Segja hugmyndina um nýtt flugfélag sem "treður á launafólki“ vonda hugmynd Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. júní 2019 15:37 Forsvarsmenn Alþýðusambands Íslands gagnrýndu fyrirætlanir Skúla Mogensen harðlega í pistli sem birtist á Facebook-síðu ASÍ. Vísir/Vilhelm Alþýðusamband Íslands er allt annað en ánægt með hugmyndir Skúla Mogensen um hvernig nýtt lággjaldaflugfélag á grunni WOW Air þyrfti að líta út til að ná árangri. Skúli hélt í gær fyrirlestur á frumkvöðlaráðstefnunni Startup Iceland 2019 í Hörpu þar sem hann ræddi um sögu flugfélagsins og hugsanlega endurreisn.Sjá nánar: Skúli virðist staðráðinn í því að endurreisa WOW Air Skúli sagði í gær að nauðsynlegt væri fyrir nýtt flugfélag að geta ráðið starfskrafta erlendis frá. „Þetta er viðkvæmt og verður líklega í fyrirsögnunum á morgun: Skúli segir engin stéttarfélög,“ sagði Skúli sem virtist gera sér grein fyrir því að hann væri með orðum sínum að hætta sér út á hálan ís. Hann bætti við að þetta væri lykilatriði. Ísland væri einfaldlega orðið of dýrt og íslensk flugfélög væru ekki samkeppnishæf. „Eina leiðin til þess að fá þetta til að virka er að vera með réttu blönduna. Við þurfum að vera með blöndu af áhöfnum, flugmönnum og tölvudeild. Sumt af starfsfólkinu á Íslandi, sumt erlendis,“ sagði Skúli. Í pistli sem ASÍ birti á Facebook-síðu sinni undir yfirskriftinni „NEI TAKK, Skúli Mogensen“ er Skúli harðlega gagnrýndur fyrir fyrirætlanir sínar. Hugmyndin um nýtt lággjaldaflugfélag sem skapi sér samkeppnisforskot með því að „troða á launafólki“ sé einfaldlega vond hugmynd sem íslensk verkalýðshreyfing gæti aldrei samþykkt.Fyrirtæki sem spila ekki eftir leikreglum ekki velkomin „Skúli Mogensen lýsti því í kvöldfréttum RÚV í gær að kjarasamningsbundin laun og leikreglur á íslenskum vinnumarkaði hafi verið of íþyngjandi fyrir rekstur flugfélagsins WOW. Þetta eru afar kaldar kveðjur þar sem WOW naut velvildar starfsmanna sinna og í raun samfélagsins alls,“ segir í færslunni. Það hafi ekki verið mannsæmandi laun sem settu fyrirtækið í þrot. „Að koma núna og kenna starfsmönnum og launakjörum þeirra um gjaldþrotið er allt annað en stórmannlegt og kaldar kveðjur til starfsfólksins sem stóð með félaginu þar til yfir lauk.“ Lög, reglur og kjarasamningar séu undirstaða norræns velferðarsamfélags. „Fyrirtæki sem eru tilbúin að starfa á þessum forsendum eru velkomin – önnur ekki. Þeir sem ætla að vera með í leiknum verða að spila eftir reglunum. Hinum sem ætla að svindla er mætt af fullri hörku“. Fréttir af flugi Kjaramál WOW Air Tengdar fréttir Telur aukið beint flug yfir Atlantshaf framhjá Íslandi alvarlega ógn við hagkerfið Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri og eigandi WOW air telur að aukin tíðni flugferða beint á milli Evrópu og Bandaríkjanna, framhjá Íslandi, sé alvarleg ógn við íslensku ferðaþjónustuna sem og hagkerfið. Þetta skýri af hverju ákveðið hafi verið að bæta breiðþotum inn í flugflota WOW air, sem síðar varð flugfélaginu líklega að falli. 3. júní 2019 17:00 Skúli virðist staðráðinn í því að endurreisa WOW air Skúli Mogensen virðist stefna ótrauður að því að endurreisa hið fallna flugfélag WOW air. Á frumkvöðlaráðstefnu í Hörpu í morgun kynnti Skúli ítarlegar hugmyndir að því hvernig hið endurreista flugfélag myndi líta út, án þess þó að segja það hreint út að til stæði að endurreisa flugfélagið. 3. júní 2019 11:12 Skúli segist hafa fengið tvö erlend atvinnutilboð úr fluggeiranum Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri og eigandi WOW air, segist hafa fengið tvö atvinnutilboð erlendis frá úr fluggeiranum frá því að flugfélag hans varð gjaldþrota. Hann segir að endurreisn WOW air sé ekki í bígerð á næstunni en að hann myndi stökka á slíkt tækifæri stæði það honum til boða. 3. júní 2019 13:15 Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Alþýðusamband Íslands er allt annað en ánægt með hugmyndir Skúla Mogensen um hvernig nýtt lággjaldaflugfélag á grunni WOW Air þyrfti að líta út til að ná árangri. Skúli hélt í gær fyrirlestur á frumkvöðlaráðstefnunni Startup Iceland 2019 í Hörpu þar sem hann ræddi um sögu flugfélagsins og hugsanlega endurreisn.Sjá nánar: Skúli virðist staðráðinn í því að endurreisa WOW Air Skúli sagði í gær að nauðsynlegt væri fyrir nýtt flugfélag að geta ráðið starfskrafta erlendis frá. „Þetta er viðkvæmt og verður líklega í fyrirsögnunum á morgun: Skúli segir engin stéttarfélög,“ sagði Skúli sem virtist gera sér grein fyrir því að hann væri með orðum sínum að hætta sér út á hálan ís. Hann bætti við að þetta væri lykilatriði. Ísland væri einfaldlega orðið of dýrt og íslensk flugfélög væru ekki samkeppnishæf. „Eina leiðin til þess að fá þetta til að virka er að vera með réttu blönduna. Við þurfum að vera með blöndu af áhöfnum, flugmönnum og tölvudeild. Sumt af starfsfólkinu á Íslandi, sumt erlendis,“ sagði Skúli. Í pistli sem ASÍ birti á Facebook-síðu sinni undir yfirskriftinni „NEI TAKK, Skúli Mogensen“ er Skúli harðlega gagnrýndur fyrir fyrirætlanir sínar. Hugmyndin um nýtt lággjaldaflugfélag sem skapi sér samkeppnisforskot með því að „troða á launafólki“ sé einfaldlega vond hugmynd sem íslensk verkalýðshreyfing gæti aldrei samþykkt.Fyrirtæki sem spila ekki eftir leikreglum ekki velkomin „Skúli Mogensen lýsti því í kvöldfréttum RÚV í gær að kjarasamningsbundin laun og leikreglur á íslenskum vinnumarkaði hafi verið of íþyngjandi fyrir rekstur flugfélagsins WOW. Þetta eru afar kaldar kveðjur þar sem WOW naut velvildar starfsmanna sinna og í raun samfélagsins alls,“ segir í færslunni. Það hafi ekki verið mannsæmandi laun sem settu fyrirtækið í þrot. „Að koma núna og kenna starfsmönnum og launakjörum þeirra um gjaldþrotið er allt annað en stórmannlegt og kaldar kveðjur til starfsfólksins sem stóð með félaginu þar til yfir lauk.“ Lög, reglur og kjarasamningar séu undirstaða norræns velferðarsamfélags. „Fyrirtæki sem eru tilbúin að starfa á þessum forsendum eru velkomin – önnur ekki. Þeir sem ætla að vera með í leiknum verða að spila eftir reglunum. Hinum sem ætla að svindla er mætt af fullri hörku“.
Fréttir af flugi Kjaramál WOW Air Tengdar fréttir Telur aukið beint flug yfir Atlantshaf framhjá Íslandi alvarlega ógn við hagkerfið Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri og eigandi WOW air telur að aukin tíðni flugferða beint á milli Evrópu og Bandaríkjanna, framhjá Íslandi, sé alvarleg ógn við íslensku ferðaþjónustuna sem og hagkerfið. Þetta skýri af hverju ákveðið hafi verið að bæta breiðþotum inn í flugflota WOW air, sem síðar varð flugfélaginu líklega að falli. 3. júní 2019 17:00 Skúli virðist staðráðinn í því að endurreisa WOW air Skúli Mogensen virðist stefna ótrauður að því að endurreisa hið fallna flugfélag WOW air. Á frumkvöðlaráðstefnu í Hörpu í morgun kynnti Skúli ítarlegar hugmyndir að því hvernig hið endurreista flugfélag myndi líta út, án þess þó að segja það hreint út að til stæði að endurreisa flugfélagið. 3. júní 2019 11:12 Skúli segist hafa fengið tvö erlend atvinnutilboð úr fluggeiranum Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri og eigandi WOW air, segist hafa fengið tvö atvinnutilboð erlendis frá úr fluggeiranum frá því að flugfélag hans varð gjaldþrota. Hann segir að endurreisn WOW air sé ekki í bígerð á næstunni en að hann myndi stökka á slíkt tækifæri stæði það honum til boða. 3. júní 2019 13:15 Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Telur aukið beint flug yfir Atlantshaf framhjá Íslandi alvarlega ógn við hagkerfið Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri og eigandi WOW air telur að aukin tíðni flugferða beint á milli Evrópu og Bandaríkjanna, framhjá Íslandi, sé alvarleg ógn við íslensku ferðaþjónustuna sem og hagkerfið. Þetta skýri af hverju ákveðið hafi verið að bæta breiðþotum inn í flugflota WOW air, sem síðar varð flugfélaginu líklega að falli. 3. júní 2019 17:00
Skúli virðist staðráðinn í því að endurreisa WOW air Skúli Mogensen virðist stefna ótrauður að því að endurreisa hið fallna flugfélag WOW air. Á frumkvöðlaráðstefnu í Hörpu í morgun kynnti Skúli ítarlegar hugmyndir að því hvernig hið endurreista flugfélag myndi líta út, án þess þó að segja það hreint út að til stæði að endurreisa flugfélagið. 3. júní 2019 11:12
Skúli segist hafa fengið tvö erlend atvinnutilboð úr fluggeiranum Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri og eigandi WOW air, segist hafa fengið tvö atvinnutilboð erlendis frá úr fluggeiranum frá því að flugfélag hans varð gjaldþrota. Hann segir að endurreisn WOW air sé ekki í bígerð á næstunni en að hann myndi stökka á slíkt tækifæri stæði það honum til boða. 3. júní 2019 13:15