Lovísa aðeins einum sigri frá því að fá að taka þátt í Mars-æðinu í Bandaríkjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2019 13:30 Lovísa Henningsdóttir. Mynd/Twitter/@MaristWBB Lovísa Henningsdóttir og félagar hennar í Marist körfuboltaliðinu fá í kvöld tækifæri til tryggja sér þátttökurétt í úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans sem gengur oftast undir nafninu March-Madness. Marist liðið er komið í úrslitaleikinn í MAAC-deildinni en liðið mætir núverandi meisturum, Quinnipiac Bobcats, í úrslitaleik. Sigurvegarinnar í MAAC-deildinni fær sæti í 64 liða úrslitakeppni bandaríska háskólakörfuboltans. Lovísa Henningsdóttir er á lokaári sínu með Marist liðinu en hún er uppalin í Haukum og spilaði með Haukaliðinu áður en hún fór út í nám til Bandaríkjanna.Experience firsthand what today's win meant for the team as they came together to advance to the MAAC Championship Finals with a win over Rider. For all information on tomorrow's game check out Championship Central: https://t.co/670iszjdRp#MAACHoops19#GoRedFoxespic.twitter.com/xmtq9XxBPR — Marist WBB (@MaristWBB) March 10, 2019Marist vann tíu stiga sigur á Rider skólanum í undanúrslitunum, 62-52, þar sem Lovísa var með 12 stig, fráköst, 1 varið skot og 1 stolinn bolta á 28 mínútum. Lovísa var með 10 stig, 3 fráköst og 1 varið skot á 19 mínútum í leiknum við Manhattan háskólann í átta liða úrslitunum. Það er ekki á hverjum degi sem við Íslendingar eigum fulltrúa í Mars-æðinu og Lovísa getur orðið fyrsta íslenska konan til að spila þar síðan að Helena Sverrisdóttir náði því með TCU-háskólanum 2008/09 og 2009/10.Lovisa Henningsdottir blocks the Rider three-pointer and earns her 100th career block! #GoRedFoxes#MAACHoops19pic.twitter.com/cIzazoWDHW — Marist WBB (@MaristWBB) March 10, 2019Lovísa Henningsdóttir hefur skorað 669 stig og tekið 337 fráköst í 114 leikjum sínum með Marist en hún hefur líka sett niður 121 þrist og nálgast óðum topplistann yfir flestar þriggja stiga körfur í sögu skólans. Lovísa varði líka sitt hundraðasta skot á háskólaferlinum í undanúrslitaleiknum. Marist tapaði þessum sama úrslitaleik á móti Quinnipiac í fyrra en Quinnipiac liðið hefur unnið MAAC-deildina undanfarin tvö ár. Hér fyrir neðan má sjá myndbrot með körfuboltaliði Marist en Lovísa Henningsdóttir spilað auðvitað númer fimm eins og pabbi sinn, Henning Henningsson, sem var fyrirliði Íslandsmeistara Hauka árið 1988.Back to the 'ship! With a 62-52 victory against Rider, @MaristWBB advances to the MAAC Championship Game against top-seeded Quinnipiac. The game airs on Monday on ESPNU at 2:30 PM. For more MAAC Tournament news & fan ticket and bus information, visit https://t.co/sdetmaftf3. pic.twitter.com/ptdGcSDoxT — Marist Athletics (@MaristAthletics) March 10, 2019 Körfubolti Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira
Lovísa Henningsdóttir og félagar hennar í Marist körfuboltaliðinu fá í kvöld tækifæri til tryggja sér þátttökurétt í úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans sem gengur oftast undir nafninu March-Madness. Marist liðið er komið í úrslitaleikinn í MAAC-deildinni en liðið mætir núverandi meisturum, Quinnipiac Bobcats, í úrslitaleik. Sigurvegarinnar í MAAC-deildinni fær sæti í 64 liða úrslitakeppni bandaríska háskólakörfuboltans. Lovísa Henningsdóttir er á lokaári sínu með Marist liðinu en hún er uppalin í Haukum og spilaði með Haukaliðinu áður en hún fór út í nám til Bandaríkjanna.Experience firsthand what today's win meant for the team as they came together to advance to the MAAC Championship Finals with a win over Rider. For all information on tomorrow's game check out Championship Central: https://t.co/670iszjdRp#MAACHoops19#GoRedFoxespic.twitter.com/xmtq9XxBPR — Marist WBB (@MaristWBB) March 10, 2019Marist vann tíu stiga sigur á Rider skólanum í undanúrslitunum, 62-52, þar sem Lovísa var með 12 stig, fráköst, 1 varið skot og 1 stolinn bolta á 28 mínútum. Lovísa var með 10 stig, 3 fráköst og 1 varið skot á 19 mínútum í leiknum við Manhattan háskólann í átta liða úrslitunum. Það er ekki á hverjum degi sem við Íslendingar eigum fulltrúa í Mars-æðinu og Lovísa getur orðið fyrsta íslenska konan til að spila þar síðan að Helena Sverrisdóttir náði því með TCU-háskólanum 2008/09 og 2009/10.Lovisa Henningsdottir blocks the Rider three-pointer and earns her 100th career block! #GoRedFoxes#MAACHoops19pic.twitter.com/cIzazoWDHW — Marist WBB (@MaristWBB) March 10, 2019Lovísa Henningsdóttir hefur skorað 669 stig og tekið 337 fráköst í 114 leikjum sínum með Marist en hún hefur líka sett niður 121 þrist og nálgast óðum topplistann yfir flestar þriggja stiga körfur í sögu skólans. Lovísa varði líka sitt hundraðasta skot á háskólaferlinum í undanúrslitaleiknum. Marist tapaði þessum sama úrslitaleik á móti Quinnipiac í fyrra en Quinnipiac liðið hefur unnið MAAC-deildina undanfarin tvö ár. Hér fyrir neðan má sjá myndbrot með körfuboltaliði Marist en Lovísa Henningsdóttir spilað auðvitað númer fimm eins og pabbi sinn, Henning Henningsson, sem var fyrirliði Íslandsmeistara Hauka árið 1988.Back to the 'ship! With a 62-52 victory against Rider, @MaristWBB advances to the MAAC Championship Game against top-seeded Quinnipiac. The game airs on Monday on ESPNU at 2:30 PM. For more MAAC Tournament news & fan ticket and bus information, visit https://t.co/sdetmaftf3. pic.twitter.com/ptdGcSDoxT — Marist Athletics (@MaristAthletics) March 10, 2019
Körfubolti Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira