Lovísa aðeins einum sigri frá því að fá að taka þátt í Mars-æðinu í Bandaríkjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2019 13:30 Lovísa Henningsdóttir. Mynd/Twitter/@MaristWBB Lovísa Henningsdóttir og félagar hennar í Marist körfuboltaliðinu fá í kvöld tækifæri til tryggja sér þátttökurétt í úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans sem gengur oftast undir nafninu March-Madness. Marist liðið er komið í úrslitaleikinn í MAAC-deildinni en liðið mætir núverandi meisturum, Quinnipiac Bobcats, í úrslitaleik. Sigurvegarinnar í MAAC-deildinni fær sæti í 64 liða úrslitakeppni bandaríska háskólakörfuboltans. Lovísa Henningsdóttir er á lokaári sínu með Marist liðinu en hún er uppalin í Haukum og spilaði með Haukaliðinu áður en hún fór út í nám til Bandaríkjanna.Experience firsthand what today's win meant for the team as they came together to advance to the MAAC Championship Finals with a win over Rider. For all information on tomorrow's game check out Championship Central: https://t.co/670iszjdRp#MAACHoops19#GoRedFoxespic.twitter.com/xmtq9XxBPR — Marist WBB (@MaristWBB) March 10, 2019Marist vann tíu stiga sigur á Rider skólanum í undanúrslitunum, 62-52, þar sem Lovísa var með 12 stig, fráköst, 1 varið skot og 1 stolinn bolta á 28 mínútum. Lovísa var með 10 stig, 3 fráköst og 1 varið skot á 19 mínútum í leiknum við Manhattan háskólann í átta liða úrslitunum. Það er ekki á hverjum degi sem við Íslendingar eigum fulltrúa í Mars-æðinu og Lovísa getur orðið fyrsta íslenska konan til að spila þar síðan að Helena Sverrisdóttir náði því með TCU-háskólanum 2008/09 og 2009/10.Lovisa Henningsdottir blocks the Rider three-pointer and earns her 100th career block! #GoRedFoxes#MAACHoops19pic.twitter.com/cIzazoWDHW — Marist WBB (@MaristWBB) March 10, 2019Lovísa Henningsdóttir hefur skorað 669 stig og tekið 337 fráköst í 114 leikjum sínum með Marist en hún hefur líka sett niður 121 þrist og nálgast óðum topplistann yfir flestar þriggja stiga körfur í sögu skólans. Lovísa varði líka sitt hundraðasta skot á háskólaferlinum í undanúrslitaleiknum. Marist tapaði þessum sama úrslitaleik á móti Quinnipiac í fyrra en Quinnipiac liðið hefur unnið MAAC-deildina undanfarin tvö ár. Hér fyrir neðan má sjá myndbrot með körfuboltaliði Marist en Lovísa Henningsdóttir spilað auðvitað númer fimm eins og pabbi sinn, Henning Henningsson, sem var fyrirliði Íslandsmeistara Hauka árið 1988.Back to the 'ship! With a 62-52 victory against Rider, @MaristWBB advances to the MAAC Championship Game against top-seeded Quinnipiac. The game airs on Monday on ESPNU at 2:30 PM. For more MAAC Tournament news & fan ticket and bus information, visit https://t.co/sdetmaftf3. pic.twitter.com/ptdGcSDoxT — Marist Athletics (@MaristAthletics) March 10, 2019 Körfubolti Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Lovísa Henningsdóttir og félagar hennar í Marist körfuboltaliðinu fá í kvöld tækifæri til tryggja sér þátttökurétt í úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans sem gengur oftast undir nafninu March-Madness. Marist liðið er komið í úrslitaleikinn í MAAC-deildinni en liðið mætir núverandi meisturum, Quinnipiac Bobcats, í úrslitaleik. Sigurvegarinnar í MAAC-deildinni fær sæti í 64 liða úrslitakeppni bandaríska háskólakörfuboltans. Lovísa Henningsdóttir er á lokaári sínu með Marist liðinu en hún er uppalin í Haukum og spilaði með Haukaliðinu áður en hún fór út í nám til Bandaríkjanna.Experience firsthand what today's win meant for the team as they came together to advance to the MAAC Championship Finals with a win over Rider. For all information on tomorrow's game check out Championship Central: https://t.co/670iszjdRp#MAACHoops19#GoRedFoxespic.twitter.com/xmtq9XxBPR — Marist WBB (@MaristWBB) March 10, 2019Marist vann tíu stiga sigur á Rider skólanum í undanúrslitunum, 62-52, þar sem Lovísa var með 12 stig, fráköst, 1 varið skot og 1 stolinn bolta á 28 mínútum. Lovísa var með 10 stig, 3 fráköst og 1 varið skot á 19 mínútum í leiknum við Manhattan háskólann í átta liða úrslitunum. Það er ekki á hverjum degi sem við Íslendingar eigum fulltrúa í Mars-æðinu og Lovísa getur orðið fyrsta íslenska konan til að spila þar síðan að Helena Sverrisdóttir náði því með TCU-háskólanum 2008/09 og 2009/10.Lovisa Henningsdottir blocks the Rider three-pointer and earns her 100th career block! #GoRedFoxes#MAACHoops19pic.twitter.com/cIzazoWDHW — Marist WBB (@MaristWBB) March 10, 2019Lovísa Henningsdóttir hefur skorað 669 stig og tekið 337 fráköst í 114 leikjum sínum með Marist en hún hefur líka sett niður 121 þrist og nálgast óðum topplistann yfir flestar þriggja stiga körfur í sögu skólans. Lovísa varði líka sitt hundraðasta skot á háskólaferlinum í undanúrslitaleiknum. Marist tapaði þessum sama úrslitaleik á móti Quinnipiac í fyrra en Quinnipiac liðið hefur unnið MAAC-deildina undanfarin tvö ár. Hér fyrir neðan má sjá myndbrot með körfuboltaliði Marist en Lovísa Henningsdóttir spilað auðvitað númer fimm eins og pabbi sinn, Henning Henningsson, sem var fyrirliði Íslandsmeistara Hauka árið 1988.Back to the 'ship! With a 62-52 victory against Rider, @MaristWBB advances to the MAAC Championship Game against top-seeded Quinnipiac. The game airs on Monday on ESPNU at 2:30 PM. For more MAAC Tournament news & fan ticket and bus information, visit https://t.co/sdetmaftf3. pic.twitter.com/ptdGcSDoxT — Marist Athletics (@MaristAthletics) March 10, 2019
Körfubolti Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira