Leggur 66°Norður til 3,2 milljarða í hlutafé Hörður Ægisson skrifar 30. janúar 2019 07:00 Helgi Rúnar Óskarsson Bandarískur fjárfestingasjóður, sem gekk frá samkomulagi um kaup á minnihluta í Sjóklæðagerðinni 66°Norður í júlí í fyrra, hefur lagt félaginu til nýtt hlutafé að jafnvirði um 3,2 milljarða króna. Með hlutafjáraukningunni tryggir sjóðurinn sér tæplega helmingshlut í 66°Norður. Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66°Norður, segir í samtali við Markaðinn að hlutafjáraukningin hafi klárast í desember á liðnu ári og hún komi til í beinu framhaldi af samkomulagi síðasta sumar um sölu á hlut til alþjóðlegs fjárfestingasjóðs í því skyni að tryggja fjármögnun á áframhaldandi uppbyggingu félagsins erlendis. Markaðurinn upplýsti fyrst um kaupin þann 18. júlí síðastliðinn en ráðgjafarfyrirtækið Rothschild í London hafði umsjón með sölunni fyrir hönd 66°Norður. Þá var Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, einnig á meðal ráðgjafa seljenda í viðskiptunum. Ekki hafa fengist staðfestar upplýsingar um nafn kaupandans en samkvæmt heimildum er um að ræða bandarískan sjóð sem hefur ekki áður komið að fjárfestingum á Íslandi. Hjónin Helgi og Bjarney Harðardóttir, sem eiga núna rúmlega helmingshlut í 66°Norður, komu fyrst inn í hluthafahóp fyrirtækisins 2011 og eignuðust það síðan að fullu tveimur árum síðar. Heildartekjur 66°Norður, sem rekur tíu verslanir hér á landi og tvær í Kaupmannahöfn, námu samtals um 3,86 milljörðum króna á árinu 2017. Fyrirtækið var hins vegar rekið með 115 milljóna króna tapi en hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) nam tæplega 161 milljón króna. Heildareignir í árslok 2017 voru um 3,3 milljarðar en eiginfjárhlutfall félagsins nam þá aðeins um 3,8 prósentum. Helgi segir aðspurður í samtali við Markaðinn að afkoma 66°Norður hafi batnað á síðasta ári og að „heilbrigður vöxtur“ hafi verið í tekjum félagsins. Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Tengdar fréttir Bandarískur sjóður fjárfestir í 66°Norður Bandarískur sjóður eignaðist í byrjun mánaðarins tæplega helmingshlut fyrir um 30 milljónir evra. Engar breytingar verða á stjórn eða lykilstjórnendum félagsins. Ráðgjafar seljenda í viðskiptunum voru Rothschild og Lárus Welding. 18. júlí 2018 06:00 Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Bandarískur fjárfestingasjóður, sem gekk frá samkomulagi um kaup á minnihluta í Sjóklæðagerðinni 66°Norður í júlí í fyrra, hefur lagt félaginu til nýtt hlutafé að jafnvirði um 3,2 milljarða króna. Með hlutafjáraukningunni tryggir sjóðurinn sér tæplega helmingshlut í 66°Norður. Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66°Norður, segir í samtali við Markaðinn að hlutafjáraukningin hafi klárast í desember á liðnu ári og hún komi til í beinu framhaldi af samkomulagi síðasta sumar um sölu á hlut til alþjóðlegs fjárfestingasjóðs í því skyni að tryggja fjármögnun á áframhaldandi uppbyggingu félagsins erlendis. Markaðurinn upplýsti fyrst um kaupin þann 18. júlí síðastliðinn en ráðgjafarfyrirtækið Rothschild í London hafði umsjón með sölunni fyrir hönd 66°Norður. Þá var Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, einnig á meðal ráðgjafa seljenda í viðskiptunum. Ekki hafa fengist staðfestar upplýsingar um nafn kaupandans en samkvæmt heimildum er um að ræða bandarískan sjóð sem hefur ekki áður komið að fjárfestingum á Íslandi. Hjónin Helgi og Bjarney Harðardóttir, sem eiga núna rúmlega helmingshlut í 66°Norður, komu fyrst inn í hluthafahóp fyrirtækisins 2011 og eignuðust það síðan að fullu tveimur árum síðar. Heildartekjur 66°Norður, sem rekur tíu verslanir hér á landi og tvær í Kaupmannahöfn, námu samtals um 3,86 milljörðum króna á árinu 2017. Fyrirtækið var hins vegar rekið með 115 milljóna króna tapi en hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) nam tæplega 161 milljón króna. Heildareignir í árslok 2017 voru um 3,3 milljarðar en eiginfjárhlutfall félagsins nam þá aðeins um 3,8 prósentum. Helgi segir aðspurður í samtali við Markaðinn að afkoma 66°Norður hafi batnað á síðasta ári og að „heilbrigður vöxtur“ hafi verið í tekjum félagsins.
Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Tengdar fréttir Bandarískur sjóður fjárfestir í 66°Norður Bandarískur sjóður eignaðist í byrjun mánaðarins tæplega helmingshlut fyrir um 30 milljónir evra. Engar breytingar verða á stjórn eða lykilstjórnendum félagsins. Ráðgjafar seljenda í viðskiptunum voru Rothschild og Lárus Welding. 18. júlí 2018 06:00 Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Bandarískur sjóður fjárfestir í 66°Norður Bandarískur sjóður eignaðist í byrjun mánaðarins tæplega helmingshlut fyrir um 30 milljónir evra. Engar breytingar verða á stjórn eða lykilstjórnendum félagsins. Ráðgjafar seljenda í viðskiptunum voru Rothschild og Lárus Welding. 18. júlí 2018 06:00