Meta upplifun ferðamanna á Íslandi með nýjum jafnvægisás ferðamála Birgir Olgeirsson skrifar 27. september 2019 13:44 Ferðamenn í Jökulsárlóni. Vísir/Vilhelm Áframhaldandi vöxtur verður í ferðaþjónustu næstu árin og Íslendingar standa sig vel í greininni í samanburði við aðrar þjóðir. Þetta er niðurstaða stefnumótunarvinnu sem unnin var í sameiningu af ráðuneyti ferðamála og hagsmunahópum í ferðaþjónustu sem kynnt verður í dag. Ferðamálaráðherra mun kynna nýja framtíðarsýn íslenskrar ferðaþjónustu og Jafnvægisás ferðamála í dag. Stefnt er að því að Ísland verði leiðandi á heimsvísu í sjálfbærni greinarinnar en Jafnvægisásin er nýtt stjórntæki sem er það fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Framtíðarsýnin var unnin í sameiningu af ráðuneyti ferðamála, Samtökum ferðaþjónustunnar og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Jafnvægisás ferðaþjónustunnar er nýtt og viðamikið stjórntæki í íslenskri ferðaþjónstu sem á að segja til um það hvar ferðaþjónustan stendur. Er þetta í fyrsta sinn í heiminum sem slíkt verkefni er unnið á heimvísu.Ólafur Árnason hjá verkfræðistofunni Eflu.Ólafur Árnason, hjá Verkfræðistofunni Eflu, er verkefnastjóri Jafnvægisássins. „Jafnvægisás ferðmála er í rauninni mælitæki til að mæla álag vegna fjölda ferðamanna á umhverfi, samfélag, innviði og efnahag. Rótin að þessu er sú að þessi mikli vöxtur sem að var í ferðamennsku og hefur verið á síðustu árum ýtti undir það að við fengum betra yfirlit og skildum betur hvaða álag þetta var að mynda í samfélagi og umhverfi okkar í dag. Með jafnvægisásnum erum við búin að setja upp kerfi þar sem við getum mælt og metið hvert álag af völdum ferðamanna er á landinu í dag og til framtíðar,“ segir Ólafur. Ólafur segir vinnuna við jafnvægisásinn hafa staðfest þann grun sem áður var um álag á innviði landsins og kolefnisfótspor ferðamennskunnar. „Það kom kannski á óvart er hversu vel við erum að standa okkur í ferðaþjónustu þrátt fyrir mikinn vöxt á síðustu árum. Miðað við meðmælaskor stöndum við hátt í samanburði við aðrar þjóðir. En það er og verður áskorun að viðhalda því. Þrátt fyrir þær áskoranir sem eru í ferðaþjónustunni í dag erum við að horfa til þess að til framtíðar verði hér áframhaldandi vöxtur og ferðaþjónustan sé grein sem þurfi að hlúa vel að til að halda þessu jákvæða viðhorfi.“Að neðan má lesa tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu vegna málsins.Tilkynning frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu Íslensk ferðaþjónusta á að vera leiðandi í sjálfbærri þróun. Þetta er megináherslan í nýrri framtíðarsýn og leiðarljósum ferðaþjónustunnar til ársins 2030 sem unnin var í sameiningu af ráðuneyti ferðamála, Samtökum ferðaþjónustunnar og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Til að styðja við framtíðarsýnina hafa einnig verið sett niður markmið um að árið 2030 verði heildarútgjöld ferðamanna 700 milljarðar króna, yfir 90% landsmanna verði jákvæð í garð ferðaþjónustu, meðmælaskor erlendra ferðamanna verði hærra en 75 og virkri álagsstýringu hafi verið komið á. Í dag er einnig kynnt annað stórt verkefni á sviði ferðaþjónustu: Jafnvægisás ferðamála. Jafnvægisásinn er nýtt, viðamikið og mikilvægt stjórntæki sem segir til um það hvar ferðaþjónustan stendur gagnvart yfir 60 mælikvörðum sjálfbærrar nýtingar. Er þá horft til samfélagslegra, efnahagslegra og umhverfislegra þátta. Þetta mun vera í fyrsta sinn í heiminum sem slíkt verkefni er unnið á landsvísu. Mælikvarðarnir spanna allt frá ástandi náttúrunnar og ánægju heimamanna til framboðs á heimagistingu og ástandi vegakerfisins. Meginniðurstaðan er að núverandi ástand sé á heildina litið farið að nálgast þolmörk. Að óbreyttu þolum við tveggja prósenta árlegan vöxt til ársins 2030 en við fimm prósenta vöxt værum við komin yfir þolmörk árið 2030. „Við ætlum að vera leiðandi í sjálfbærri þróun. Við ætlum að hafa samkeppnishæfni að leiðarljósi og starfa í sátt við land og þjóð. Við ætlum að setja arðsemi framar fjölda ferðamanna, vinna að ávinningi heimamanna um allt land, gæta jafnvægis milli verndar og nýtingar og miða að einstakri upplifun, gæðum og fagmennsku. Það er mikilvægur áfangi að allir helstu hagsmunaaðilar séu sammála um þessa framtíðarsýn og þessi leiðarljós. Og Jafnvægisásinn tryggir að við munum beina kröftum okkar í rétta átt til að ná settu marki,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamálaráðherra. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Áframhaldandi vöxtur verður í ferðaþjónustu næstu árin og Íslendingar standa sig vel í greininni í samanburði við aðrar þjóðir. Þetta er niðurstaða stefnumótunarvinnu sem unnin var í sameiningu af ráðuneyti ferðamála og hagsmunahópum í ferðaþjónustu sem kynnt verður í dag. Ferðamálaráðherra mun kynna nýja framtíðarsýn íslenskrar ferðaþjónustu og Jafnvægisás ferðamála í dag. Stefnt er að því að Ísland verði leiðandi á heimsvísu í sjálfbærni greinarinnar en Jafnvægisásin er nýtt stjórntæki sem er það fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Framtíðarsýnin var unnin í sameiningu af ráðuneyti ferðamála, Samtökum ferðaþjónustunnar og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Jafnvægisás ferðaþjónustunnar er nýtt og viðamikið stjórntæki í íslenskri ferðaþjónstu sem á að segja til um það hvar ferðaþjónustan stendur. Er þetta í fyrsta sinn í heiminum sem slíkt verkefni er unnið á heimvísu.Ólafur Árnason hjá verkfræðistofunni Eflu.Ólafur Árnason, hjá Verkfræðistofunni Eflu, er verkefnastjóri Jafnvægisássins. „Jafnvægisás ferðmála er í rauninni mælitæki til að mæla álag vegna fjölda ferðamanna á umhverfi, samfélag, innviði og efnahag. Rótin að þessu er sú að þessi mikli vöxtur sem að var í ferðamennsku og hefur verið á síðustu árum ýtti undir það að við fengum betra yfirlit og skildum betur hvaða álag þetta var að mynda í samfélagi og umhverfi okkar í dag. Með jafnvægisásnum erum við búin að setja upp kerfi þar sem við getum mælt og metið hvert álag af völdum ferðamanna er á landinu í dag og til framtíðar,“ segir Ólafur. Ólafur segir vinnuna við jafnvægisásinn hafa staðfest þann grun sem áður var um álag á innviði landsins og kolefnisfótspor ferðamennskunnar. „Það kom kannski á óvart er hversu vel við erum að standa okkur í ferðaþjónustu þrátt fyrir mikinn vöxt á síðustu árum. Miðað við meðmælaskor stöndum við hátt í samanburði við aðrar þjóðir. En það er og verður áskorun að viðhalda því. Þrátt fyrir þær áskoranir sem eru í ferðaþjónustunni í dag erum við að horfa til þess að til framtíðar verði hér áframhaldandi vöxtur og ferðaþjónustan sé grein sem þurfi að hlúa vel að til að halda þessu jákvæða viðhorfi.“Að neðan má lesa tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu vegna málsins.Tilkynning frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu Íslensk ferðaþjónusta á að vera leiðandi í sjálfbærri þróun. Þetta er megináherslan í nýrri framtíðarsýn og leiðarljósum ferðaþjónustunnar til ársins 2030 sem unnin var í sameiningu af ráðuneyti ferðamála, Samtökum ferðaþjónustunnar og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Til að styðja við framtíðarsýnina hafa einnig verið sett niður markmið um að árið 2030 verði heildarútgjöld ferðamanna 700 milljarðar króna, yfir 90% landsmanna verði jákvæð í garð ferðaþjónustu, meðmælaskor erlendra ferðamanna verði hærra en 75 og virkri álagsstýringu hafi verið komið á. Í dag er einnig kynnt annað stórt verkefni á sviði ferðaþjónustu: Jafnvægisás ferðamála. Jafnvægisásinn er nýtt, viðamikið og mikilvægt stjórntæki sem segir til um það hvar ferðaþjónustan stendur gagnvart yfir 60 mælikvörðum sjálfbærrar nýtingar. Er þá horft til samfélagslegra, efnahagslegra og umhverfislegra þátta. Þetta mun vera í fyrsta sinn í heiminum sem slíkt verkefni er unnið á landsvísu. Mælikvarðarnir spanna allt frá ástandi náttúrunnar og ánægju heimamanna til framboðs á heimagistingu og ástandi vegakerfisins. Meginniðurstaðan er að núverandi ástand sé á heildina litið farið að nálgast þolmörk. Að óbreyttu þolum við tveggja prósenta árlegan vöxt til ársins 2030 en við fimm prósenta vöxt værum við komin yfir þolmörk árið 2030. „Við ætlum að vera leiðandi í sjálfbærri þróun. Við ætlum að hafa samkeppnishæfni að leiðarljósi og starfa í sátt við land og þjóð. Við ætlum að setja arðsemi framar fjölda ferðamanna, vinna að ávinningi heimamanna um allt land, gæta jafnvægis milli verndar og nýtingar og miða að einstakri upplifun, gæðum og fagmennsku. Það er mikilvægur áfangi að allir helstu hagsmunaaðilar séu sammála um þessa framtíðarsýn og þessi leiðarljós. Og Jafnvægisásinn tryggir að við munum beina kröftum okkar í rétta átt til að ná settu marki,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira