Hefja viðræður um möguleg kaup ríkisins á Landsneti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. febrúar 2019 14:16 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í pontu á ársfundi Landsvirkjunar í dag. vísir/vilhelm Ríkisstjórnin samþykkti fyrir nokkrum vikum að teknar yrðu upp viðræður um kaup ríkisins á eignarhlutum núverandi eigenda Landsnets en fyrirtækið á og rekur allar meginflutningslínur rafmagns hér á landi. Þá teljast einnig öll helstu tengivirki á landinu til flutningskerfisins. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, greindi frá samþykkt ríkisstjórnarinnar vegna Landsnets í ræðu sinni á ársfundi Landsvirkjunar sem hófst í Hörpu núna klukkan 14. Landsvirkjun er, eins og kunnugt er, að fullu í eigu ríkisins en Landsnet er í eigu Landsvirkjunar (64,73%), RARIK (22,51%), Orkuveitu Reykjavíkur (6,78%) og Orkubús Vestfjarða (5,98%).Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, og ráðherra við upphaf fundarins.vísir/vilhelmSkipa starfshóp til að leiða viðræðurnar Það er ekki nýtt af nálinni að rætt sé um sölu á Landsneti en sala á fyrirtækinu var til að mynda til umræðu á vorfundi þess árið 2016. Þá höfðu bæði þáverandi stjórnarformaður fyrirtækisins, Geir A. Gunnlaugsson, og þáverandi iðnaðarráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, orð á því að þau teldu nauðsynlegt að breyta eignarhaldi fyrirtækisins. Fram kom í máli ráðherra í dag að Ísland hafi fengið undanþágu frá þeirri kröfu, sem kveðið er á um í þriðja orkupakkanum, um að fullur aðskilnaður skuli vera á milli eigenda flutningsfyrirtækis frá öðrum fyrirtækjum á orkumarkaði. „Engu að síður liggur fyrir að öllum helstu hagsmunaaðilum hér á landi finnst slíkur eigenda-aðskilnaður skynsamlegur. Það er að segja: Að til lengri tíma litið sé óheppilegt að flutningsfyrirtækið Landsnet sé í eigu raforkuframleiðenda og dreifiveitna. Frá sjónarhóli neytenda er auðvitað augljóst að sjálfstæði flutningsfyrirtækisins stuðlar að jafnræði annarra aðila á markaði,“ sagði Þórdís Kolbrún og bætti því við að ríkisstjórnin hefði samþykkt að hefja viðræður um kaup ríkisins á Landsneti. „Nú stendur því fyrir dyrum að skipa starfshóp til að leiða þessar viðræður og stefna að viljayfirlýsingu aðila, ef viðræðurnar gefa tilefni til. Ég bind vonir við að í árslok verðum við vel á veg komin með þessar viðræður,“ sagði ráðherra sem ræddi meðal annars einnig um samkeppni á orkumarkaðnum, nýtingu og sóun í orkukerfinu og vindorku.Fjölmenni er á ársfundi Landsvirkjunar sem hófst í Hörpu klukkan 14.vísir/vilhelmByrja vinnu við að skýra regluverkið varðandi vindorku Eins og fjallað hefur verið um hefur áhugi á því að reisa vindorkuver hér á landi farið vaxandi undanfarin ár. Fram kom í máli Þórdísar Kolbrúnar að gallinn væri sá að þeir sem sýni því áhuga að virkja vindinn hér á landi fái misvísandi svör um það hvaða regluverk gildir um slíka starfsemi, til dæmis hvort hún heyri undir rammaáætlun. Þá hefur Ísland ekki markað sér stefnu um nýtingu orkulindarinnar. „Við slíka óvissu verður auðvitað ekki unað. Það þarf að eyða henni og skýra regluverkið. Þeirri vinnu er verið að hleypa af stokkunum og ég sé fyrir mér að hún þurfi nú ekki að taka nema örfá mánuði,“ sagði Þórdís og kvaðst ekkert ætla að gefa sér fyrirfram um niðurstöðuna. „En ég tel ljóst að vindorka feli í sér umtalsverð tækifæri, meðal annars til að auka samkeppni á íslenskum raforkumarkaði. Við verðum þó að nýta þessi tækifæri af varfærni og skynsemi, enda er útbreiðsla vindorku víða í Evrópu orðin slík að ætla má að það sé orðin ákveðin sérstaða að hafa ekki slík mannvirki við sjóndeildarhringinn hvert sem litið er.“ Orkumál Tengdar fréttir Orkupakkinn sem allir eru að tala um en fáir virðast skilja Þriðji orkupakkinn opnaður. 21. nóvember 2018 16:45 Viðgerðum á tengivirki Írafossvirkjunar lokið Eldur kom upp í tengivirki Írafossvirkjunar aðfararnótt jóladags. 28. desember 2018 17:33 Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti fyrir nokkrum vikum að teknar yrðu upp viðræður um kaup ríkisins á eignarhlutum núverandi eigenda Landsnets en fyrirtækið á og rekur allar meginflutningslínur rafmagns hér á landi. Þá teljast einnig öll helstu tengivirki á landinu til flutningskerfisins. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, greindi frá samþykkt ríkisstjórnarinnar vegna Landsnets í ræðu sinni á ársfundi Landsvirkjunar sem hófst í Hörpu núna klukkan 14. Landsvirkjun er, eins og kunnugt er, að fullu í eigu ríkisins en Landsnet er í eigu Landsvirkjunar (64,73%), RARIK (22,51%), Orkuveitu Reykjavíkur (6,78%) og Orkubús Vestfjarða (5,98%).Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, og ráðherra við upphaf fundarins.vísir/vilhelmSkipa starfshóp til að leiða viðræðurnar Það er ekki nýtt af nálinni að rætt sé um sölu á Landsneti en sala á fyrirtækinu var til að mynda til umræðu á vorfundi þess árið 2016. Þá höfðu bæði þáverandi stjórnarformaður fyrirtækisins, Geir A. Gunnlaugsson, og þáverandi iðnaðarráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, orð á því að þau teldu nauðsynlegt að breyta eignarhaldi fyrirtækisins. Fram kom í máli ráðherra í dag að Ísland hafi fengið undanþágu frá þeirri kröfu, sem kveðið er á um í þriðja orkupakkanum, um að fullur aðskilnaður skuli vera á milli eigenda flutningsfyrirtækis frá öðrum fyrirtækjum á orkumarkaði. „Engu að síður liggur fyrir að öllum helstu hagsmunaaðilum hér á landi finnst slíkur eigenda-aðskilnaður skynsamlegur. Það er að segja: Að til lengri tíma litið sé óheppilegt að flutningsfyrirtækið Landsnet sé í eigu raforkuframleiðenda og dreifiveitna. Frá sjónarhóli neytenda er auðvitað augljóst að sjálfstæði flutningsfyrirtækisins stuðlar að jafnræði annarra aðila á markaði,“ sagði Þórdís Kolbrún og bætti því við að ríkisstjórnin hefði samþykkt að hefja viðræður um kaup ríkisins á Landsneti. „Nú stendur því fyrir dyrum að skipa starfshóp til að leiða þessar viðræður og stefna að viljayfirlýsingu aðila, ef viðræðurnar gefa tilefni til. Ég bind vonir við að í árslok verðum við vel á veg komin með þessar viðræður,“ sagði ráðherra sem ræddi meðal annars einnig um samkeppni á orkumarkaðnum, nýtingu og sóun í orkukerfinu og vindorku.Fjölmenni er á ársfundi Landsvirkjunar sem hófst í Hörpu klukkan 14.vísir/vilhelmByrja vinnu við að skýra regluverkið varðandi vindorku Eins og fjallað hefur verið um hefur áhugi á því að reisa vindorkuver hér á landi farið vaxandi undanfarin ár. Fram kom í máli Þórdísar Kolbrúnar að gallinn væri sá að þeir sem sýni því áhuga að virkja vindinn hér á landi fái misvísandi svör um það hvaða regluverk gildir um slíka starfsemi, til dæmis hvort hún heyri undir rammaáætlun. Þá hefur Ísland ekki markað sér stefnu um nýtingu orkulindarinnar. „Við slíka óvissu verður auðvitað ekki unað. Það þarf að eyða henni og skýra regluverkið. Þeirri vinnu er verið að hleypa af stokkunum og ég sé fyrir mér að hún þurfi nú ekki að taka nema örfá mánuði,“ sagði Þórdís og kvaðst ekkert ætla að gefa sér fyrirfram um niðurstöðuna. „En ég tel ljóst að vindorka feli í sér umtalsverð tækifæri, meðal annars til að auka samkeppni á íslenskum raforkumarkaði. Við verðum þó að nýta þessi tækifæri af varfærni og skynsemi, enda er útbreiðsla vindorku víða í Evrópu orðin slík að ætla má að það sé orðin ákveðin sérstaða að hafa ekki slík mannvirki við sjóndeildarhringinn hvert sem litið er.“
Orkumál Tengdar fréttir Orkupakkinn sem allir eru að tala um en fáir virðast skilja Þriðji orkupakkinn opnaður. 21. nóvember 2018 16:45 Viðgerðum á tengivirki Írafossvirkjunar lokið Eldur kom upp í tengivirki Írafossvirkjunar aðfararnótt jóladags. 28. desember 2018 17:33 Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
Orkupakkinn sem allir eru að tala um en fáir virðast skilja Þriðji orkupakkinn opnaður. 21. nóvember 2018 16:45
Viðgerðum á tengivirki Írafossvirkjunar lokið Eldur kom upp í tengivirki Írafossvirkjunar aðfararnótt jóladags. 28. desember 2018 17:33