Wow í vanskilum með iðgjaldaframlög Birgir Olgeirsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 4. mars 2019 22:30 Upplýsingafulltrúi WOW segir þetta hafa verið gert vegna lausafjárþrenginga flugfélagsins. Vísir/Vilhelm Wow air hefur ekki greitt mótframlagsgreiðslur í lífeyris- og séreignarsparnað síðustu þrjá mánuði og voru starfsmenn fyrst látnir vita í dag. Í skriflegu svari til fréttastofu frá Svanhvíti Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa Wow air, segir að vegna skammtíma lausafjárþrenginga WOW air hafi félagið neyðst til þess að fresta mótframlagsgreiðslum í lífeyris- og séreignarsparnað síðustu þrjá mánuði. Hlutur starfsmanna hafi þó verið greiddur að fullu. Þá segir að WOW air hafi verið í góðum samskiptum við lífeyris- og séreignasjóði. Gengið verði frá greiðslum í þessum mánuði. Starfsfólk WOW air hafi verið upplýst um stöðuna fyrr í dag. „Þetta eru bara vanskil,“ segir Magnús M. Norðdahl, deildarstjóri lögfræðideildar Alþýðusambands Íslands, í samtali við fréttastofu um málið. Hann segir þetta þó ekki hegningarlagabrot þar sem WOW air sé bara í vanskilum með sinn hluta. „Ef þeir hefðu ekki skilað því sem þeir drógu af starfsmönnum, hvort sem það er í séreign eða sameign, þá hefði það verið fjárdráttur,“ segir Magnús. Fyrirtækjum ber skylda til að greiða iðgjaldaframlög í lífeyrissjóði samkvæmt lögum um lífeyrissjóði og séreignasparnað ber einnig skylda til að greiða samkvæmt kjarasamningum. „Þeir eru bara í vanskilum með þetta hvoru tveggja,“ segir Magnús. Hann segir allt of algengt að fyrirtæki lendi í vanskilum með launatengd gjöld. „Því miður þá verður að segjast eins og er að ábyrgðarsjóður launa, sem er fjármagnaður með sérstöku gjaldi sem allt atvinnulífið í landinu borgar, og borgar kröfur sem verða til sem svokallaðar forgangskröfur í þrotabúum, þá er þetta allt of algengt. Þar á meðal eru kröfur um vangreidd laun launafólks og iðgjöld til lífeyrissjóða. Það eru háar fjárhæðir sem eru greiddar úr ábyrgðarsjóði launa hvert ár.“ Fréttir af flugi Lífeyrissjóðir WOW Air Mest lesið Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Kaupa Gompute Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Sjá meira
Wow air hefur ekki greitt mótframlagsgreiðslur í lífeyris- og séreignarsparnað síðustu þrjá mánuði og voru starfsmenn fyrst látnir vita í dag. Í skriflegu svari til fréttastofu frá Svanhvíti Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa Wow air, segir að vegna skammtíma lausafjárþrenginga WOW air hafi félagið neyðst til þess að fresta mótframlagsgreiðslum í lífeyris- og séreignarsparnað síðustu þrjá mánuði. Hlutur starfsmanna hafi þó verið greiddur að fullu. Þá segir að WOW air hafi verið í góðum samskiptum við lífeyris- og séreignasjóði. Gengið verði frá greiðslum í þessum mánuði. Starfsfólk WOW air hafi verið upplýst um stöðuna fyrr í dag. „Þetta eru bara vanskil,“ segir Magnús M. Norðdahl, deildarstjóri lögfræðideildar Alþýðusambands Íslands, í samtali við fréttastofu um málið. Hann segir þetta þó ekki hegningarlagabrot þar sem WOW air sé bara í vanskilum með sinn hluta. „Ef þeir hefðu ekki skilað því sem þeir drógu af starfsmönnum, hvort sem það er í séreign eða sameign, þá hefði það verið fjárdráttur,“ segir Magnús. Fyrirtækjum ber skylda til að greiða iðgjaldaframlög í lífeyrissjóði samkvæmt lögum um lífeyrissjóði og séreignasparnað ber einnig skylda til að greiða samkvæmt kjarasamningum. „Þeir eru bara í vanskilum með þetta hvoru tveggja,“ segir Magnús. Hann segir allt of algengt að fyrirtæki lendi í vanskilum með launatengd gjöld. „Því miður þá verður að segjast eins og er að ábyrgðarsjóður launa, sem er fjármagnaður með sérstöku gjaldi sem allt atvinnulífið í landinu borgar, og borgar kröfur sem verða til sem svokallaðar forgangskröfur í þrotabúum, þá er þetta allt of algengt. Þar á meðal eru kröfur um vangreidd laun launafólks og iðgjöld til lífeyrissjóða. Það eru háar fjárhæðir sem eru greiddar úr ábyrgðarsjóði launa hvert ár.“
Fréttir af flugi Lífeyrissjóðir WOW Air Mest lesið Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Kaupa Gompute Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Sjá meira
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent