Ríkið og Seðlabankinn ganga í takt Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 20. september 2019 06:15 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Ríkisfjármálin, vinnumarkaðurinn og peningastefnan ganga í takt í fyrsta sinn í langan tíma en þannig er unnt að stuðla að meiri stöðugleika í hagkerfinu. Þetta kom fram í máli Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra og Gylfa Zoega, nefndarmanns í peningastefnunefnd, á opnum fundi í efnahags- og viðskiptanefnd í gær. Á fundinum voru Ásgeir og Gylfi spurðir hvort þeir væru sammála því að ríkisfjármálin og vinnumarkaðurinn væru meira í samræmi við peningastefnu Seðlabankans en áður. „Það hefur kannski vantað skilning á því að ríkið beitir sér gegn niðursveiflum en þetta stendur mjög til bóta og er ein aðalástæðan fyrir því að við höfum séð meiri stöðugleika,“ svaraði Ásgeir og Gylfi tók undir. „Síðustu mánuðir eru það tímabil sem maður getur verið hvað ánægðastur með. Það varð míní-kreppa og þá voru viðbrögðin þannig að vinnumarkaðurinn var róaður sem hafði þær afleiðingar að verðbólguvæntingar fóru niður. Síðan gat fjármálastefna ríkisins brugðist við meiri slaka sem ýtti undir eftirspurn og við höfum lækkað vexti. Þannig að við erum að vinna saman í fyrsta sinn í langan tíma,“ sagði Gylfi. „Það er mjög jákvætt og vonandi verður það þannig í framtíðinni að vinnumarkaðurinn, ríkisvaldið og Seðlabankinn gangi í takt.“ Þá kom fram í máli seðlabankastjóra að litið fram á veginn gæti vaxtalækkunarferlið haldið áfram ef verðbólguvæntingar lækka, áfram hægir á verðbólgu og ef hagvaxtarhorfur versna. Óttast hann of mikla bjartsýni miðað við gang mála erlendis. „Ég sjálfur óttast að óvissan sé niður á við, að þetta sé of gott til að vera satt,“ sagði Ásgeir. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Sjá meira
Ríkisfjármálin, vinnumarkaðurinn og peningastefnan ganga í takt í fyrsta sinn í langan tíma en þannig er unnt að stuðla að meiri stöðugleika í hagkerfinu. Þetta kom fram í máli Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra og Gylfa Zoega, nefndarmanns í peningastefnunefnd, á opnum fundi í efnahags- og viðskiptanefnd í gær. Á fundinum voru Ásgeir og Gylfi spurðir hvort þeir væru sammála því að ríkisfjármálin og vinnumarkaðurinn væru meira í samræmi við peningastefnu Seðlabankans en áður. „Það hefur kannski vantað skilning á því að ríkið beitir sér gegn niðursveiflum en þetta stendur mjög til bóta og er ein aðalástæðan fyrir því að við höfum séð meiri stöðugleika,“ svaraði Ásgeir og Gylfi tók undir. „Síðustu mánuðir eru það tímabil sem maður getur verið hvað ánægðastur með. Það varð míní-kreppa og þá voru viðbrögðin þannig að vinnumarkaðurinn var róaður sem hafði þær afleiðingar að verðbólguvæntingar fóru niður. Síðan gat fjármálastefna ríkisins brugðist við meiri slaka sem ýtti undir eftirspurn og við höfum lækkað vexti. Þannig að við erum að vinna saman í fyrsta sinn í langan tíma,“ sagði Gylfi. „Það er mjög jákvætt og vonandi verður það þannig í framtíðinni að vinnumarkaðurinn, ríkisvaldið og Seðlabankinn gangi í takt.“ Þá kom fram í máli seðlabankastjóra að litið fram á veginn gæti vaxtalækkunarferlið haldið áfram ef verðbólguvæntingar lækka, áfram hægir á verðbólgu og ef hagvaxtarhorfur versna. Óttast hann of mikla bjartsýni miðað við gang mála erlendis. „Ég sjálfur óttast að óvissan sé niður á við, að þetta sé of gott til að vera satt,“ sagði Ásgeir.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Sjá meira