Verkalýðshreyfingin og SA fagna stýrivaxtalækkun Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. maí 2019 11:04 Már Guðmundsson á leið á kynningarfund um stýrivaxtalækkunina. Vísir/vilhelm Samtök atvinnulífsins segja vaxtalækkun Seðlabankans, sem tilkynnt var um í morgun, vera „mikið gleðiefni fyrir heimili og fyrirtæki landsins.“ Svipaðan tón má heyra frá fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar, sem SA hrósar fyrir hugrekki við undirritun kjarasamninga í vor. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands greindi frá því í morgun að stýrivextir yrðu lækkaðir um 0,5 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 4 prósent. Í rökstuðningi Seðlabankans segir m.a. að niðurstaða Lífskjarasamningsins svonefnda hafi verið í „í betra samræmi við verðbólgumarkmiðið en margir bjuggust við,“ þrátt fyrir „myndarlegar launahækkanir.“ Fyrir vikið hafi skapast aukið svigrúm til vaxtalækkunar. Aðilar vinnumarkaðarins töldu sig auk þess svo vissa um að forsendur væru fyrir lækkun að fallist var á að hafa uppsagnarákvæði í kjarasamningnum sem kveður á um að rifta megi samningnum lækki stýrivextir ekki.Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, fagnar stýrivaxtalækkuninni og telur hana mikla kjarabót. Í samtali við Bítið í morgun tók hann dæmi: Ráðstöfunartekjur heimila sem skulda 30 milljónir í húsnæðislán og eru með breytilega vexti geta aukist um 150 þúsund krónur á ársgrundvelli eða sem nemur 12.500 krónum á mánuði. Hann sagðist auk þess sannfærður um að Lífskjarasamningurinn, sem hann segir vera besta kjarasamning sem hann hefur komið að á 15 ára kjaraviðræðnaferli sínum, hafi leikið lykilhlutverk í þessari lækkun. Drífa Snædal, forseti ASÍ, tekur í sama streng. Lækkunin séu góðar fréttir „og til marks um að við erum komin inn í skeið vaxtalækkunar.“Seðlabankinn meti stöðuna rétt Samtök Atvinnulífsins lýsa sambærilegri ánægju og hrósa verkalýðshreyfingunni - „fyrir að hafa lagt á vaðið og tekið áhættu við gerð Lífskjarasamningsins.Í yfirlýsingu frá SA segja þau vaxtalækkunina styrkja Lífskjarasamninginn „með því að draga úr vaxtakostnaði heimila og skapa svigrúm fyrir fyrirtækin til að mæta kostnaðarauka kjarasamningsins.“ Vaxtalækkun Seðlabankans í dag marki skörp skil frá vinnubrögðum fortíðar og séu sigur fyrir lífskjör alls þorra landsmanna, að sögn SA, sem segja bankann meta „stöðuna hárrétt og viðbrögð hans senda tón sem ómar inn í framtíð vinnumarkaðarins.“ Efnahagsmál Kjaramál Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn lækkar stýrivexti Lækkunin ætti ekki að þurfa að koma á óvart. 22. maí 2019 09:00 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Samtök atvinnulífsins segja vaxtalækkun Seðlabankans, sem tilkynnt var um í morgun, vera „mikið gleðiefni fyrir heimili og fyrirtæki landsins.“ Svipaðan tón má heyra frá fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar, sem SA hrósar fyrir hugrekki við undirritun kjarasamninga í vor. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands greindi frá því í morgun að stýrivextir yrðu lækkaðir um 0,5 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 4 prósent. Í rökstuðningi Seðlabankans segir m.a. að niðurstaða Lífskjarasamningsins svonefnda hafi verið í „í betra samræmi við verðbólgumarkmiðið en margir bjuggust við,“ þrátt fyrir „myndarlegar launahækkanir.“ Fyrir vikið hafi skapast aukið svigrúm til vaxtalækkunar. Aðilar vinnumarkaðarins töldu sig auk þess svo vissa um að forsendur væru fyrir lækkun að fallist var á að hafa uppsagnarákvæði í kjarasamningnum sem kveður á um að rifta megi samningnum lækki stýrivextir ekki.Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, fagnar stýrivaxtalækkuninni og telur hana mikla kjarabót. Í samtali við Bítið í morgun tók hann dæmi: Ráðstöfunartekjur heimila sem skulda 30 milljónir í húsnæðislán og eru með breytilega vexti geta aukist um 150 þúsund krónur á ársgrundvelli eða sem nemur 12.500 krónum á mánuði. Hann sagðist auk þess sannfærður um að Lífskjarasamningurinn, sem hann segir vera besta kjarasamning sem hann hefur komið að á 15 ára kjaraviðræðnaferli sínum, hafi leikið lykilhlutverk í þessari lækkun. Drífa Snædal, forseti ASÍ, tekur í sama streng. Lækkunin séu góðar fréttir „og til marks um að við erum komin inn í skeið vaxtalækkunar.“Seðlabankinn meti stöðuna rétt Samtök Atvinnulífsins lýsa sambærilegri ánægju og hrósa verkalýðshreyfingunni - „fyrir að hafa lagt á vaðið og tekið áhættu við gerð Lífskjarasamningsins.Í yfirlýsingu frá SA segja þau vaxtalækkunina styrkja Lífskjarasamninginn „með því að draga úr vaxtakostnaði heimila og skapa svigrúm fyrir fyrirtækin til að mæta kostnaðarauka kjarasamningsins.“ Vaxtalækkun Seðlabankans í dag marki skörp skil frá vinnubrögðum fortíðar og séu sigur fyrir lífskjör alls þorra landsmanna, að sögn SA, sem segja bankann meta „stöðuna hárrétt og viðbrögð hans senda tón sem ómar inn í framtíð vinnumarkaðarins.“
Efnahagsmál Kjaramál Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn lækkar stýrivexti Lækkunin ætti ekki að þurfa að koma á óvart. 22. maí 2019 09:00 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira