Isavia haggast ekki þrátt fyrir kröfu ALC um afhendingu flugvélar Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 6. maí 2019 12:00 Vél WOW air TF-GPA hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá því í mars. Vísir/Vilhelm Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation hefur greitt Isavia 87 milljóna króna skuld vegna kyrrsetningar á flugvél félagsins sem það leigði WOW air. Félagið krefst þess að flugvélin verði afhend fyrir klukkan tvö í dag. Flugvélin hefur verið kyrrsett síðan í mars en Isavia heldur henni eftir vegna vangoldinna gjalda WOW air upp á tvo milljarða króna. Isavia ætlar ekki að verða við kröfu Air Lease Corporation að sögn Guðjóns Helgasonar upplýsingafulltrúa ISAVIA. „Isavia hefur borist tilkynning frá lögmönnum ALC um greiðslu,“ segir Guðjón. „Það er hvorki fullnaðargreiðsla vegna skulda WOW air né fullnægjandi trygging og staða málsins er því óbreytt. Vélin verður áfram kyrrsett vegna skulda WOW sem nema rúmega tveimur milljörðum króna.“ Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að Isavia hafi verið heimilt að hamla för flugvélarinnar frá Keflavíkurflugvelli á meðan gjöld tengd þeirri flugvél eru ógreidd, en ekki vegna ógreiddra annarra gjalda WOW air við Isavia vegna flugvéla í eigu þriðja aðila. Isavia telur formgalla á niðurstöðu héraðsdóms og útkljá þurfi málið fyrir æðra dómstigi. „Eins og hefur komið fram áðu voru misvísandi forsendur í úrskurði dómara við Héraðsdóm Reykjaness. Þessvegna kærðum við úrskurðinn til Landsréttar á föstudaginn og Landsréttur hefur fengið úrskurðinn í sínar hendur því við teljum mikilvægt að fá niðurstöðu í málið fyrir æðra dómstigi,“ segir Guðjón. Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Isavia kærir úrskurðinn Isavia hefur kært úrskurð Héraðsdóms Reykjaness í mál félagsins gegn Air Lease Corporation (ALC) til Landsréttar. 3. maí 2019 16:26 Skuld WOW air ekki flugvélaleigunni óviðkomandi Héraðsdómur Reykjaness tekur afstöðu til þess í dag hvort flugvélaleiga fái aftur í hendurnar vél sem Isavia hefur haldið frá því að WOW air varð gjaldþrota í lok mars. 2. maí 2019 09:49 Skuld WOW við Isavia tvöfaldaðist á einum mánuði Flugfélagið WOW Air skuldaði Isavia rúman milljarð króna í lok júlí á síðasta ári. 2. maí 2019 06:10 Isavia heimilt að kyrrsetja vélina en ekki krefjast tveggja milljarða Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað að Isavia hafði lagaheimild í loftferðarlögum til þess að kyrrsetja Airbus vél Air Lease Corporation (ALC) við gjaldþrot WOW air vegna skuldar flugfélagsins við Isavia. 2. maí 2019 16:03 Segir að Isavia gæti þurft að óska eftir tryggingum frá flugfélögum verði niðurstaða héraðsdóms staðfest Forstjóri Isavia segir að ef bandaríska flugvélaleigufyrirtækinu ALC beri einungis að greiða skuldir vegna einnar flugvélar WOW air við félagið geti það leitt til þess að færri flugfélög vilji lenda á Íslandi. 3. maí 2019 21:00 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira
Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation hefur greitt Isavia 87 milljóna króna skuld vegna kyrrsetningar á flugvél félagsins sem það leigði WOW air. Félagið krefst þess að flugvélin verði afhend fyrir klukkan tvö í dag. Flugvélin hefur verið kyrrsett síðan í mars en Isavia heldur henni eftir vegna vangoldinna gjalda WOW air upp á tvo milljarða króna. Isavia ætlar ekki að verða við kröfu Air Lease Corporation að sögn Guðjóns Helgasonar upplýsingafulltrúa ISAVIA. „Isavia hefur borist tilkynning frá lögmönnum ALC um greiðslu,“ segir Guðjón. „Það er hvorki fullnaðargreiðsla vegna skulda WOW air né fullnægjandi trygging og staða málsins er því óbreytt. Vélin verður áfram kyrrsett vegna skulda WOW sem nema rúmega tveimur milljörðum króna.“ Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að Isavia hafi verið heimilt að hamla för flugvélarinnar frá Keflavíkurflugvelli á meðan gjöld tengd þeirri flugvél eru ógreidd, en ekki vegna ógreiddra annarra gjalda WOW air við Isavia vegna flugvéla í eigu þriðja aðila. Isavia telur formgalla á niðurstöðu héraðsdóms og útkljá þurfi málið fyrir æðra dómstigi. „Eins og hefur komið fram áðu voru misvísandi forsendur í úrskurði dómara við Héraðsdóm Reykjaness. Þessvegna kærðum við úrskurðinn til Landsréttar á föstudaginn og Landsréttur hefur fengið úrskurðinn í sínar hendur því við teljum mikilvægt að fá niðurstöðu í málið fyrir æðra dómstigi,“ segir Guðjón.
Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Isavia kærir úrskurðinn Isavia hefur kært úrskurð Héraðsdóms Reykjaness í mál félagsins gegn Air Lease Corporation (ALC) til Landsréttar. 3. maí 2019 16:26 Skuld WOW air ekki flugvélaleigunni óviðkomandi Héraðsdómur Reykjaness tekur afstöðu til þess í dag hvort flugvélaleiga fái aftur í hendurnar vél sem Isavia hefur haldið frá því að WOW air varð gjaldþrota í lok mars. 2. maí 2019 09:49 Skuld WOW við Isavia tvöfaldaðist á einum mánuði Flugfélagið WOW Air skuldaði Isavia rúman milljarð króna í lok júlí á síðasta ári. 2. maí 2019 06:10 Isavia heimilt að kyrrsetja vélina en ekki krefjast tveggja milljarða Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað að Isavia hafði lagaheimild í loftferðarlögum til þess að kyrrsetja Airbus vél Air Lease Corporation (ALC) við gjaldþrot WOW air vegna skuldar flugfélagsins við Isavia. 2. maí 2019 16:03 Segir að Isavia gæti þurft að óska eftir tryggingum frá flugfélögum verði niðurstaða héraðsdóms staðfest Forstjóri Isavia segir að ef bandaríska flugvélaleigufyrirtækinu ALC beri einungis að greiða skuldir vegna einnar flugvélar WOW air við félagið geti það leitt til þess að færri flugfélög vilji lenda á Íslandi. 3. maí 2019 21:00 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira
Isavia kærir úrskurðinn Isavia hefur kært úrskurð Héraðsdóms Reykjaness í mál félagsins gegn Air Lease Corporation (ALC) til Landsréttar. 3. maí 2019 16:26
Skuld WOW air ekki flugvélaleigunni óviðkomandi Héraðsdómur Reykjaness tekur afstöðu til þess í dag hvort flugvélaleiga fái aftur í hendurnar vél sem Isavia hefur haldið frá því að WOW air varð gjaldþrota í lok mars. 2. maí 2019 09:49
Skuld WOW við Isavia tvöfaldaðist á einum mánuði Flugfélagið WOW Air skuldaði Isavia rúman milljarð króna í lok júlí á síðasta ári. 2. maí 2019 06:10
Isavia heimilt að kyrrsetja vélina en ekki krefjast tveggja milljarða Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað að Isavia hafði lagaheimild í loftferðarlögum til þess að kyrrsetja Airbus vél Air Lease Corporation (ALC) við gjaldþrot WOW air vegna skuldar flugfélagsins við Isavia. 2. maí 2019 16:03
Segir að Isavia gæti þurft að óska eftir tryggingum frá flugfélögum verði niðurstaða héraðsdóms staðfest Forstjóri Isavia segir að ef bandaríska flugvélaleigufyrirtækinu ALC beri einungis að greiða skuldir vegna einnar flugvélar WOW air við félagið geti það leitt til þess að færri flugfélög vilji lenda á Íslandi. 3. maí 2019 21:00