„Þetta er ekki dulbúið“ Birgir Olgeirsson skrifar 6. maí 2019 16:38 Upplýsingafulltrúi Toyota segir af og frá að samstarf Toyota og Páls Óskars sé dulbúið. „Þetta er ekkert dulbúið, það vita allir að hann er ekki venjulegur bílkaupandi að auglýsa að hann hafi verið að fá sér bíl. Það er ákveðið samstarf okkar á milli,“ segir Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota, um mynd sem tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson birti af sér á samfélagsmiðlum. Þar stendur Páll Óskar, klæddur í rauð föt, við hliðina á nýrri rauðri Toyotu sem hann fékk hjá Toyota-umboði Íslands.Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því í dag að Neytendastofu hefði borist ábendingar um að hugsanlega sé birting myndarinnar dulin auglýsing. Páll Þorsteinsson segir Toyota-umboðið með viðskiptasamning við Páls Óskar sem leigir hjá þeim bíl og vinnur fyrir umboðið. „Við erum búin að eiga farsælt samstarf í einhver fjögur ár,“ segir Páll Þorsteinsson. Á myndinni sem Páll Óskar er ekki tekið fram með skýrum hætti að um auglýsingu sé að ræða, líkt og Neytendastofa hefur áður úrskurðað um. Er vert að minnast máls bílaumboðs Heklu og tónlistarmannsins Emmsjé Gauta. Neytendastofa lagði blátt bann við „duldum“ Audi-auglýsingum umboðsins og Emmsjé Gauta því ekki kom skýrt fram að um auglýsingu væri að ræða.Líkt og Emmsjé Gauti benti á þá fannst honum fremur augljóst að um auglýsingu væri að ræða þó svo að það væri ekki sagt með beinum hætti.Augljós auglýsing Það sama segir Páll Þorsteinsson hjá Toyota. Hann telur að það sé nokkuð augljóst að myndbirting Páls Óskar sé auglýsing en hvergi er þó tekið fram að um auglýsingu sé að ræða. Páll Þorsteinsson segir sjálfsagt að bæta úr því ef athugasemdir berast frá Neytendastofu. Páll Óskar hélt tónleika hjá bílaumboði Toyota á laugardag þar sem hundruð létu sjá sig og ók hann síðan í burtu á nýrri Toyotu. Voru þessir tónleikar vel auglýstir í fjölmiðlum og fór ekki á milli mála að Páll væri í samstarfi við Toyota. Páll Þorsteinsson segir Neytendastofu hafa ákveðnar skoðanir á því hvernig auglýsingum skuli hagað á samfélagsmiðlum. „Og eru í góðri trú að hugsa um hag neytenda,“ segir Páll Þorsteinsson. „Ég hef ekkert við það að athuga.“ Aðspurður hvort að Toyota sé að reyna að blekkja neytendur með þessari myndbirtingu svarar Páll: „Ég veit ekki hvernig það væri hægt. Það hefur verið stundað tugum árum saman að einstaklingar eru fulltrúar vörumerkja.“ Neytendur Samfélagsmiðlar Mest lesið Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Viðskipti erlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira
„Þetta er ekkert dulbúið, það vita allir að hann er ekki venjulegur bílkaupandi að auglýsa að hann hafi verið að fá sér bíl. Það er ákveðið samstarf okkar á milli,“ segir Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota, um mynd sem tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson birti af sér á samfélagsmiðlum. Þar stendur Páll Óskar, klæddur í rauð föt, við hliðina á nýrri rauðri Toyotu sem hann fékk hjá Toyota-umboði Íslands.Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því í dag að Neytendastofu hefði borist ábendingar um að hugsanlega sé birting myndarinnar dulin auglýsing. Páll Þorsteinsson segir Toyota-umboðið með viðskiptasamning við Páls Óskar sem leigir hjá þeim bíl og vinnur fyrir umboðið. „Við erum búin að eiga farsælt samstarf í einhver fjögur ár,“ segir Páll Þorsteinsson. Á myndinni sem Páll Óskar er ekki tekið fram með skýrum hætti að um auglýsingu sé að ræða, líkt og Neytendastofa hefur áður úrskurðað um. Er vert að minnast máls bílaumboðs Heklu og tónlistarmannsins Emmsjé Gauta. Neytendastofa lagði blátt bann við „duldum“ Audi-auglýsingum umboðsins og Emmsjé Gauta því ekki kom skýrt fram að um auglýsingu væri að ræða.Líkt og Emmsjé Gauti benti á þá fannst honum fremur augljóst að um auglýsingu væri að ræða þó svo að það væri ekki sagt með beinum hætti.Augljós auglýsing Það sama segir Páll Þorsteinsson hjá Toyota. Hann telur að það sé nokkuð augljóst að myndbirting Páls Óskar sé auglýsing en hvergi er þó tekið fram að um auglýsingu sé að ræða. Páll Þorsteinsson segir sjálfsagt að bæta úr því ef athugasemdir berast frá Neytendastofu. Páll Óskar hélt tónleika hjá bílaumboði Toyota á laugardag þar sem hundruð létu sjá sig og ók hann síðan í burtu á nýrri Toyotu. Voru þessir tónleikar vel auglýstir í fjölmiðlum og fór ekki á milli mála að Páll væri í samstarfi við Toyota. Páll Þorsteinsson segir Neytendastofu hafa ákveðnar skoðanir á því hvernig auglýsingum skuli hagað á samfélagsmiðlum. „Og eru í góðri trú að hugsa um hag neytenda,“ segir Páll Þorsteinsson. „Ég hef ekkert við það að athuga.“ Aðspurður hvort að Toyota sé að reyna að blekkja neytendur með þessari myndbirtingu svarar Páll: „Ég veit ekki hvernig það væri hægt. Það hefur verið stundað tugum árum saman að einstaklingar eru fulltrúar vörumerkja.“
Neytendur Samfélagsmiðlar Mest lesið Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Viðskipti erlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira