Harden bað um sanngirni í dómgæslu eftir tapið í leik eitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2019 10:30 James Harden mótmælir dómi. AP/David J. Phillip Golden State Warriors vann 104-100 sigur á Houston Rockets í spennuleik í úrslitakeppni NBA í nótt en leikurinn endaði á því að Chris Paul var hent út í húsi fyrir að mótmæla því að ekki var dæmt þegar James Harden klikkaði á lokaskoti Rockets-liðsins. Það kom því ekkert á óvart að dómararnir hafi verið til umræðu eftir leikinn. James Harden og félagar í liði Houston Rockets voru nefnilega allt annað en sáttir með dómgæsluna í þessum fyrsta leik sínum á móti Golden State Warriors í undanúrslitum vestursins í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta.James Harden wasn't thrilled about the officiating in Game 1. pic.twitter.com/2e2GRlaiDg — NBA on ESPN (@ESPNNBA) April 28, 2019Liðin hafa mæst oft í úrslitakeppninni á síðustu árum og eins og áður þá ganga leikmenn Golden State Warriors eins langt og þeir komast við að reyna að stoppa James Harden. Að þessu sinni virtust þeir komast margoft upp með það að stíga undir James Harden í þriggja stiga skotunum. Samkvæmt James Harden og þjálfaranum Mike D'Antoni þá viðurkenndu dómararnir í hálfleik að þeir höfðu fjórum sinnum misst af því þegar Klay Thompson, leikmaður Golden State Warriors, hoppaði undir Harden í þriggja stiga skoti. Það gerðist síðan aftur í lokaskotinu en þá var það Draymond Green sem fór undir Harden. „Ég ætla að reyna að vera eins kurteis og ég get því ég vil ekki gefa þeim peninginn. Ég vil miklu frekar að mín góðgerðasamtök njóti góðs af peningunum mínum,“ sagði Mike D'Antoni eftir leik. „Dómararnir komu inn í sal eftir hálfleikinn og viðurkenndu að þeir höfðu misst af þessu. Þeir sögðu mér það. Þeir misstu af fjórum villum. Það eru tólf vítaskot. Það verður að hafa það. Þeir eru að gera eins vel og þeir geta,“ sagði Mike D'Antoni.CP3 got ejected after this wild Rockets final possession pic.twitter.com/qXqGJ9Yqjo — SportsCenter (@SportsCenter) April 28, 2019James Harden var líka spurður út í dómgæsluna en hann tók fjórtán víti í leiknum í nótt og skoraði alls 35 stig. Aðeins 4 af 16 þriggja stiga skotum hans fóru hins vegar rétta leið. „Ég vil bara fá sanngirni í dómgæslunni og að þeir fari eftir reglunum. Ég bið ekki um meira og þá get ég sætt við mig útkomuna,“ sagði James Harden sem klikkaði á þriggja stiga skoti 7,4 sekúndum fyrir leikslok en hann hefði þá getað jafnað metin. Harden komst eins og áður sagði fjórtán sinnum á vítalínuna en þá aðeins einu sinni eftir að brotið var á honum í þriggja stiga skoti. Það er hætt við því að dómarar næsta leiks muni fylgjast gaumgæfilega með því hvort að leikmenn Golden State fari undir Harden í þriggja stiga skotunum.Big plays down the stretch as the @warriors (1-0) top HOU in a thrilling Game 1! #StrengthInNumbers#NBAPlayoffs Game 2: Tuesday (4/30), 10:30pm/et, TNT pic.twitter.com/JjHLdSeRNy — NBA (@NBA) April 28, 2019Chris Paul fékk tvær tæknivillur fyrir að mótmæla því að James Harden fékk ekki villu á leikmenn Golden State í þriggja stiga skoti. Seinna atvikið var á lokasekúndunum og var Paul þá sendur í sturtu. Harden rifjaði það líka upp þegar Kawhi Leonard meiddist illa í leik eitt á móti Golden State í úrslitakeppninni 2017 þegar Zaza Pachulia fór undir hann og Leonard lenti á fætinum hans og tognaði illa. „Við vitum öll hvað gerðist hjá Kawhi fyrir nokkrum árum. Svona atvik getur breytt heilli seríu. Þetta er bara einfalt. Dæmið leikinn eins og stendur í reglunum,“ ítrekaði Harden.Harden (16 PTS) steps back for three... got it! #NBAPlayoffs#RunAsOne 44#StrengthInNumbers 51 2:36 left in Q2 on #NBAonABCpic.twitter.com/Z4kTimOFlc — NBA (@NBA) April 28, 2019 NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira
Golden State Warriors vann 104-100 sigur á Houston Rockets í spennuleik í úrslitakeppni NBA í nótt en leikurinn endaði á því að Chris Paul var hent út í húsi fyrir að mótmæla því að ekki var dæmt þegar James Harden klikkaði á lokaskoti Rockets-liðsins. Það kom því ekkert á óvart að dómararnir hafi verið til umræðu eftir leikinn. James Harden og félagar í liði Houston Rockets voru nefnilega allt annað en sáttir með dómgæsluna í þessum fyrsta leik sínum á móti Golden State Warriors í undanúrslitum vestursins í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta.James Harden wasn't thrilled about the officiating in Game 1. pic.twitter.com/2e2GRlaiDg — NBA on ESPN (@ESPNNBA) April 28, 2019Liðin hafa mæst oft í úrslitakeppninni á síðustu árum og eins og áður þá ganga leikmenn Golden State Warriors eins langt og þeir komast við að reyna að stoppa James Harden. Að þessu sinni virtust þeir komast margoft upp með það að stíga undir James Harden í þriggja stiga skotunum. Samkvæmt James Harden og þjálfaranum Mike D'Antoni þá viðurkenndu dómararnir í hálfleik að þeir höfðu fjórum sinnum misst af því þegar Klay Thompson, leikmaður Golden State Warriors, hoppaði undir Harden í þriggja stiga skoti. Það gerðist síðan aftur í lokaskotinu en þá var það Draymond Green sem fór undir Harden. „Ég ætla að reyna að vera eins kurteis og ég get því ég vil ekki gefa þeim peninginn. Ég vil miklu frekar að mín góðgerðasamtök njóti góðs af peningunum mínum,“ sagði Mike D'Antoni eftir leik. „Dómararnir komu inn í sal eftir hálfleikinn og viðurkenndu að þeir höfðu misst af þessu. Þeir sögðu mér það. Þeir misstu af fjórum villum. Það eru tólf vítaskot. Það verður að hafa það. Þeir eru að gera eins vel og þeir geta,“ sagði Mike D'Antoni.CP3 got ejected after this wild Rockets final possession pic.twitter.com/qXqGJ9Yqjo — SportsCenter (@SportsCenter) April 28, 2019James Harden var líka spurður út í dómgæsluna en hann tók fjórtán víti í leiknum í nótt og skoraði alls 35 stig. Aðeins 4 af 16 þriggja stiga skotum hans fóru hins vegar rétta leið. „Ég vil bara fá sanngirni í dómgæslunni og að þeir fari eftir reglunum. Ég bið ekki um meira og þá get ég sætt við mig útkomuna,“ sagði James Harden sem klikkaði á þriggja stiga skoti 7,4 sekúndum fyrir leikslok en hann hefði þá getað jafnað metin. Harden komst eins og áður sagði fjórtán sinnum á vítalínuna en þá aðeins einu sinni eftir að brotið var á honum í þriggja stiga skoti. Það er hætt við því að dómarar næsta leiks muni fylgjast gaumgæfilega með því hvort að leikmenn Golden State fari undir Harden í þriggja stiga skotunum.Big plays down the stretch as the @warriors (1-0) top HOU in a thrilling Game 1! #StrengthInNumbers#NBAPlayoffs Game 2: Tuesday (4/30), 10:30pm/et, TNT pic.twitter.com/JjHLdSeRNy — NBA (@NBA) April 28, 2019Chris Paul fékk tvær tæknivillur fyrir að mótmæla því að James Harden fékk ekki villu á leikmenn Golden State í þriggja stiga skoti. Seinna atvikið var á lokasekúndunum og var Paul þá sendur í sturtu. Harden rifjaði það líka upp þegar Kawhi Leonard meiddist illa í leik eitt á móti Golden State í úrslitakeppninni 2017 þegar Zaza Pachulia fór undir hann og Leonard lenti á fætinum hans og tognaði illa. „Við vitum öll hvað gerðist hjá Kawhi fyrir nokkrum árum. Svona atvik getur breytt heilli seríu. Þetta er bara einfalt. Dæmið leikinn eins og stendur í reglunum,“ ítrekaði Harden.Harden (16 PTS) steps back for three... got it! #NBAPlayoffs#RunAsOne 44#StrengthInNumbers 51 2:36 left in Q2 on #NBAonABCpic.twitter.com/Z4kTimOFlc — NBA (@NBA) April 28, 2019
NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira