Kári lét Loga heyra það: „Þvílík andskotans firra“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 4. maí 2019 14:22 Kári Kristján Kristjánsson vísir/vilhelm Kári Kristján Kristjánsson, leikmaður ÍBV í Olísdeild karla, lét Loga Geirsson, einn sérfræðinga Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport, heyra það á samfélagsmiðlum í dag eftir að Logi sagði brot Kára á Heimi Óla Heimissyni verðskulda margra leikja bann. Aganefnd HSÍ fundar í dag um mál Kára Kristjáns sem fékk rautt spjald í leik ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla á dögunum. Kári fékk rauða spjaldið fyrir brot á Heimi Óla en sjónvarpsupptökur Stöðvar 2 Sport frá leiknum virðast sýna Kára setja olnbogann í höfuðið á Heimi. Í gær kom fram myndband með öðru sjónarhorni sem Kári sagði í samtali við Vísi að sannaði með óyggjandi hætti að hann væri fórnarlamb í málinu og að hann hafi verið að bera hendur fyrir sig þar sem Heimir Óli togaði hann niður.Logi Geirssons2 sportHeimir Óli var hins vegar ósammála frásögn Kára, sagði hana gjörsamlega út í Hróa og að hann hafi „aldrei heyrt um það að maður sem detti taki olnbogann og bombi honuum í andlitið á öðrum manni.“ Heimir sagðist jafnframt ekki hafa mátt æfa í gær vegna höfuðmeiðsla og óvíst sé um áframhaldandi þátttöku hans. Málið var tekið fyrir í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld og þar voru sérfræðingarnir nokkuð sammála um að Kári hefði brotið af sér og verðskuldað rautt spjald. Logi Geirsson fór svo langt að segja það verðskulda margra leikja bann því brotið hafi gerst þegar búið var að stöðva leikinn og þar með væri þetta árás en ekki leikbrot. Kári Kristján tók til samfélagsmiðla í dag og birti þar þriðja myndbandið sem í hans orðum er „enn betra sjónarhorn máli mínu til stuðnings.“ Kári segir Loga hafa vænt sig um einbeittan brotavilja. „Þvílík andskotans firra. Logi Geirsson hafðu þetta til hliðsjónar áður en þú setur þig í dómarasæti til þess eins að strauja mig út úr þessari úrslitakeppni og umfram allt hafðu skömm fyrir,“ skrifar Kári á Facebook. Kári var upphaflega dæmdur í eins leiks bann af aganefnd HSÍ en málsmeðferð er þó ekki lokið. Aganefnd kemur aftur saman í dag eftir að félögin gátu sent inn athugasemdir og sjónarmið. Úrskurður aganefndar í málinu verður líklega gerður opinber seinna í dag, en þriðji leikur liðanna fer fram á morgun. Olís-deild karla Tengdar fréttir Allt fór í háaloft í Eyjum: Sjáðu rauðu spjöldin sem fóru á loft Fjögur rauð spjöld sáust í leik Hauka og ÍBV í undanúrslitum Olís-deildarinnar. 3. maí 2019 11:37 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira
Kári Kristján Kristjánsson, leikmaður ÍBV í Olísdeild karla, lét Loga Geirsson, einn sérfræðinga Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport, heyra það á samfélagsmiðlum í dag eftir að Logi sagði brot Kára á Heimi Óla Heimissyni verðskulda margra leikja bann. Aganefnd HSÍ fundar í dag um mál Kára Kristjáns sem fékk rautt spjald í leik ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla á dögunum. Kári fékk rauða spjaldið fyrir brot á Heimi Óla en sjónvarpsupptökur Stöðvar 2 Sport frá leiknum virðast sýna Kára setja olnbogann í höfuðið á Heimi. Í gær kom fram myndband með öðru sjónarhorni sem Kári sagði í samtali við Vísi að sannaði með óyggjandi hætti að hann væri fórnarlamb í málinu og að hann hafi verið að bera hendur fyrir sig þar sem Heimir Óli togaði hann niður.Logi Geirssons2 sportHeimir Óli var hins vegar ósammála frásögn Kára, sagði hana gjörsamlega út í Hróa og að hann hafi „aldrei heyrt um það að maður sem detti taki olnbogann og bombi honuum í andlitið á öðrum manni.“ Heimir sagðist jafnframt ekki hafa mátt æfa í gær vegna höfuðmeiðsla og óvíst sé um áframhaldandi þátttöku hans. Málið var tekið fyrir í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld og þar voru sérfræðingarnir nokkuð sammála um að Kári hefði brotið af sér og verðskuldað rautt spjald. Logi Geirsson fór svo langt að segja það verðskulda margra leikja bann því brotið hafi gerst þegar búið var að stöðva leikinn og þar með væri þetta árás en ekki leikbrot. Kári Kristján tók til samfélagsmiðla í dag og birti þar þriðja myndbandið sem í hans orðum er „enn betra sjónarhorn máli mínu til stuðnings.“ Kári segir Loga hafa vænt sig um einbeittan brotavilja. „Þvílík andskotans firra. Logi Geirsson hafðu þetta til hliðsjónar áður en þú setur þig í dómarasæti til þess eins að strauja mig út úr þessari úrslitakeppni og umfram allt hafðu skömm fyrir,“ skrifar Kári á Facebook. Kári var upphaflega dæmdur í eins leiks bann af aganefnd HSÍ en málsmeðferð er þó ekki lokið. Aganefnd kemur aftur saman í dag eftir að félögin gátu sent inn athugasemdir og sjónarmið. Úrskurður aganefndar í málinu verður líklega gerður opinber seinna í dag, en þriðji leikur liðanna fer fram á morgun.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Allt fór í háaloft í Eyjum: Sjáðu rauðu spjöldin sem fóru á loft Fjögur rauð spjöld sáust í leik Hauka og ÍBV í undanúrslitum Olís-deildarinnar. 3. maí 2019 11:37 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira
Allt fór í háaloft í Eyjum: Sjáðu rauðu spjöldin sem fóru á loft Fjögur rauð spjöld sáust í leik Hauka og ÍBV í undanúrslitum Olís-deildarinnar. 3. maí 2019 11:37