Fótbolti

Þjálfari mót­herja PSG í bikarnum er ársmiða­hafi á Parc des Princes

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mbappe í leik með PSG fyrr á leiktíðinni.
Mbappe í leik með PSG fyrr á leiktíðinni. vísir/getty

Dregið var í 64-liða úrslit franska bikarsins í morgun en PSG hafði heppnina með sér.

Mótherji PSG er áhugamannnaliðið Linas-Montlhery en liðið leikur í sjöttu efstu deild franska boltans. 289 sæti skilja liðin að í franska deildarkerfinu.

Leikurinn mun fara fram helginar 5. til 6. janúar en PSG tapaði úrslitaleiknum á síðustu leiktíð er liðið beið í lægri hlut fyrir Rennes í vítaspyrnukeppni.
Saga þjálfara Linas-Montlhery er ansi skemmtileg en Stephane Cabrelli er ársmiðahafi á heimavöll PSG, Parc des Princes.

Linas-Montlhery er einnig frá París.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.