Fótbolti

Þjálfari mót­herja PSG í bikarnum er ársmiða­hafi á Parc des Princes

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mbappe í leik með PSG fyrr á leiktíðinni.
Mbappe í leik með PSG fyrr á leiktíðinni. vísir/getty

Dregið var í 64-liða úrslit franska bikarsins í morgun en PSG hafði heppnina með sér.Mótherji PSG er áhugamannnaliðið Linas-Montlhery en liðið leikur í sjöttu efstu deild franska boltans. 289 sæti skilja liðin að í franska deildarkerfinu.Leikurinn mun fara fram helginar 5. til 6. janúar en PSG tapaði úrslitaleiknum á síðustu leiktíð er liðið beið í lægri hlut fyrir Rennes í vítaspyrnukeppni.

Saga þjálfara Linas-Montlhery er ansi skemmtileg en Stephane Cabrelli er ársmiðahafi á heimavöll PSG, Parc des Princes.Linas-Montlhery er einnig frá París.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.