Fótbolti

Tók mynd af sér í æfinga­galla PSG og þurfti að biðjast af­sökunar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Yassine Benrahou, leikmaður Bordeaux.
Yassine Benrahou, leikmaður Bordeaux. vísir/getty

Yassine Benrahou, leikmaður Bordeaux í Frakklandi, hefur þurft að biðjast afsökunar á mynd sem hann lét á Instagram-síðu sína á dögunum.

Þessi tvítugi drengur, sem byrjaði í akademíu PSG áður en hann kom til Bordeaxu árið 2014, var úti að hlaupa og hljóp þar um í peysu frá PSG. Hann ákvað að henda því á netið.

Stuðningsmenn Bordeaux voru brjálaðir út í miðjumanninn og hafa látið hann duglega heyra það á internetinu. PSG og Bordeaux eru keppinautar í frönsku úrvalsdeildinni.







Benrahou sendi svo frá sér yfirlýsingu þar sem hann baðst afsökunar á atvikinu. Hann hafi og muni alltaf leggja allt sitt að mörkum til að tryggja velferð félgasins.

Bordeaux gaf Benrahou aðvörun, sem eyddi svo myndinni, en miðjumaðurinn hefur spilað sex leiki fyrir liðið á tímabilinu. Þó bara einn leik síðustu þrjá mánuði.

Liðið er í 13. sæti Ligue 1 með 26 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×