum og breytti Rúnar þá í hefðbunda uppstillingu. „Við sáum í byrjun vikunnar í hvað stefndi og hvaða mannskap við hefðum til að spila úr. Þetta var þá eina lausnin til að reyna að riðla til vörn Vals, fá hana aftar á völlinn og búa til pláss fyrir skytturnar okkar sem áttu að skjóta í dag og skora mörk. Það tókst ekki alveg.“ „Við vorum að spila ágætlega á köflum í fyrri hálfleik, 7 á 6, og vorum að vinna okkur í færi en svo fórum við að breyta því sem við vorum búnir að æfa í viku, kannski ekki margir hlutir sem við vorum með í gangi en það var engin ástæða til að breyta þessu,“ sagði Rúnar Ari Magnús, Leó Snær, Hjálmtýr og Starri voru allir fjarverandi í dag vegna meiðsla. Það munur um minna fyrir Stjörnuna þegar þessa leikmenn vantar og segist Rúnar ekki vita nákvæmlega hvenær hann fær þessa leikmenn aftur inn. „Það verður bara að koma í ljós, ég vonast auðvitað til að þeir nái leiknum gegn FH í næstu viku en það er alveg hætt við því að þeir komi ekki inn fyrr en í þar næsta leik,“ sagði Rúnar um stöðuna á leikmönnunum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 33-21 │Garðbæingar fengu skell Stjörnunni var skellt af Val í Origo-höllinni í kvöld. 2. febrúar 2019 22:30 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik Sjá meira
„Við töpuðum bara fyrir miklu betra liði í dag,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir stórt tap gegn Valsmönnum í fyrstu umferð Olís-deildar karla eftir HM-hléið. „Við nátturlega spilum 7 á 6 sem gengur ágætlega. Við náðum þar að finna okkur ágætis færi en skorum að vísu ekki nógu mörg mörk miðað við færin sem við vinnum okkur í.“ „Svo hættu menn að fylgja konseptinu sem við vorum í og menn fóru að fá betri hugmyndir. Við það riðlaðist leikurinn og Valsmenn gengu þá bara á lagið eins og klassa lið gera.“ „Þeir rúlluðu bara yfir okkur og við hengdum haus, því miður,“ sagði Rúnar, ósáttur við það hvernig leikurinn þróaðist hjá sínum mönnum. Stjarnan spilaði 7 á 6 frá fyrstu mínútu og leit þetta vel út hjá þeim í upphafi. Þeir náðu að róa leikinn og náðu að skipta markmanninum sínum inn og fengu þar af leiðandi fá mörk í bakið. En þegar líða tók á síðari hálfleikinn náði Valur öllum tökum á leiknum og breytti Rúnar þá í hefðbunda uppstillingu. „Við sáum í byrjun vikunnar í hvað stefndi og hvaða mannskap við hefðum til að spila úr. Þetta var þá eina lausnin til að reyna að riðla til vörn Vals, fá hana aftar á völlinn og búa til pláss fyrir skytturnar okkar sem áttu að skjóta í dag og skora mörk. Það tókst ekki alveg.“ „Við vorum að spila ágætlega á köflum í fyrri hálfleik, 7 á 6, og vorum að vinna okkur í færi en svo fórum við að breyta því sem við vorum búnir að æfa í viku, kannski ekki margir hlutir sem við vorum með í gangi en það var engin ástæða til að breyta þessu,“ sagði Rúnar Ari Magnús, Leó Snær, Hjálmtýr og Starri voru allir fjarverandi í dag vegna meiðsla. Það munur um minna fyrir Stjörnuna þegar þessa leikmenn vantar og segist Rúnar ekki vita nákvæmlega hvenær hann fær þessa leikmenn aftur inn. „Það verður bara að koma í ljós, ég vonast auðvitað til að þeir nái leiknum gegn FH í næstu viku en það er alveg hætt við því að þeir komi ekki inn fyrr en í þar næsta leik,“ sagði Rúnar um stöðuna á leikmönnunum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 33-21 │Garðbæingar fengu skell Stjörnunni var skellt af Val í Origo-höllinni í kvöld. 2. febrúar 2019 22:30 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik Sjá meira
Leik lokið: Valur - Stjarnan 33-21 │Garðbæingar fengu skell Stjörnunni var skellt af Val í Origo-höllinni í kvöld. 2. febrúar 2019 22:30