Fótbolti

Aron grínaðist með meiðslin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron Jóhannsson og Claudio Pizarro á góðri stundu.
Aron Jóhannsson og Claudio Pizarro á góðri stundu. vísir/getty

Íslenski Bandaríkjamaðurinn, Aron Jóhannsson, sló á létta strengi á Twitter-síðu sinni er hann birti mynd af sér í upphafi áratugarins og svo í lok hans.

Aron, sem er nú á mála tjá Hammarby í Svíþjóð, hefur glímt við mikil meiðsli á áratugnum sem hófst í Danmörku hjá AGF.

Frá Danmörku lá leiðin til Hollands þar sem hann lék á alls oddi með AZ Alkmaar áður en hann var keyptur til Werder Bremen í Þýskalandi þar sem hann eyddi fjórum árum.







Meiðsli gerðu þessum frábæra leikmanni erfitt fyrir í Þýskalandi og skoraði hann einungis fjögur mörk fyrir aðallið Werder.

Hann söðlaði svo um síðasta sumar og á nú tvö og hálft ár eftir af samningi sínum hjá Hammarby í Svíþjóð.

Góðlátlegt grín Arons af meiðslum sínum má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×