Viðskipti innlent

Metsala í Vínbúðunum á Þorláksmessu

Andri Eysteinsson skrifar
Sala á freyði- og kampavínum jókst um tæp 31% milli ára.
Sala á freyði- og kampavínum jókst um tæp 31% milli ára. Vísir/Vilhelm

Um það bil 46 þúsund manns lögðu leið sína í verslanir Vínbúðanna á Þorláksmessu í ár. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR segir í samtali við RÚV að um met sé að ræða, áður hafði mest 44 verslað í vínbúðunum á einum degi. 780 þúsund lítrar seldust vikuna fyrir jól, þar af 261 þúsund á Þorláksmessu.

Ríkisútvarpið greinir frá því að áfengissala ársins 2019 sé ívið meiri en á sama tímabili 2018. Aukningin nemur 3,2% og hafa viðskiptavinir ÁTVR fest kaup á rúmlega 22 milljónum lítra. Sala jólabjórs jókst frá síðasta ári og var það Julebryg frá Tuborg sem skaut öðrum jólabjór ref fyrir rass og var mest seldur en 315 þúsund lítrar seldust. Næst þar á eftir voru Víking jólabjór og Thule jólabjór með ívið færri selda lítra.

Þá hefur sala freyðivíns og kampavíns aukist um tæplega 31% milli ára en sala á ávaxtavínum hefur dregist saman um rúm 14%.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.