Lewis Clinch fær ekki leikbann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2019 10:30 Lewis Clinch. vísir/bára Grindavík þarf að greiða 50 þúsund króna sekt en Lewis Clinch fær ekki leikbann fyrir ummæli sín á Twitter um dómgæslu í leik Njarðvíkur og keflavíkur á dögunum. Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands vísaði málinu til Aga- og úrskurðarnefndar sem hefur nú tekið það fyrir. „Hinn kærði, Lewis Clinch, sætir ávítum vegna ummæla sinna á samfélagsmiðlinum Twitter þann 7. janúar 2019. Körfuknattleiksdeild Grindavíkur skal greiða sekt að fjárhæð kr. 50.000,- til KKÍ,“ segir um niðurstöðuna í frétt á heimasíðu KKÍ. Brynjar Þór Björnsson, leikmaður Tindastóls, sleppur líka við leikbann vegna háttsemi sinnar í leik Tindastóls og Hauka í Domino´s deildinni en hann fékk bara áminningu. Lewis Clinch var kærður fyrir tvenn skilaboð á samfélagsmiðlinum Twitter sem kærði lét falla mánudaginn 7. janúar 2018 vegna leiks Keflavíkur og Njarðvíkur sem fram fór um það kvöld. Í fyrri skilaboðunum kom eftirfarandi fram: „The ref‘s in Iceland showed favoritism in the njarvaik (sic) vs kef game. Seems like they wanted Njarvik (sic) to win.“ Seinni skilaboðin, sem voru svar við skilaboðum þriðja aðila, voru eftirfarandi: „Makes sense. They needed to even it out in the end. I honestly dont (sic) care who wins or loses. I hate both teams. Games just need to be called even.“ Í tilvísun kom fram að það væri mat stjórnar KKÍ að ummælin vegi mjög að starfsheiðri og heilindum körfuknattleiksdómara og að þessi ummæli skaði ímynd íþróttarinnar. Telur stjórn KKÍ að ummæli sem þessi eigi aldrei að sjást eða heyrast hjá aðilum í kringum íþróttina á opinberum vettvangi. Var því óskað eftir að málið yrði tekið fyrir hjá aga-og úrskurðarnefnd með vísan til 14. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarnefnd. Lokaorðin í dómnum eru eftirfarin: „Kærði hefur gerst brotlegur við ákvæði 14. gr. reglugerðarinnar. Í ákvæði n. liðar 13. gr. reglugerðarinnar segir að brot skv. tilkynningu stjórnar KKÍ, sbr. ákvæði 14. gr. glugerðarinnar, hafi í för með sér refsingu eftir eðli brotsins, þ.á m. áminningu, ávítur, sektir að fjárhæð kr. 50.000 og leikbann. Aga- og úrskurðarnefnd telur m.a. að í ljósi þess að hinn kærði var ekki leikmaður viðkomandi leiks né hafði aðrar beinar tengingar við leikinn séu ávítur nægilegar sem agaviðurlög gagnvart honum. Nefndin telur aftur á móti nauðsynlegt að leggja sekt á félag hins kærða. Er þar annars vegar haft í huga stöðu hins kærða, en um er ræða leikmann meistaraflokks í félagi sem spilar í efstu deild, og hins vegar almenn og sérstök varnaðaráhrif ákvæðis 14. gr. reglugerðarinnar. Í samræmi við ákvæði n. liðar 13. gr. reglugerðarinnar ákvarðast fjárhæð sektarinnarkr. 50.000.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Vísa Twitter-færslu Clinch um dómarana í Keflavík-Njarðvík til aganefndar KKÍ Lewis Clinch, leikmaður Grindavíkur í Domino´s deild karla gæti verið í vandræðum vegna þessa sem hann sagði um leik milli tveggja annarra liða í deildinni. 9. janúar 2019 13:00 Lewis Clinch segist elska alla dómara á Íslandi: Ekki meðvitaður um að ég gæti fengið bann fyrir þetta Lewis Clinch læsti Twitter síðu sinni en sendi Körfunni og Körfuknattleikssambandinu skilaðboð eftir atburði dagsins. 9. janúar 2019 14:45 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Sjá meira
Grindavík þarf að greiða 50 þúsund króna sekt en Lewis Clinch fær ekki leikbann fyrir ummæli sín á Twitter um dómgæslu í leik Njarðvíkur og keflavíkur á dögunum. Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands vísaði málinu til Aga- og úrskurðarnefndar sem hefur nú tekið það fyrir. „Hinn kærði, Lewis Clinch, sætir ávítum vegna ummæla sinna á samfélagsmiðlinum Twitter þann 7. janúar 2019. Körfuknattleiksdeild Grindavíkur skal greiða sekt að fjárhæð kr. 50.000,- til KKÍ,“ segir um niðurstöðuna í frétt á heimasíðu KKÍ. Brynjar Þór Björnsson, leikmaður Tindastóls, sleppur líka við leikbann vegna háttsemi sinnar í leik Tindastóls og Hauka í Domino´s deildinni en hann fékk bara áminningu. Lewis Clinch var kærður fyrir tvenn skilaboð á samfélagsmiðlinum Twitter sem kærði lét falla mánudaginn 7. janúar 2018 vegna leiks Keflavíkur og Njarðvíkur sem fram fór um það kvöld. Í fyrri skilaboðunum kom eftirfarandi fram: „The ref‘s in Iceland showed favoritism in the njarvaik (sic) vs kef game. Seems like they wanted Njarvik (sic) to win.“ Seinni skilaboðin, sem voru svar við skilaboðum þriðja aðila, voru eftirfarandi: „Makes sense. They needed to even it out in the end. I honestly dont (sic) care who wins or loses. I hate both teams. Games just need to be called even.“ Í tilvísun kom fram að það væri mat stjórnar KKÍ að ummælin vegi mjög að starfsheiðri og heilindum körfuknattleiksdómara og að þessi ummæli skaði ímynd íþróttarinnar. Telur stjórn KKÍ að ummæli sem þessi eigi aldrei að sjást eða heyrast hjá aðilum í kringum íþróttina á opinberum vettvangi. Var því óskað eftir að málið yrði tekið fyrir hjá aga-og úrskurðarnefnd með vísan til 14. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarnefnd. Lokaorðin í dómnum eru eftirfarin: „Kærði hefur gerst brotlegur við ákvæði 14. gr. reglugerðarinnar. Í ákvæði n. liðar 13. gr. reglugerðarinnar segir að brot skv. tilkynningu stjórnar KKÍ, sbr. ákvæði 14. gr. glugerðarinnar, hafi í för með sér refsingu eftir eðli brotsins, þ.á m. áminningu, ávítur, sektir að fjárhæð kr. 50.000 og leikbann. Aga- og úrskurðarnefnd telur m.a. að í ljósi þess að hinn kærði var ekki leikmaður viðkomandi leiks né hafði aðrar beinar tengingar við leikinn séu ávítur nægilegar sem agaviðurlög gagnvart honum. Nefndin telur aftur á móti nauðsynlegt að leggja sekt á félag hins kærða. Er þar annars vegar haft í huga stöðu hins kærða, en um er ræða leikmann meistaraflokks í félagi sem spilar í efstu deild, og hins vegar almenn og sérstök varnaðaráhrif ákvæðis 14. gr. reglugerðarinnar. Í samræmi við ákvæði n. liðar 13. gr. reglugerðarinnar ákvarðast fjárhæð sektarinnarkr. 50.000.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Vísa Twitter-færslu Clinch um dómarana í Keflavík-Njarðvík til aganefndar KKÍ Lewis Clinch, leikmaður Grindavíkur í Domino´s deild karla gæti verið í vandræðum vegna þessa sem hann sagði um leik milli tveggja annarra liða í deildinni. 9. janúar 2019 13:00 Lewis Clinch segist elska alla dómara á Íslandi: Ekki meðvitaður um að ég gæti fengið bann fyrir þetta Lewis Clinch læsti Twitter síðu sinni en sendi Körfunni og Körfuknattleikssambandinu skilaðboð eftir atburði dagsins. 9. janúar 2019 14:45 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Sjá meira
Vísa Twitter-færslu Clinch um dómarana í Keflavík-Njarðvík til aganefndar KKÍ Lewis Clinch, leikmaður Grindavíkur í Domino´s deild karla gæti verið í vandræðum vegna þessa sem hann sagði um leik milli tveggja annarra liða í deildinni. 9. janúar 2019 13:00
Lewis Clinch segist elska alla dómara á Íslandi: Ekki meðvitaður um að ég gæti fengið bann fyrir þetta Lewis Clinch læsti Twitter síðu sinni en sendi Körfunni og Körfuknattleikssambandinu skilaðboð eftir atburði dagsins. 9. janúar 2019 14:45