Færri Wow-liðar atvinnulausir Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. maí 2019 06:00 Ein farþegaþota WOW air á Keflavíkurflugvell í mars síðastliðnum. Fréttablaðið/Ernir Milli mánaðanna apríl og maí hefur fækkað um sextíu í hópi þeirra fyrrverandi starfsmanna WOW air sem skráðir eru atvinnulausir hjá Vinnumálastofnun. Að því er fram kemur í minnisblaði sem Vinnumálastofnun tók saman í síðustu viku að beiðni félagsmálaráðuneytisins voru það alls 780 starfsmenn WOW air sem sóttu um atvinnuleysisbætur eftir fall fyrirtækisins í lok mars. „Af þeim fengu 680 atvinnuleysisbætur greiddar fyrir aprílmánuð. Í dag eru 621 fyrrverandi starfsmaður WOW á atvinnuleysisskrá. Má áætla að mismunur þeirra sem sóttu um atvinnuleysisbætur og fengu greiddar atvinnuleysisbætur fyrir apríl liggi í þeim hópi sem fékk starf strax eða var í lánshæfu námi. Eftir stendur að 621 starfsmaður hefur enn ekki fundið starf,“ segir í minnisblaðinu. Gísli Davíð Karlsson, þjónustustjóri hjá Vinnumálastofnun, bendir á að skráning á atvinnuleysi meðal fyrrverandi starfsmanna WOW air gefi ekki fulla mynd af stöðunni eftir gjaldþrotið. „Það eru þarna kannski útlendingar sem fóru beint til síns heima og eru hugsanlega komnir með vinnu.“ Gísli segir starfsmenn Vinnumálastofnunar ekki hafa gert sér sérstaka mynd af því hvernig þróunin yrði hjá hópnum. „Það eru vísbendingar um að það sé að hægjast um í hagkerfinu en þarna eru margir einstaklingar sem standa sterkir að vígi varðandi vinnumarkaðinn – ég held að meginþorri þeirra sé með háskólamenntun. En svo er spurning með framboð af störfum við hæfi.“ Vignir Örn Guðnason, formaður Íslenska flugmannafélagsins – félags flugmanna hjá WOW – var staddur í útlöndum í gær og baðst af þeim sökum undan viðtali um stöðuna í bili. Ekki náðist í Berglindi Hafsteinsdóttur, formann Flugfreyjufélags Íslands. Birtist í Fréttablaðinu Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Milli mánaðanna apríl og maí hefur fækkað um sextíu í hópi þeirra fyrrverandi starfsmanna WOW air sem skráðir eru atvinnulausir hjá Vinnumálastofnun. Að því er fram kemur í minnisblaði sem Vinnumálastofnun tók saman í síðustu viku að beiðni félagsmálaráðuneytisins voru það alls 780 starfsmenn WOW air sem sóttu um atvinnuleysisbætur eftir fall fyrirtækisins í lok mars. „Af þeim fengu 680 atvinnuleysisbætur greiddar fyrir aprílmánuð. Í dag eru 621 fyrrverandi starfsmaður WOW á atvinnuleysisskrá. Má áætla að mismunur þeirra sem sóttu um atvinnuleysisbætur og fengu greiddar atvinnuleysisbætur fyrir apríl liggi í þeim hópi sem fékk starf strax eða var í lánshæfu námi. Eftir stendur að 621 starfsmaður hefur enn ekki fundið starf,“ segir í minnisblaðinu. Gísli Davíð Karlsson, þjónustustjóri hjá Vinnumálastofnun, bendir á að skráning á atvinnuleysi meðal fyrrverandi starfsmanna WOW air gefi ekki fulla mynd af stöðunni eftir gjaldþrotið. „Það eru þarna kannski útlendingar sem fóru beint til síns heima og eru hugsanlega komnir með vinnu.“ Gísli segir starfsmenn Vinnumálastofnunar ekki hafa gert sér sérstaka mynd af því hvernig þróunin yrði hjá hópnum. „Það eru vísbendingar um að það sé að hægjast um í hagkerfinu en þarna eru margir einstaklingar sem standa sterkir að vígi varðandi vinnumarkaðinn – ég held að meginþorri þeirra sé með háskólamenntun. En svo er spurning með framboð af störfum við hæfi.“ Vignir Örn Guðnason, formaður Íslenska flugmannafélagsins – félags flugmanna hjá WOW – var staddur í útlöndum í gær og baðst af þeim sökum undan viðtali um stöðuna í bili. Ekki náðist í Berglindi Hafsteinsdóttur, formann Flugfreyjufélags Íslands.
Birtist í Fréttablaðinu Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira