Íslenski boltinn

Nýliðarnir í Inkasso-deildinni ekki tapað síðan 24. maí

Anton Ingi Leifsson skrifar
Óskar Hrafn Þorvaldsson er stjórinn á Seltjarnanesi.
Óskar Hrafn Þorvaldsson er stjórinn á Seltjarnanesi. mynd/grótta
Grótta fékk eitt stig gegn Þór í toppslag Inkasso-deildarinnar í gærkvöldi en liðin skildu jöfn, 1-1, í hörkuleik á Seltjarnanesi.

Grótta er nýliði í Inkasso-deildinni þetta tímabilið en eftir fjórtán umferðir er liðið í þriðja sætinu með 26 stig, stigi á eftir Þór sem er sæti ofar.

Það sem er enn athyglisverðara er að Gróttu-liðið hefur ekki tapað í tíu leikjum í röð í Inkasso-deildinni og það verður að fara aftur til 24. maí sem liðið tapaði síðast.

Sjá einnig: Sjáðu mörkin tvö og rauða spjaldið sem Gróttumenn voru ósáttir við

Þá töpuðu Seltirningar 3-2 fyrir Leikni á heimavelli en síðan þá hefur liðið unnið sex leiki og gert fjögur jafntefli í næstu tíu leikjum.

Átta umferðir eru eftir af Inkasso-deildinni og verður fróðlegt að sjá hvort lærisveinar Óskars Hrafns Þorvaldssonar ná að halda sér í toppbaráttunni allt til loka.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×